Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar 28. ágúst 2025 11:00 Eins og kunnugt er eru fasteignir Háskólans á Bifröst til sölu. Okkur þykir mikilvægt að þar verði byggð upp verðmætaskapandi starfsemi í framtíðinni og svæðið haldi áfram að blómstra. Margt gæti komið til greina svo sem endurhæfingarstöð, alþjóðlegt þjálfunar- eða fræðasetur, heilsutengd ferðaþjónusta eða annars konar paradís fyrir ferðamenn, svo eitthvað sé nefnt af þeim fjölmörgu möguleikum sem staðurinn býður upp á. Á Bifröst búa í dag á þriðja hundrað flóttamenn frá Úkraínu. Í upphafi Úkraínustríðsins var gerður þríhliða samningur milli ríkisins, Borgarbyggðar og Háskólans á Bifröst um að koma á fót móttökustöð, úrræði sem átti að vara í 3 mánuði. Stríðinu hefur enn ekki lokið og þeir sem útskrifuðust úr verkefninu völdu margir að búa áfram á Bifröst á þeim friðsæla og undurfallega stað, nálægt löndum sínum, rétt eins og Íslendingar hefðu valið í svipuðum aðstæðum. Rúmlega helmingur Úkraínubúanna hefur komið undir sig fótunum en yfir hundrað manns hafa ekki gert það, ýmist vegna aldurs eða annarra aðstæðna. Á Bifröst er enga vinnu að fá og erfitt getur reynst að koma bíllausu fólki í virkni. Eftir að ríkið hætti að greiða fyrir uppihald flóttafólksins hefur sá kostnaður nú fallið alfarið á sveitafélagið. Um ræðir einungis 4000 manna sveitarfélag, með marga dreifða íbúakjarna, sem hefur ekki bolmagn til að sjá svona miklum fjölda farborða. Hefur verkefnið komið sveitarfélaginu í fjárhagslegan vítahring, víti til varnaðar fyrir önnur sveitafélög í landinu, ef ríkið stígur ekki inn og greiðir úr þeirri stöðu sem upp er komin. Við getum öll verið sammála um að Bifröst er fallegur og friðsæll staður, og var þess vegna kjörinn griðastaður, tímabundinn móttökustaður þar sem fólk flýr hörmungar stríðs. Staðurinn er hins vegar ekki heppilegur til að aðlagast Íslandi, gera fólk sjálfbært í þjóðfélaginu og að virkum þegnum. Að vissum tíma liðnum hefði átt að fylgja því eftir að koma fólki í virkni og á stað þar sem það væri hægt. Það var ekki gert. Svo virðist sem hópurinn hafi gleymst á Bifröst og ríkið sleppt af honum hendinni. Fyrir bragðið situr Borgarbyggð ein uppi með ofviða fjárhagslegan bagga sem ríkið verður að aðstoða við að bera. Hvernig þetta mál er leyst er svo annað mál. Hreppaflutningar eru ekki á dagskrá árið 2025, svo mikið er víst. Nú vill svo til að Háskólinn á Bifröst er með allar eignir sínar á Bifröst til sölu vegna þess að háskólinn hefur alfarið snúið sér að fjarnámi – er „í skýjunum“ eins og sagt er – og hefur ekki lengur þörf fyrir nemendagarða og skólahúsnæði sem þarf að vera í nýtingu allt árið. Með sölunni mun því sá hluti vandans leysast sem snýr að háskólanum en eftir situr annar vandi sem hið opinbera verður að leysa. Háskólinn á Bifröst er þó engan veginn farinn úr Borgarbyggð því við höfum leigt húsnæði á Hvanneyri undanfarin tvö ár og eigum lögheimili í Borgarbyggð. Við Háskólann á Bifröst vinna margir starfsmenn og frá Hvanneyri er öflugt kennslusvið háskólans rekið. Allar staðlotur eru haldnar í húsnæði Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, um helgar, þegar nemendur landbúnaðarháskólans eru í fríi. Þangað flykkjast því okkar tæplega 2000 nemendur átta helgar á ári. Við munum leggja okkur öll fram um að vanda til sölunnar á háskólaþorpinu. Við munum gera það í samvinnu við Borgarbyggð þannig að Bifröst verði tekjuskapandi eining í blómlegri byggð Borgarfjarðar. Höfundur er rektor Háskólans á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Borgarbyggð Háskólar Mest lesið Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Eins og kunnugt er eru fasteignir Háskólans á Bifröst til sölu. Okkur þykir mikilvægt að þar verði byggð upp verðmætaskapandi starfsemi í framtíðinni og svæðið haldi áfram að blómstra. Margt gæti komið til greina svo sem endurhæfingarstöð, alþjóðlegt þjálfunar- eða fræðasetur, heilsutengd ferðaþjónusta eða annars konar paradís fyrir ferðamenn, svo eitthvað sé nefnt af þeim fjölmörgu möguleikum sem staðurinn býður upp á. Á Bifröst búa í dag á þriðja hundrað flóttamenn frá Úkraínu. Í upphafi Úkraínustríðsins var gerður þríhliða samningur milli ríkisins, Borgarbyggðar og Háskólans á Bifröst um að koma á fót móttökustöð, úrræði sem átti að vara í 3 mánuði. Stríðinu hefur enn ekki lokið og þeir sem útskrifuðust úr verkefninu völdu margir að búa áfram á Bifröst á þeim friðsæla og undurfallega stað, nálægt löndum sínum, rétt eins og Íslendingar hefðu valið í svipuðum aðstæðum. Rúmlega helmingur Úkraínubúanna hefur komið undir sig fótunum en yfir hundrað manns hafa ekki gert það, ýmist vegna aldurs eða annarra aðstæðna. Á Bifröst er enga vinnu að fá og erfitt getur reynst að koma bíllausu fólki í virkni. Eftir að ríkið hætti að greiða fyrir uppihald flóttafólksins hefur sá kostnaður nú fallið alfarið á sveitafélagið. Um ræðir einungis 4000 manna sveitarfélag, með marga dreifða íbúakjarna, sem hefur ekki bolmagn til að sjá svona miklum fjölda farborða. Hefur verkefnið komið sveitarfélaginu í fjárhagslegan vítahring, víti til varnaðar fyrir önnur sveitafélög í landinu, ef ríkið stígur ekki inn og greiðir úr þeirri stöðu sem upp er komin. Við getum öll verið sammála um að Bifröst er fallegur og friðsæll staður, og var þess vegna kjörinn griðastaður, tímabundinn móttökustaður þar sem fólk flýr hörmungar stríðs. Staðurinn er hins vegar ekki heppilegur til að aðlagast Íslandi, gera fólk sjálfbært í þjóðfélaginu og að virkum þegnum. Að vissum tíma liðnum hefði átt að fylgja því eftir að koma fólki í virkni og á stað þar sem það væri hægt. Það var ekki gert. Svo virðist sem hópurinn hafi gleymst á Bifröst og ríkið sleppt af honum hendinni. Fyrir bragðið situr Borgarbyggð ein uppi með ofviða fjárhagslegan bagga sem ríkið verður að aðstoða við að bera. Hvernig þetta mál er leyst er svo annað mál. Hreppaflutningar eru ekki á dagskrá árið 2025, svo mikið er víst. Nú vill svo til að Háskólinn á Bifröst er með allar eignir sínar á Bifröst til sölu vegna þess að háskólinn hefur alfarið snúið sér að fjarnámi – er „í skýjunum“ eins og sagt er – og hefur ekki lengur þörf fyrir nemendagarða og skólahúsnæði sem þarf að vera í nýtingu allt árið. Með sölunni mun því sá hluti vandans leysast sem snýr að háskólanum en eftir situr annar vandi sem hið opinbera verður að leysa. Háskólinn á Bifröst er þó engan veginn farinn úr Borgarbyggð því við höfum leigt húsnæði á Hvanneyri undanfarin tvö ár og eigum lögheimili í Borgarbyggð. Við Háskólann á Bifröst vinna margir starfsmenn og frá Hvanneyri er öflugt kennslusvið háskólans rekið. Allar staðlotur eru haldnar í húsnæði Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, um helgar, þegar nemendur landbúnaðarháskólans eru í fríi. Þangað flykkjast því okkar tæplega 2000 nemendur átta helgar á ári. Við munum leggja okkur öll fram um að vanda til sölunnar á háskólaþorpinu. Við munum gera það í samvinnu við Borgarbyggð þannig að Bifröst verði tekjuskapandi eining í blómlegri byggð Borgarfjarðar. Höfundur er rektor Háskólans á Bifröst.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun