Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir, Vilhjálmur Hjálmarsson, Bergur Þorri Benjamínsson og Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifa 29. ágúst 2025 10:01 Áform Reykjavíkurborgar um uppbyggingu nýrra hverfa borgarinnar fela í sér aukna hvata fyrir borgarana til að taka strætó, hjóla og ganga til að komast á milli staða og tengjast oft stöðvum Borgarlínu sem áformað er að taka í notkun á næstu árum. Í þessum hverfum er gert ráð fyrir fjórðungi úr bílastæði fyrir eins herbergja íbúðir en hlutfallið hækkar allt upp í 0,75 bílastæði á íbúð eftir því sem herbergjum fjölgar. Borgin leggur mikla áherslu á að skera á þörf fólks fyrir að reka eigin bifreið. Fyrir mörg er það án efa frelsandi skref sem felur í sér aukna útiveru í betri loftgæðum, sparnað og minna stress. Fyrir önnur er þetta ekki raunhæft og þessi áform gera ekki ráð fyrir þeim. Fjarlægð og lögbundið aðgengi Hreyfihamlað og/eða aldrað fólk er háð því að aðgengi sé í lagi. Umferðarleiðir þurfa að vera greiðar og vegalengdir stuttar. Samkvæmt kröfu í byggingarreglugerð má fjarlægð frá bílastæði fyrir hreyfihamlað fólk að inngangi byggingar ekki vera meiri en 25 metrar. Hægt er að uppfylla kröfuna með bílakjöllurum undir fjöleignahúsum. Það er hins vegar ekki hægt ef bílastæði verða öll í sérstökum bílahúsum í nágrenni við íbúðabyggðina, eins og gert er ráð fyrir bæði á Veðurstofureit og í Keldnalandi. Fjarlægðir og óhjákvæmilegar hindranir frá bílahúsum að íbúðarhúsnæði munu ekki leyfa það. Ójöfnuður í aðgengi og þjónustu Bílahús veita skjól fyrir veðri og vindum og bjóða oft upp á hleðslumöguleika fyrir rafbíla. Þau sem hafa góða hreyfigetu geta því nýtt sér þessa þjónustu með þægindum, á meðan hreyfihamlað fólk á í erfiðleikum með að komast að húsunum. Þetta skapar raunverulegt misræmi í aðgengi og þjónustu sem borgin býður upp á. Samkvæmt stefnu borgarinnar á félagsleg blöndun og fjölbreytni ávallt að vera leiðarljós við skipulagningu nýrra hverfa og að húsnæðisframboð verði með þeim hætti að sem flestir geti flutt innan hverfis þegar stækka eða minnka þarf við sig húsnæði. Spurning er hversu vel leiðarljósinu er fylgt ef hreyfihamlað og /eða aldrað fólk sjái sér ekki kost í að búa í hverfunum. Ábyrgð borgarinnar Reykjavíkurborg hefur sett fram aðgengisstefnu, en framkvæmdin hefur ekki alltaf verið í samræmi við stefnuna. Ef borgin ætlar að byggja bílahús sem hluta af innviðum sínum, ber henni skylda til að tryggja að þau séu aðgengileg öllum – í samræmi við lög og mannréttindasjónarmið. Niðurstaða Það er ekki nóg að byggja bílahús sem henta sumum. Öll mannvirki í borginni eiga að vera hönnuð með aðgengi allra í huga. Ef aðgengi er ekki tryggt, þá er hætta á að útilokun og ójöfnuður festist í sessi – sem er óásættanlegt í nútímasamfélagi. Því hvetjum við Reykjavíkurborg til að endurskoða áætlanir sínar og gera ráð fyrir bílakjöllurum í stað bílahúsa í nýjum hverfum. ÖBÍ réttindasamtök og Félag eldri borgara (FEB) hafna hugmyndum um bílahús enda séu þau ekki fyrir alla í samfélaginu. Höfundar eru formaður og varaformaður ÖBÍ réttindasamtaka, formaður aðgengshóps ÖBÍ réttindasamtaka og formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílastæði Reykjavík Alma Ýr Ingólfsdóttir Vilhjálmur Hjálmarsson Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Áform Reykjavíkurborgar um uppbyggingu nýrra hverfa borgarinnar fela í sér aukna hvata fyrir borgarana til að taka strætó, hjóla og ganga til að komast á milli staða og tengjast oft stöðvum Borgarlínu sem áformað er að taka í notkun á næstu árum. Í þessum hverfum er gert ráð fyrir fjórðungi úr bílastæði fyrir eins herbergja íbúðir en hlutfallið hækkar allt upp í 0,75 bílastæði á íbúð eftir því sem herbergjum fjölgar. Borgin leggur mikla áherslu á að skera á þörf fólks fyrir að reka eigin bifreið. Fyrir mörg er það án efa frelsandi skref sem felur í sér aukna útiveru í betri loftgæðum, sparnað og minna stress. Fyrir önnur er þetta ekki raunhæft og þessi áform gera ekki ráð fyrir þeim. Fjarlægð og lögbundið aðgengi Hreyfihamlað og/eða aldrað fólk er háð því að aðgengi sé í lagi. Umferðarleiðir þurfa að vera greiðar og vegalengdir stuttar. Samkvæmt kröfu í byggingarreglugerð má fjarlægð frá bílastæði fyrir hreyfihamlað fólk að inngangi byggingar ekki vera meiri en 25 metrar. Hægt er að uppfylla kröfuna með bílakjöllurum undir fjöleignahúsum. Það er hins vegar ekki hægt ef bílastæði verða öll í sérstökum bílahúsum í nágrenni við íbúðabyggðina, eins og gert er ráð fyrir bæði á Veðurstofureit og í Keldnalandi. Fjarlægðir og óhjákvæmilegar hindranir frá bílahúsum að íbúðarhúsnæði munu ekki leyfa það. Ójöfnuður í aðgengi og þjónustu Bílahús veita skjól fyrir veðri og vindum og bjóða oft upp á hleðslumöguleika fyrir rafbíla. Þau sem hafa góða hreyfigetu geta því nýtt sér þessa þjónustu með þægindum, á meðan hreyfihamlað fólk á í erfiðleikum með að komast að húsunum. Þetta skapar raunverulegt misræmi í aðgengi og þjónustu sem borgin býður upp á. Samkvæmt stefnu borgarinnar á félagsleg blöndun og fjölbreytni ávallt að vera leiðarljós við skipulagningu nýrra hverfa og að húsnæðisframboð verði með þeim hætti að sem flestir geti flutt innan hverfis þegar stækka eða minnka þarf við sig húsnæði. Spurning er hversu vel leiðarljósinu er fylgt ef hreyfihamlað og /eða aldrað fólk sjái sér ekki kost í að búa í hverfunum. Ábyrgð borgarinnar Reykjavíkurborg hefur sett fram aðgengisstefnu, en framkvæmdin hefur ekki alltaf verið í samræmi við stefnuna. Ef borgin ætlar að byggja bílahús sem hluta af innviðum sínum, ber henni skylda til að tryggja að þau séu aðgengileg öllum – í samræmi við lög og mannréttindasjónarmið. Niðurstaða Það er ekki nóg að byggja bílahús sem henta sumum. Öll mannvirki í borginni eiga að vera hönnuð með aðgengi allra í huga. Ef aðgengi er ekki tryggt, þá er hætta á að útilokun og ójöfnuður festist í sessi – sem er óásættanlegt í nútímasamfélagi. Því hvetjum við Reykjavíkurborg til að endurskoða áætlanir sínar og gera ráð fyrir bílakjöllurum í stað bílahúsa í nýjum hverfum. ÖBÍ réttindasamtök og Félag eldri borgara (FEB) hafna hugmyndum um bílahús enda séu þau ekki fyrir alla í samfélaginu. Höfundar eru formaður og varaformaður ÖBÍ réttindasamtaka, formaður aðgengshóps ÖBÍ réttindasamtaka og formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun