Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar 29. ágúst 2025 06:02 Á síðustu árum hefur netöryggi ríkja orðið enn mikilvægara. Með stóraukinni stafrænnri þróun og alþjóðlegum átökum hafa netárásir orðið að hluta af vopnabúri ríkja og samtaka, sem beita tækni til að ná pólitískum, fjárhagslegum og hernaðarlegum markmiðum. Evrópusambandið hefur brugðist við þessari þróun með metnaðarfullu netöryggisregluverki sem miðar að því að styrkja innviði ríkja og bæta samhæfingu í netöryggismálum. Evrópusambandið hefur mætt þessari nýju ógn með m.a. endurskoðun stefna og nýju regluverki sem vinna saman að því að skapa öruggara og viðnámsþolnara stafrænt samfélag. Fimm lykilgerðir hafa mótað nútímalegt netöryggisumhverfi ESB en það eru: Tilskipun (ESB) nr. 2016/1148 (e. Directive on security of network and information systems, hér eftir NIS1) Reglugerð (ESB) nr. 2019/881 (e. Cybersecurity Act, hér eftir CSA) Tilskipun (ESB) nr. 2022/2555 (e. Directive on measures for a high common level of cybersecurity across the Union, hér eftir NIS2) Reglugerð (ESB) nr. 2024/2847 (e. Cyber Resiliance Act,hér eftir CRA) Reglugerð (ESB) nr. 2025/38 (e. Cyber Solidarity Act, hér eftir CSoA) NIS1 tilskipunin – fyrsta samræmda netöryggisregluverkið er gildir þvert á atvinnulífið Fyrsta tilskipunin, NIS1, kom árið 2016 og markaði upphaf formlegrar heildar stefnumótunar ESB í netöryggismálum þvert á atvinnulífið. Hún lagði grunn að samræmdum kröfum til mikilvægra innviða, þ.e. rekstraraðilar nauðsynlegrar þjónustu og veitendur stafrænnar þjónustu. NIS1 kom einnig með kröfur um sérstök viðbragðsteymi vegna váatvika er varða tölvuöryggi ríkja (e. CSIRT), og tilkynningarskyldu vegna netatvika. NIS2 tilskipunin – aukið netöryggistig aðildarríkja og samhæfing Uppfærða útgáfan, NIS2, tók gildi árið 2024 og eykur kröfur til fyrirtækja og stjórnvalda verulega. NIS2 stækkar umfang tilskipunarinnar, krefst skýrari ábyrgðar og leggur aukna áherslu á samræmingu og upplýsingaflæði. Áhersla er lögð á að tryggja öryggi í aðfangakeðjum og bæta samvinnu milli ríkja, stofnana og netöryggisveita. Þá kveður tilskipunin á um að ríki útbúi landsbundnar viðbragðsáætlanir og tilnefni sérstakt stjórnvald fyrir netvá. Að auki tengist NIS2 öðru regluverki eins og DORA, sem beinist að fjármálageiranum, og CER, sem fjallar um raunlægan viðnámsþrótt mikilvægra innviða (e. critical entities). Markmiðið er að samræma reglur á milli sviða og tryggja að netöryggi sé samofið öðrum öryggismálum. CSA reglugerðin - styrkur í vottun og stöðlum CSA reglugerðin frá 2019 styrkir hlutverk Netöryggisstofnunar ESB (ENISA) og innleiðir evrópskt netöryggisvottunarkerfi. Á grundvelli netöryggisvottunarkerfisins geta fyrirtæki fengið vottunir fyrir upplýsinga- og fjarskiptatæknivörur, -þjónustur og -ferla sem þá uppfylla ákveðnar öryggiskröfur sem gilda á öllum innri markaði ESB. Reglugerðinni er ætlað að auka traust sem og samkeppnishæfni á innri markaði sambandsins. CRA reglugerðin – öruggar vörur og ábyrgð framleiðenda Cyber Resilience Act (CRA), sem tók gildi 2024, tryggir að allar vörur með stafræna eiginleika uppfylli ákveðnar lágmarks netöryggiskröfur. Reglugerðin setur skyldur á framleiðendur, innflytjendur og dreifingaraðila um að tryggja öryggi vörunnar yfir allan lífsferil hennar. Markmið hennar er að skapa samræmdar reglur og vernda bæði fyrirtæki sem og neytendur gegn stafrænum ógnum. Gerðin leikur mikilvægt hlutverk í að auka netöryggi birgjakeðju aðila. CSoA reglugerðin – nýtt skref í samstöðu og sameiginlegum viðbrögðum ríkja Cyber Solidarity Act (CSoA), sem tók gildi árið 2025, miðar að því að efla samstöðu og sameiginleg viðbrögð ríkja við netógnunum. Meðal annars verður komið á fót evrópsku viðvörunarkerfi, neyðarviðbragðshópi og sameiginlegri greiningar- og endurskoðunardeild netatvika. Þátttaka ríkja er valkvæð, en henni fylgja beinir hvatar eins og fjármögnun og ýmiskonar aðstoð. Netöryggisgerðir Evrópusambandsins - Þrátt fyrir að sumar af þessum gerðum nái til sviða sem ekki teljast beinlínis til EES-samningsins, er ljóst að innleiðing og þátttaka Íslands er til hagsbóta. Reglurnar krefjast virkrar samhæfingar og öflugrar stjórnsýslu en fela einnig í sér gríðarleg tækifæri til að efla öryggi, viðnámsþrótt og traust í hinu stafrænu samfélagi. Í heimi þar sem netógnir þekkja engin landamæri, er ljóst að samræmt og öflugt regluverk á borð við netöryggisgerðir Evrópusambandsins er ekki aðeins nauðsyn, heldur grunnforsenda fyrir örugga framtíð samfélagsins sem og innviða Íslands. Höfundur er lögfræðingur hjá Fjarskiptastofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Netöryggi Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur netöryggi ríkja orðið enn mikilvægara. Með stóraukinni stafrænnri þróun og alþjóðlegum átökum hafa netárásir orðið að hluta af vopnabúri ríkja og samtaka, sem beita tækni til að ná pólitískum, fjárhagslegum og hernaðarlegum markmiðum. Evrópusambandið hefur brugðist við þessari þróun með metnaðarfullu netöryggisregluverki sem miðar að því að styrkja innviði ríkja og bæta samhæfingu í netöryggismálum. Evrópusambandið hefur mætt þessari nýju ógn með m.a. endurskoðun stefna og nýju regluverki sem vinna saman að því að skapa öruggara og viðnámsþolnara stafrænt samfélag. Fimm lykilgerðir hafa mótað nútímalegt netöryggisumhverfi ESB en það eru: Tilskipun (ESB) nr. 2016/1148 (e. Directive on security of network and information systems, hér eftir NIS1) Reglugerð (ESB) nr. 2019/881 (e. Cybersecurity Act, hér eftir CSA) Tilskipun (ESB) nr. 2022/2555 (e. Directive on measures for a high common level of cybersecurity across the Union, hér eftir NIS2) Reglugerð (ESB) nr. 2024/2847 (e. Cyber Resiliance Act,hér eftir CRA) Reglugerð (ESB) nr. 2025/38 (e. Cyber Solidarity Act, hér eftir CSoA) NIS1 tilskipunin – fyrsta samræmda netöryggisregluverkið er gildir þvert á atvinnulífið Fyrsta tilskipunin, NIS1, kom árið 2016 og markaði upphaf formlegrar heildar stefnumótunar ESB í netöryggismálum þvert á atvinnulífið. Hún lagði grunn að samræmdum kröfum til mikilvægra innviða, þ.e. rekstraraðilar nauðsynlegrar þjónustu og veitendur stafrænnar þjónustu. NIS1 kom einnig með kröfur um sérstök viðbragðsteymi vegna váatvika er varða tölvuöryggi ríkja (e. CSIRT), og tilkynningarskyldu vegna netatvika. NIS2 tilskipunin – aukið netöryggistig aðildarríkja og samhæfing Uppfærða útgáfan, NIS2, tók gildi árið 2024 og eykur kröfur til fyrirtækja og stjórnvalda verulega. NIS2 stækkar umfang tilskipunarinnar, krefst skýrari ábyrgðar og leggur aukna áherslu á samræmingu og upplýsingaflæði. Áhersla er lögð á að tryggja öryggi í aðfangakeðjum og bæta samvinnu milli ríkja, stofnana og netöryggisveita. Þá kveður tilskipunin á um að ríki útbúi landsbundnar viðbragðsáætlanir og tilnefni sérstakt stjórnvald fyrir netvá. Að auki tengist NIS2 öðru regluverki eins og DORA, sem beinist að fjármálageiranum, og CER, sem fjallar um raunlægan viðnámsþrótt mikilvægra innviða (e. critical entities). Markmiðið er að samræma reglur á milli sviða og tryggja að netöryggi sé samofið öðrum öryggismálum. CSA reglugerðin - styrkur í vottun og stöðlum CSA reglugerðin frá 2019 styrkir hlutverk Netöryggisstofnunar ESB (ENISA) og innleiðir evrópskt netöryggisvottunarkerfi. Á grundvelli netöryggisvottunarkerfisins geta fyrirtæki fengið vottunir fyrir upplýsinga- og fjarskiptatæknivörur, -þjónustur og -ferla sem þá uppfylla ákveðnar öryggiskröfur sem gilda á öllum innri markaði ESB. Reglugerðinni er ætlað að auka traust sem og samkeppnishæfni á innri markaði sambandsins. CRA reglugerðin – öruggar vörur og ábyrgð framleiðenda Cyber Resilience Act (CRA), sem tók gildi 2024, tryggir að allar vörur með stafræna eiginleika uppfylli ákveðnar lágmarks netöryggiskröfur. Reglugerðin setur skyldur á framleiðendur, innflytjendur og dreifingaraðila um að tryggja öryggi vörunnar yfir allan lífsferil hennar. Markmið hennar er að skapa samræmdar reglur og vernda bæði fyrirtæki sem og neytendur gegn stafrænum ógnum. Gerðin leikur mikilvægt hlutverk í að auka netöryggi birgjakeðju aðila. CSoA reglugerðin – nýtt skref í samstöðu og sameiginlegum viðbrögðum ríkja Cyber Solidarity Act (CSoA), sem tók gildi árið 2025, miðar að því að efla samstöðu og sameiginleg viðbrögð ríkja við netógnunum. Meðal annars verður komið á fót evrópsku viðvörunarkerfi, neyðarviðbragðshópi og sameiginlegri greiningar- og endurskoðunardeild netatvika. Þátttaka ríkja er valkvæð, en henni fylgja beinir hvatar eins og fjármögnun og ýmiskonar aðstoð. Netöryggisgerðir Evrópusambandsins - Þrátt fyrir að sumar af þessum gerðum nái til sviða sem ekki teljast beinlínis til EES-samningsins, er ljóst að innleiðing og þátttaka Íslands er til hagsbóta. Reglurnar krefjast virkrar samhæfingar og öflugrar stjórnsýslu en fela einnig í sér gríðarleg tækifæri til að efla öryggi, viðnámsþrótt og traust í hinu stafrænu samfélagi. Í heimi þar sem netógnir þekkja engin landamæri, er ljóst að samræmt og öflugt regluverk á borð við netöryggisgerðir Evrópusambandsins er ekki aðeins nauðsyn, heldur grunnforsenda fyrir örugga framtíð samfélagsins sem og innviða Íslands. Höfundur er lögfræðingur hjá Fjarskiptastofnun.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun