Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir, Vilhjálmur Hjálmarsson, Bergur Þorri Benjamínsson og Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifa 29. ágúst 2025 10:01 Áform Reykjavíkurborgar um uppbyggingu nýrra hverfa borgarinnar fela í sér aukna hvata fyrir borgarana til að taka strætó, hjóla og ganga til að komast á milli staða og tengjast oft stöðvum Borgarlínu sem áformað er að taka í notkun á næstu árum. Í þessum hverfum er gert ráð fyrir fjórðungi úr bílastæði fyrir eins herbergja íbúðir en hlutfallið hækkar allt upp í 0,75 bílastæði á íbúð eftir því sem herbergjum fjölgar. Borgin leggur mikla áherslu á að skera á þörf fólks fyrir að reka eigin bifreið. Fyrir mörg er það án efa frelsandi skref sem felur í sér aukna útiveru í betri loftgæðum, sparnað og minna stress. Fyrir önnur er þetta ekki raunhæft og þessi áform gera ekki ráð fyrir þeim. Fjarlægð og lögbundið aðgengi Hreyfihamlað og/eða aldrað fólk er háð því að aðgengi sé í lagi. Umferðarleiðir þurfa að vera greiðar og vegalengdir stuttar. Samkvæmt kröfu í byggingarreglugerð má fjarlægð frá bílastæði fyrir hreyfihamlað fólk að inngangi byggingar ekki vera meiri en 25 metrar. Hægt er að uppfylla kröfuna með bílakjöllurum undir fjöleignahúsum. Það er hins vegar ekki hægt ef bílastæði verða öll í sérstökum bílahúsum í nágrenni við íbúðabyggðina, eins og gert er ráð fyrir bæði á Veðurstofureit og í Keldnalandi. Fjarlægðir og óhjákvæmilegar hindranir frá bílahúsum að íbúðarhúsnæði munu ekki leyfa það. Ójöfnuður í aðgengi og þjónustu Bílahús veita skjól fyrir veðri og vindum og bjóða oft upp á hleðslumöguleika fyrir rafbíla. Þau sem hafa góða hreyfigetu geta því nýtt sér þessa þjónustu með þægindum, á meðan hreyfihamlað fólk á í erfiðleikum með að komast að húsunum. Þetta skapar raunverulegt misræmi í aðgengi og þjónustu sem borgin býður upp á. Samkvæmt stefnu borgarinnar á félagsleg blöndun og fjölbreytni ávallt að vera leiðarljós við skipulagningu nýrra hverfa og að húsnæðisframboð verði með þeim hætti að sem flestir geti flutt innan hverfis þegar stækka eða minnka þarf við sig húsnæði. Spurning er hversu vel leiðarljósinu er fylgt ef hreyfihamlað og /eða aldrað fólk sjái sér ekki kost í að búa í hverfunum. Ábyrgð borgarinnar Reykjavíkurborg hefur sett fram aðgengisstefnu, en framkvæmdin hefur ekki alltaf verið í samræmi við stefnuna. Ef borgin ætlar að byggja bílahús sem hluta af innviðum sínum, ber henni skylda til að tryggja að þau séu aðgengileg öllum – í samræmi við lög og mannréttindasjónarmið. Niðurstaða Það er ekki nóg að byggja bílahús sem henta sumum. Öll mannvirki í borginni eiga að vera hönnuð með aðgengi allra í huga. Ef aðgengi er ekki tryggt, þá er hætta á að útilokun og ójöfnuður festist í sessi – sem er óásættanlegt í nútímasamfélagi. Því hvetjum við Reykjavíkurborg til að endurskoða áætlanir sínar og gera ráð fyrir bílakjöllurum í stað bílahúsa í nýjum hverfum. ÖBÍ réttindasamtök og Félag eldri borgara (FEB) hafna hugmyndum um bílahús enda séu þau ekki fyrir alla í samfélaginu. Höfundar eru formaður og varaformaður ÖBÍ réttindasamtaka, formaður aðgengshóps ÖBÍ réttindasamtaka og formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílastæði Reykjavík Alma Ýr Ingólfsdóttir Vilhjálmur Hjálmarsson Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Áform Reykjavíkurborgar um uppbyggingu nýrra hverfa borgarinnar fela í sér aukna hvata fyrir borgarana til að taka strætó, hjóla og ganga til að komast á milli staða og tengjast oft stöðvum Borgarlínu sem áformað er að taka í notkun á næstu árum. Í þessum hverfum er gert ráð fyrir fjórðungi úr bílastæði fyrir eins herbergja íbúðir en hlutfallið hækkar allt upp í 0,75 bílastæði á íbúð eftir því sem herbergjum fjölgar. Borgin leggur mikla áherslu á að skera á þörf fólks fyrir að reka eigin bifreið. Fyrir mörg er það án efa frelsandi skref sem felur í sér aukna útiveru í betri loftgæðum, sparnað og minna stress. Fyrir önnur er þetta ekki raunhæft og þessi áform gera ekki ráð fyrir þeim. Fjarlægð og lögbundið aðgengi Hreyfihamlað og/eða aldrað fólk er háð því að aðgengi sé í lagi. Umferðarleiðir þurfa að vera greiðar og vegalengdir stuttar. Samkvæmt kröfu í byggingarreglugerð má fjarlægð frá bílastæði fyrir hreyfihamlað fólk að inngangi byggingar ekki vera meiri en 25 metrar. Hægt er að uppfylla kröfuna með bílakjöllurum undir fjöleignahúsum. Það er hins vegar ekki hægt ef bílastæði verða öll í sérstökum bílahúsum í nágrenni við íbúðabyggðina, eins og gert er ráð fyrir bæði á Veðurstofureit og í Keldnalandi. Fjarlægðir og óhjákvæmilegar hindranir frá bílahúsum að íbúðarhúsnæði munu ekki leyfa það. Ójöfnuður í aðgengi og þjónustu Bílahús veita skjól fyrir veðri og vindum og bjóða oft upp á hleðslumöguleika fyrir rafbíla. Þau sem hafa góða hreyfigetu geta því nýtt sér þessa þjónustu með þægindum, á meðan hreyfihamlað fólk á í erfiðleikum með að komast að húsunum. Þetta skapar raunverulegt misræmi í aðgengi og þjónustu sem borgin býður upp á. Samkvæmt stefnu borgarinnar á félagsleg blöndun og fjölbreytni ávallt að vera leiðarljós við skipulagningu nýrra hverfa og að húsnæðisframboð verði með þeim hætti að sem flestir geti flutt innan hverfis þegar stækka eða minnka þarf við sig húsnæði. Spurning er hversu vel leiðarljósinu er fylgt ef hreyfihamlað og /eða aldrað fólk sjái sér ekki kost í að búa í hverfunum. Ábyrgð borgarinnar Reykjavíkurborg hefur sett fram aðgengisstefnu, en framkvæmdin hefur ekki alltaf verið í samræmi við stefnuna. Ef borgin ætlar að byggja bílahús sem hluta af innviðum sínum, ber henni skylda til að tryggja að þau séu aðgengileg öllum – í samræmi við lög og mannréttindasjónarmið. Niðurstaða Það er ekki nóg að byggja bílahús sem henta sumum. Öll mannvirki í borginni eiga að vera hönnuð með aðgengi allra í huga. Ef aðgengi er ekki tryggt, þá er hætta á að útilokun og ójöfnuður festist í sessi – sem er óásættanlegt í nútímasamfélagi. Því hvetjum við Reykjavíkurborg til að endurskoða áætlanir sínar og gera ráð fyrir bílakjöllurum í stað bílahúsa í nýjum hverfum. ÖBÍ réttindasamtök og Félag eldri borgara (FEB) hafna hugmyndum um bílahús enda séu þau ekki fyrir alla í samfélaginu. Höfundar eru formaður og varaformaður ÖBÍ réttindasamtaka, formaður aðgengshóps ÖBÍ réttindasamtaka og formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni.
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar