Er ríkið að skerða samningsfrelsi stéttarfélaga? María Rúnarsdóttir og Guðfinna Þorvaldsdóttir og Laufey Gissurardóttir skrifa 21. maí 2015 07:00 Í ljósi stöðu kjarasamningaviðræðna BHM við ríkið er full ástæða til að skoða aðstöðu stéttarfélaga innan BHM með tilliti til þess hvort ríkið sé að skerða svigrúm þeirra til að gæta hagsmuna félagsmanna sinna og fá viðræður um kaup þeirra og kjör. Þegar litið er til baka á vinnubrögð ríkisins eftir margra mánaða „samningaviðræður“ ef svo má kalla, er ljóst að engin alvara hefur verið á bak við þær. Það er deginum ljósara að fyrirmæli viðsemjenda okkar eru að draga samningaviðræður á langinn með öllum tiltækum ráðum, þrátt fyrir yfirstandandi verkfallsaðgerðir sem bitna með alvarlegum hætti á fyrirtækjum og almenningi.Samningsréttur að engu hafður En hver ætli ástæðan sé fyrir því að verið sé að draga samningaviðræður á langinn? Svo virðist sem það snúist um það eitt að fjármála- og efnahagsráðherra vill ekki að ríkið sé leiðandi á vinnumarkaði. Hann bíður þögull eftir að samið verði á almennum vinnumarkaði. Nákvæmlega sama staða er því uppi nú og í samningaviðræðunum árið 2014 þegar ákveðið var að gera vopnahlé og skrifað var upp á 2,8% launahækkun. Eina sem er frábrugðið í dag er að BHM var þá á eftir almennum vinnumarkaði að samningaborðinu og komst hvorki lönd né strönd með þá launaprósentu sem samið hafði verið um á almennum vinnumarkaði. Þannig virðist engu skipta hvort félögin semja á undan eða eftir almennum vinnumarkaði, fyrir sína félagsmenn hjá ríki, ekki skal hvikað frá neinu sem samið er um þar af hálfu ríkisins. Samkvæmt þessu er samningsréttur launamanna sem varinn er í 74. gr. stjórnarskrárinnar, 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu sbr. lög nr. 62/1994 og samþykktum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) sem Ísland er bundið af, að engu hafður.Hysji upp um sig buxurnar Ríkið státar sig af því á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins að vera stærsti þekkingarvinnustaður landsins sem bjóði upp á mjög fjölbreytt og krefjandi störf, enda sé starfsemi þess margvísleg að eðli og umfangi. Kröfur BHM hafa m.a. gengið út á það að meta menntun til launa svo að ríkið geti ráðið til sín og haldið í hæft starfsfólk. Ríkið verður að hysja upp um sig buxurnar og viðurkenna rétt starfsmanna sinna til að gera samninga út frá sínum forsendum en ekki forsendum sem ráðast af samningum á almennum vinnumarkaði. Ef ríkið gerir það ekki stefnir í óefni, ríkisstarfsmönnum er gjörsamlega misboðið. Í dag eru um 700 starfsmenn ríkisins í verkfalli. Áhrifin eru margvísleg og alvarleg. Heill spítali hefur lýst yfir neyðarástandi og hafa bændur haldið því fram að um gríðarlegt fjárhagslegt tap sé að ræða svo dæmi séu tekin. Hvernig myndi íslenskt þjóðfélag virka ef allar stéttir innan BHM ákvæðu að fara í aðgerðir, hvað þá ef einstakir starfsmenn myndu taka þá sjálfstæðu ákvörðun að segja störfum sínum lausum vegna framkomu ríkisins og launastefnu? Verður ríkið stærsti þekkingarvinnustaður á landinu með þessu áframhaldi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í ljósi stöðu kjarasamningaviðræðna BHM við ríkið er full ástæða til að skoða aðstöðu stéttarfélaga innan BHM með tilliti til þess hvort ríkið sé að skerða svigrúm þeirra til að gæta hagsmuna félagsmanna sinna og fá viðræður um kaup þeirra og kjör. Þegar litið er til baka á vinnubrögð ríkisins eftir margra mánaða „samningaviðræður“ ef svo má kalla, er ljóst að engin alvara hefur verið á bak við þær. Það er deginum ljósara að fyrirmæli viðsemjenda okkar eru að draga samningaviðræður á langinn með öllum tiltækum ráðum, þrátt fyrir yfirstandandi verkfallsaðgerðir sem bitna með alvarlegum hætti á fyrirtækjum og almenningi.Samningsréttur að engu hafður En hver ætli ástæðan sé fyrir því að verið sé að draga samningaviðræður á langinn? Svo virðist sem það snúist um það eitt að fjármála- og efnahagsráðherra vill ekki að ríkið sé leiðandi á vinnumarkaði. Hann bíður þögull eftir að samið verði á almennum vinnumarkaði. Nákvæmlega sama staða er því uppi nú og í samningaviðræðunum árið 2014 þegar ákveðið var að gera vopnahlé og skrifað var upp á 2,8% launahækkun. Eina sem er frábrugðið í dag er að BHM var þá á eftir almennum vinnumarkaði að samningaborðinu og komst hvorki lönd né strönd með þá launaprósentu sem samið hafði verið um á almennum vinnumarkaði. Þannig virðist engu skipta hvort félögin semja á undan eða eftir almennum vinnumarkaði, fyrir sína félagsmenn hjá ríki, ekki skal hvikað frá neinu sem samið er um þar af hálfu ríkisins. Samkvæmt þessu er samningsréttur launamanna sem varinn er í 74. gr. stjórnarskrárinnar, 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu sbr. lög nr. 62/1994 og samþykktum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) sem Ísland er bundið af, að engu hafður.Hysji upp um sig buxurnar Ríkið státar sig af því á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins að vera stærsti þekkingarvinnustaður landsins sem bjóði upp á mjög fjölbreytt og krefjandi störf, enda sé starfsemi þess margvísleg að eðli og umfangi. Kröfur BHM hafa m.a. gengið út á það að meta menntun til launa svo að ríkið geti ráðið til sín og haldið í hæft starfsfólk. Ríkið verður að hysja upp um sig buxurnar og viðurkenna rétt starfsmanna sinna til að gera samninga út frá sínum forsendum en ekki forsendum sem ráðast af samningum á almennum vinnumarkaði. Ef ríkið gerir það ekki stefnir í óefni, ríkisstarfsmönnum er gjörsamlega misboðið. Í dag eru um 700 starfsmenn ríkisins í verkfalli. Áhrifin eru margvísleg og alvarleg. Heill spítali hefur lýst yfir neyðarástandi og hafa bændur haldið því fram að um gríðarlegt fjárhagslegt tap sé að ræða svo dæmi séu tekin. Hvernig myndi íslenskt þjóðfélag virka ef allar stéttir innan BHM ákvæðu að fara í aðgerðir, hvað þá ef einstakir starfsmenn myndu taka þá sjálfstæðu ákvörðun að segja störfum sínum lausum vegna framkomu ríkisins og launastefnu? Verður ríkið stærsti þekkingarvinnustaður á landinu með þessu áframhaldi?
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun