Lögmaðurinn eða læknirinn þinn? Teitur Guðmundsson skrifar 19. maí 2015 07:00 Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að auglýsingar lögfræðistofa og fyrirtækja á þeim vettvangi eru að verða daglegt brauð. Þar er oftar en ekki verið að hvetja fólk til þess að skoða rétt sinn vegna slysa sérstaklega og á það við um bæði umferðar-, frítíma- og vinnuslys. Ekki ætla ég að hafa sérstaka skoðun á því hvort það er góð eða slæm þróun, en ljóst er á umfangi og fjölda þeirra stofa sem gera út á slíka þjónustu að hún hlýtur að borga sig, eða hvað? Einhver sagði að þessi þróun byggði á offramboði lögfræðinga en í Lögmannablaðinu árið 2013 var grein sem bar yfirskriftina „Blikur á lofti í atvinnuhorfum lögfræðinga“ en í þeirri grein kemur fram að á sama tíma og 150 útskrifuðust úr meistaranámi á ári voru 70 skráðir á atvinnuleysisskrá og hefur ástandið farið versnandi ár frá ári undanfarið hvað þetta snertir. Mjög mikið er um gylliboð í slysabransanum, ókeypis ráðgjöf er oft auglýst af hálfu þessara aðila með von um hag ef bætur nást út úr máli viðkomandi einstaklings. Það er gott að verið sé að passa hagsmuni fólks og er ég mjög hlynntur því, en ég vil nota tækifærið og benda á nokkrar staðreyndir í tengslum við mál af þessum toga. Nú er það svo að þegar einstaklingur slasast hefur hann ákveðin réttindi sem nauðsynlegt er að fylgja vel eftir og tengjast skilmálum trygginga, kjarasamningi viðkomandi og frekari þáttum. Við slys er ferlið yfirleitt þess eðlis að hin læknisfræðilega nálgun er í forgrunni og aðstoð við einstaklinginn að komast aftur til heilsu. Slíkt gengur þó því miður ekki alltaf eftir, þá vitum við líka að bataferli geta verið mismunandi löng. Það fer eftir eðli áverka, meðferðarmöguleikum og ýmsu fleira. Almenna reglan er sú að reynt er að átta sig á stöðugleikapunkti vanda viðkomandi sem oftar en ekki er að ári liðnu eftir slys eða jafnvel lengur.Ákveðin eðlileg töf Þetta þýðir að það verður ákveðin eðlileg töf á áliti læknis eða vottorði um heilsufar einstaklings í kjölfar slyss þegar verið er að meta afleiðingar þess. Oft er beiðnin send á heimilislækni eða þann lækni sem hefur borið ábyrgð á meðferðinni sem ritar fyrsta vottorð, í framhaldi þarf svo að gera frekara mat sem fer fram t.d. á vegum tryggingarfélaga þar sem iðulega er um að ræða matsgerðir læknis og lögfræðings til að meta miska viðkomandi, örorkustig og fleira. Þessar beiðnir um vottorð hafa undanfarin ár farið að berast fyrr en ella og jafnvel nokkru áður en mögulegt er að meta langtímaáhrif. Læknum hefur þótt það sérkennilegt, en talsvert er gengið á eftir þessum vottorðum enda um hagsmuni bæði skjólstæðinga og lögmanna viðkomandi að ræða. Ákveðinnar óþolinmæði gætir þess vegna, en öllum er ljóst að mönnunarvandi blasir við í heilbrigðiskerfinu og þessi mál njóta ekki forgangs þar. Þessi kerfislægi vandi gerir það að verkum að þessi vottorð eru oftsinnis unnin utan hefðbundins vinnutíma, en flestir læknar eru sammála því að álag vegna slíkra mála hefur aukist undanfarin ár. Það dylst engum réttur sjúklinga í þessu efni, sem er skýr að lækni er skylt að rita vottorð sem beðið er um af hans hálfu og reyna læknar að verða við því eftir fremsta megni.Umræða mikilvæg En að mínu mati, vegna aukins álags og hraða af ofangreindum orsökum, er í auknum mæli óskað eftir útprentun úr sjúkraskýrslum einstaklinga í stað vottorðs. Nú er það svo að lögfræðingur skjólstæðings fær umboð til að leita gagna sem við koma því máli sem hann flytur fyrir skjólstæðing sinn. Þegar læknir ritar vottorð vegna umferðarslyss svo dæmi sé tekið fer hann yfir gögn í sjúkraskrá sem tengjast því máli og tekur afstöðu til fyrra og núverandi heilsufars en lætur óviðkomandi atriði liggja á milli hluta. Þarna er verið að verja einkalíf skjólstæðings, enda geta önnur veikindi verið afar persónuleg og ekki á nokkurn máta verið eðlilegt að lögfræðingur hafi innsýn í þau eins og til dæmis geðsjúkdóma, fóstureyðingar, kynsjúkdóma, krabbamein eða annað slíkt þegar hann er að leita eftir upplýsingum vegna meðhöndlunar við bakáverka eftir umferðarslys. Í mörgum tilvikum er umboð einstaklinga til lögfræðings óskýrt hvað þetta varðar og ættu læknar almennt ekki að prenta út sjúkraskrá einstaklings og senda lögfræðingi hans nema með sérstöku samþykki sjúklings. Mín skoðun er reyndar sú að ekki eigi að prenta út sjúkraskrá og senda frá sér vegna mála sem þessa, heldur rita vottorð þó það taki lengri tíma. Mikilvægt er að taka umræðu um þessi mál og að almenningur átti sig á því hvað er verið að undirrita og þá er ágætt að miðla því til bæði lækna og lögfræðinga að þeir finni ásættanlega lausn sem tryggir afgreiðslu mála og hagsmuni sjúklinga sem best. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Sjá meira
Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að auglýsingar lögfræðistofa og fyrirtækja á þeim vettvangi eru að verða daglegt brauð. Þar er oftar en ekki verið að hvetja fólk til þess að skoða rétt sinn vegna slysa sérstaklega og á það við um bæði umferðar-, frítíma- og vinnuslys. Ekki ætla ég að hafa sérstaka skoðun á því hvort það er góð eða slæm þróun, en ljóst er á umfangi og fjölda þeirra stofa sem gera út á slíka þjónustu að hún hlýtur að borga sig, eða hvað? Einhver sagði að þessi þróun byggði á offramboði lögfræðinga en í Lögmannablaðinu árið 2013 var grein sem bar yfirskriftina „Blikur á lofti í atvinnuhorfum lögfræðinga“ en í þeirri grein kemur fram að á sama tíma og 150 útskrifuðust úr meistaranámi á ári voru 70 skráðir á atvinnuleysisskrá og hefur ástandið farið versnandi ár frá ári undanfarið hvað þetta snertir. Mjög mikið er um gylliboð í slysabransanum, ókeypis ráðgjöf er oft auglýst af hálfu þessara aðila með von um hag ef bætur nást út úr máli viðkomandi einstaklings. Það er gott að verið sé að passa hagsmuni fólks og er ég mjög hlynntur því, en ég vil nota tækifærið og benda á nokkrar staðreyndir í tengslum við mál af þessum toga. Nú er það svo að þegar einstaklingur slasast hefur hann ákveðin réttindi sem nauðsynlegt er að fylgja vel eftir og tengjast skilmálum trygginga, kjarasamningi viðkomandi og frekari þáttum. Við slys er ferlið yfirleitt þess eðlis að hin læknisfræðilega nálgun er í forgrunni og aðstoð við einstaklinginn að komast aftur til heilsu. Slíkt gengur þó því miður ekki alltaf eftir, þá vitum við líka að bataferli geta verið mismunandi löng. Það fer eftir eðli áverka, meðferðarmöguleikum og ýmsu fleira. Almenna reglan er sú að reynt er að átta sig á stöðugleikapunkti vanda viðkomandi sem oftar en ekki er að ári liðnu eftir slys eða jafnvel lengur.Ákveðin eðlileg töf Þetta þýðir að það verður ákveðin eðlileg töf á áliti læknis eða vottorði um heilsufar einstaklings í kjölfar slyss þegar verið er að meta afleiðingar þess. Oft er beiðnin send á heimilislækni eða þann lækni sem hefur borið ábyrgð á meðferðinni sem ritar fyrsta vottorð, í framhaldi þarf svo að gera frekara mat sem fer fram t.d. á vegum tryggingarfélaga þar sem iðulega er um að ræða matsgerðir læknis og lögfræðings til að meta miska viðkomandi, örorkustig og fleira. Þessar beiðnir um vottorð hafa undanfarin ár farið að berast fyrr en ella og jafnvel nokkru áður en mögulegt er að meta langtímaáhrif. Læknum hefur þótt það sérkennilegt, en talsvert er gengið á eftir þessum vottorðum enda um hagsmuni bæði skjólstæðinga og lögmanna viðkomandi að ræða. Ákveðinnar óþolinmæði gætir þess vegna, en öllum er ljóst að mönnunarvandi blasir við í heilbrigðiskerfinu og þessi mál njóta ekki forgangs þar. Þessi kerfislægi vandi gerir það að verkum að þessi vottorð eru oftsinnis unnin utan hefðbundins vinnutíma, en flestir læknar eru sammála því að álag vegna slíkra mála hefur aukist undanfarin ár. Það dylst engum réttur sjúklinga í þessu efni, sem er skýr að lækni er skylt að rita vottorð sem beðið er um af hans hálfu og reyna læknar að verða við því eftir fremsta megni.Umræða mikilvæg En að mínu mati, vegna aukins álags og hraða af ofangreindum orsökum, er í auknum mæli óskað eftir útprentun úr sjúkraskýrslum einstaklinga í stað vottorðs. Nú er það svo að lögfræðingur skjólstæðings fær umboð til að leita gagna sem við koma því máli sem hann flytur fyrir skjólstæðing sinn. Þegar læknir ritar vottorð vegna umferðarslyss svo dæmi sé tekið fer hann yfir gögn í sjúkraskrá sem tengjast því máli og tekur afstöðu til fyrra og núverandi heilsufars en lætur óviðkomandi atriði liggja á milli hluta. Þarna er verið að verja einkalíf skjólstæðings, enda geta önnur veikindi verið afar persónuleg og ekki á nokkurn máta verið eðlilegt að lögfræðingur hafi innsýn í þau eins og til dæmis geðsjúkdóma, fóstureyðingar, kynsjúkdóma, krabbamein eða annað slíkt þegar hann er að leita eftir upplýsingum vegna meðhöndlunar við bakáverka eftir umferðarslys. Í mörgum tilvikum er umboð einstaklinga til lögfræðings óskýrt hvað þetta varðar og ættu læknar almennt ekki að prenta út sjúkraskrá einstaklings og senda lögfræðingi hans nema með sérstöku samþykki sjúklings. Mín skoðun er reyndar sú að ekki eigi að prenta út sjúkraskrá og senda frá sér vegna mála sem þessa, heldur rita vottorð þó það taki lengri tíma. Mikilvægt er að taka umræðu um þessi mál og að almenningur átti sig á því hvað er verið að undirrita og þá er ágætt að miðla því til bæði lækna og lögfræðinga að þeir finni ásættanlega lausn sem tryggir afgreiðslu mála og hagsmuni sjúklinga sem best.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun