Af launakjörum háskólamenntaðrar konu Þóra Leósdóttir skrifar 19. maí 2015 07:00 Ég staldra við fréttir daganna. Landsbankinn hagnast um 6,4 milljarða. Á tólfta þúsund Íslendinga hafa flust úr landi frá aldamótum. Biðlisti er á námskeið þar sem fólki er kennt að flytjast til Norðurlandanna, flestir sem hyggja á brottflutning eru í vinnu. Þetta er sumsé ekki atvinnulaust fólk. Framhalds- og háskólamenntun gefur 16% hærri laun en grunnskólapróf. Annars staðar á Norðurlöndunum gefur slík menntun 25-40% hækkun. Háskólanám skilar sér illa í launaumslagið hér á landi, um það þarf að ræða góðir landsmenn – um það þarf samtalið að snúast. Ég er iðjuþjálfi með fjögurra ára háskólanám til BS-gráðu og starfsréttinda að baki. Að auki sótti ég viðbótarmenntun til meistaraprófs og tók meira námslán – var það góð fjárfesting? Ég hef 27 ára starfsreynslu í mínu fagi og hef nær alfarið starfað í velferðarþjónustu fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Ég sinni ráðgjöf, greiningu, fræðslu- og rannsóknarstarfi vegna barna og unglinga sem búa við skerðingu vegna þroskafrávika og ýmiss konar hindrana í umhverfinu. Ég tilheyri þverfaglegu teymi og legg mat á þroska og færni barns við viðfangsefni sem skipta það máli í daglegum aðstæðum heima og í skólanum. Ég styð foreldra í flóknu uppeldishlutverki og vil stuðla að því að fjölskyldan í heild njóti stuðnings- og meðferðarúrræða sem eru nauðsynleg fyrir heilsu hennar og lífsgæði. Nauðsynleg til að fjölskyldan geti tekið virkan þátt í námi, atvinnu og félagslegum athöfnum og þannig skilað sínu til samfélagsins, til hagsbóta fyrir okkur öll. Nauðsynleg til þess að hjól atvinnulífsins geti snúist, það er nefnilega fjölskyldufólk sem heldur því batteríi gangandi með því að halda heilsu og mæta í vinnuna. Til að geta sinnt þessum margþættu verkefnum þarf ég sem iðjuþjálfi staðgóða þekkingu og leikni í mínu fagi. Slík þekking byggir á krefjandi háskólanámi sem í mínu tilviki urðu sex ár. Það þýðir líka að jafnöldrur mínar, sem ekki fóru í langskólanám og hófu starfsferil sinn strax að loknu stúdentsprófi höfðu sex ára forskot varðandi ævitekjur og húsnæðiskaup. Þær fóru skuldlausar út á vinnumarkaðinn en ég var að vesenast í háskóla og stofna til skulda í formi námslána. Ég hafði óþrjótandi áhuga á að mennta mig til starfa innan heilbrigðis- og félagsþjónustu, trúði því að svoleiðis borgaði sig – var það ómöguleiki?Kaldar kveðjur Vinnuveitandi minn er ríkið. Um síðustu mánaðamót hljóðaði launaseðillinn minn upp á 384.000 kr. fyrir 80% starf, 264.000 útborgað eftir skatt og annan frádrátt. Þótt ég væri í fullu starfi næðu heildarlaun mín sem þá væru 478.000 kr. ekki meðallaunum BHM-félaga miðað við síðustu kjarakönnun. Ég tel þetta kaldar kveðjur eftir sex ára háskólanám og 27 ára starfsreynslu. Til samanburðar þá eru byrjunarlaun verkafólks á vöktum hjá Norðuráli 492.000 kr. og eftir fimm ár í starfi tæpar 580.000 kr. Hér blasir við hversu menntun er lítils metin á Íslandi. Við erum langt á eftir systkinaþjóðunum hvað þetta varðar. En það eru ekki allir á sama máli ef marka má orð og æði þingmannsins og fyrrverandi heilbrigðisráðherra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Þingmaðurinn telur launafólk heimtufrekt og slær í bræði sinni hnefanum í ræðupúlt Alþingis. Ágæti Guðlaugur, þú getur bara átt þig – ég læt ekki skamma mig! Krafan um að menntun sé metin til launa er sanngjörn, algerlega tímabær og skýr. Þetta ástand sem nú ríkir leiðir til óstöðugleika, atgervisflótta og stöðnunar í þekkingarsamfélagi. Það þarf samtal um lausnir sem byggja á skapandi hugsun og framtíðarsýn um uppbyggingu. Ég get ekki, frekar en aðrir „heimtufrekir“ háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn, lifað á hugsjónunum einum saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Ég staldra við fréttir daganna. Landsbankinn hagnast um 6,4 milljarða. Á tólfta þúsund Íslendinga hafa flust úr landi frá aldamótum. Biðlisti er á námskeið þar sem fólki er kennt að flytjast til Norðurlandanna, flestir sem hyggja á brottflutning eru í vinnu. Þetta er sumsé ekki atvinnulaust fólk. Framhalds- og háskólamenntun gefur 16% hærri laun en grunnskólapróf. Annars staðar á Norðurlöndunum gefur slík menntun 25-40% hækkun. Háskólanám skilar sér illa í launaumslagið hér á landi, um það þarf að ræða góðir landsmenn – um það þarf samtalið að snúast. Ég er iðjuþjálfi með fjögurra ára háskólanám til BS-gráðu og starfsréttinda að baki. Að auki sótti ég viðbótarmenntun til meistaraprófs og tók meira námslán – var það góð fjárfesting? Ég hef 27 ára starfsreynslu í mínu fagi og hef nær alfarið starfað í velferðarþjónustu fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Ég sinni ráðgjöf, greiningu, fræðslu- og rannsóknarstarfi vegna barna og unglinga sem búa við skerðingu vegna þroskafrávika og ýmiss konar hindrana í umhverfinu. Ég tilheyri þverfaglegu teymi og legg mat á þroska og færni barns við viðfangsefni sem skipta það máli í daglegum aðstæðum heima og í skólanum. Ég styð foreldra í flóknu uppeldishlutverki og vil stuðla að því að fjölskyldan í heild njóti stuðnings- og meðferðarúrræða sem eru nauðsynleg fyrir heilsu hennar og lífsgæði. Nauðsynleg til að fjölskyldan geti tekið virkan þátt í námi, atvinnu og félagslegum athöfnum og þannig skilað sínu til samfélagsins, til hagsbóta fyrir okkur öll. Nauðsynleg til þess að hjól atvinnulífsins geti snúist, það er nefnilega fjölskyldufólk sem heldur því batteríi gangandi með því að halda heilsu og mæta í vinnuna. Til að geta sinnt þessum margþættu verkefnum þarf ég sem iðjuþjálfi staðgóða þekkingu og leikni í mínu fagi. Slík þekking byggir á krefjandi háskólanámi sem í mínu tilviki urðu sex ár. Það þýðir líka að jafnöldrur mínar, sem ekki fóru í langskólanám og hófu starfsferil sinn strax að loknu stúdentsprófi höfðu sex ára forskot varðandi ævitekjur og húsnæðiskaup. Þær fóru skuldlausar út á vinnumarkaðinn en ég var að vesenast í háskóla og stofna til skulda í formi námslána. Ég hafði óþrjótandi áhuga á að mennta mig til starfa innan heilbrigðis- og félagsþjónustu, trúði því að svoleiðis borgaði sig – var það ómöguleiki?Kaldar kveðjur Vinnuveitandi minn er ríkið. Um síðustu mánaðamót hljóðaði launaseðillinn minn upp á 384.000 kr. fyrir 80% starf, 264.000 útborgað eftir skatt og annan frádrátt. Þótt ég væri í fullu starfi næðu heildarlaun mín sem þá væru 478.000 kr. ekki meðallaunum BHM-félaga miðað við síðustu kjarakönnun. Ég tel þetta kaldar kveðjur eftir sex ára háskólanám og 27 ára starfsreynslu. Til samanburðar þá eru byrjunarlaun verkafólks á vöktum hjá Norðuráli 492.000 kr. og eftir fimm ár í starfi tæpar 580.000 kr. Hér blasir við hversu menntun er lítils metin á Íslandi. Við erum langt á eftir systkinaþjóðunum hvað þetta varðar. En það eru ekki allir á sama máli ef marka má orð og æði þingmannsins og fyrrverandi heilbrigðisráðherra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Þingmaðurinn telur launafólk heimtufrekt og slær í bræði sinni hnefanum í ræðupúlt Alþingis. Ágæti Guðlaugur, þú getur bara átt þig – ég læt ekki skamma mig! Krafan um að menntun sé metin til launa er sanngjörn, algerlega tímabær og skýr. Þetta ástand sem nú ríkir leiðir til óstöðugleika, atgervisflótta og stöðnunar í þekkingarsamfélagi. Það þarf samtal um lausnir sem byggja á skapandi hugsun og framtíðarsýn um uppbyggingu. Ég get ekki, frekar en aðrir „heimtufrekir“ háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn, lifað á hugsjónunum einum saman.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar