Opið bréf til Vigdísar Hauksdóttur Sigrún Óskarsdóttir skrifar 21. maí 2015 07:00 Frú Vigdís Hauksdóttir. Ég byrja á því að þakka þér fyrir stuðninginn sem þú sýndir okkur hjúkrunarfræðingum árið 2012 og 2013 þegar við stóðum í uppsögnum vegna deilna um stofnanasamning við ríkið. Þá sýndir þú fullan skilning á því ástandi sem blasti við þá. Þann 23. nóvember 2012 fluttir þú ræðu á Alþingi þar sem þú gerðir málefni hjúkrunarfræðinga að umtalsefni og lýstir yfir áhyggjum af stöðu mála. Þá sagðir þú orðrétt: „Hér á landi starfa 2.800 hjúkrunarfræðingar en fram til ársins 2020 munu 950 hjúkrunarfræðingar fara á lífeyri en einungis 900 koma til starfa. Það leiðir hugann að því að sá fjöldi hjúkrunarfræðinga sem nú er starfandi á vegum íslenska ríkisins og hér á landi er nákvæmlega heildarþörfin hjá Norðmönnum. Þá vantar nú tæplega 3.000 hjúkrunarfræðinga til starfa og árið 2035 verður hjúkrunarfræðingaþörf Norðmanna 28.000, sem eru tíu sinnum fleiri hjúkrunarfræðingar en starfa hér á landi. Það eru alvarleg tíðindi, frú forseti, sérstaklega í ljósi þess að Norðmenn sækja mjög í íslenska hjúkrunarfræðinga. Við eigum frábært starfsfólk og það er ekki nema von að Norðmenn sæki hingað til hjúkrunarfræðinga okkar þegar þörfin úti er svo brýn.“ (https://www.althingi.is/altext/raeda/141/rad20121123T105544.html) Þetta voru orð í tíma töluð. Fækkun í röðum hjúkrunarfræðinga starfandi á vegum ríkisins er raunverulegt vandamál, ekki síður nú en þá og ógnar enn íslensku heilbrigðiskerfi. Þú undirstrikar skilning þinn og áhuga á málefnum hjúkrunarfræðinga þann 24. janúar 2013 en þar segir þú orðrétt á Alþingi: „Komið hefur fram í deilum hjúkrunarfræðinga við ríkið að t.d. sambærileg menntun og hjúkrunarfræðingar eru með er metin 20% meira í Stjórnarráðinu sjálfu. Það eru mjög alvarleg tíðindi að starfsmenn Stjórnarráðsins sem hafa sambærilega menntun og hjúkrunarfræðingar fái 20% meira fyrir sambærileg störf. Ég lít það mjög alvarlegum augum því að hver stjórnar Stjórnarráðinu? Það er ríkisstjórnin sjálf.“ https://www.althingi.is/altext/raeda/141/rad20130124T112359.html) Ég er ánægð með að nú ert þú í ríkisstjórn sjálf.Stéttbundið launamisrétti Þann 27. maí hafa 2.100 hjúkrunarfræðingar, sem starfa samkvæmt kjarasamningi FÍH við fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs, boðað til allsherjarverkfalls. Ástæðuna má m.a. rekja til þess stéttbundna launamisréttis sem ríkir hjá íslenska ríkinu og þú réttilega bendir á í ofangreindri ræðu. Það blæs mér von í brjóst að þú sem meðlimur ríkisstjórnarinnar og formaður fjárlaganefndar skulir styðja svona vel við bak okkar hjúkrunarfræðinga. Nú hefur þú tækifæri til að sýna stuðning þinn í verki. Mig langar að enda þetta bréf á orðum flokksbróður þíns og forsætisráðherra Íslands, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem komst einmitt vel að orði í sömu umræðu á Alþingi og er einmitt mergur málsins er varðar kyn- og stéttbundið launamisrétti hjá ríkinu, sem löngu er orðið tímabært að uppræta. Þar sagði hann orðrétt: „Stór ástæða fyrir því að kjör kvenna eru að jafnaði lakari en kjör karla er að í mjög stórum stéttum þar sem konur eru í miklum meiri hluta hefur ríkisvaldið leyft sér að greiða miklu lægri laun en tilefni er til, og því miður komist upp með það. Nú komast menn líklega ekki upp með það lengur, til að mynda hvað varðar heilbrigðisstarfsmenn, vegna þess að við horfum upp á það að heilbrigðisstarfsmenn, að langmestu leyti konur, streyma einfaldlega til annarra landa, ekki síst Noregs, til að ná sér í betri kjör. Það má kannski segja að sem betur fer komast menn ekki lengur upp með að greiða óeðlilega lág laun fyrir þessi undirstöðustörf.“ (https://www.althingi.is/altext/raeda/141/rad20130124T111258.html) Saman stöndum við vörð um íslenskt heilbrigðiskerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ósnortin víðerni Kristín Bjarnadóttir Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Norræn samvinna Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Frú Vigdís Hauksdóttir. Ég byrja á því að þakka þér fyrir stuðninginn sem þú sýndir okkur hjúkrunarfræðingum árið 2012 og 2013 þegar við stóðum í uppsögnum vegna deilna um stofnanasamning við ríkið. Þá sýndir þú fullan skilning á því ástandi sem blasti við þá. Þann 23. nóvember 2012 fluttir þú ræðu á Alþingi þar sem þú gerðir málefni hjúkrunarfræðinga að umtalsefni og lýstir yfir áhyggjum af stöðu mála. Þá sagðir þú orðrétt: „Hér á landi starfa 2.800 hjúkrunarfræðingar en fram til ársins 2020 munu 950 hjúkrunarfræðingar fara á lífeyri en einungis 900 koma til starfa. Það leiðir hugann að því að sá fjöldi hjúkrunarfræðinga sem nú er starfandi á vegum íslenska ríkisins og hér á landi er nákvæmlega heildarþörfin hjá Norðmönnum. Þá vantar nú tæplega 3.000 hjúkrunarfræðinga til starfa og árið 2035 verður hjúkrunarfræðingaþörf Norðmanna 28.000, sem eru tíu sinnum fleiri hjúkrunarfræðingar en starfa hér á landi. Það eru alvarleg tíðindi, frú forseti, sérstaklega í ljósi þess að Norðmenn sækja mjög í íslenska hjúkrunarfræðinga. Við eigum frábært starfsfólk og það er ekki nema von að Norðmenn sæki hingað til hjúkrunarfræðinga okkar þegar þörfin úti er svo brýn.“ (https://www.althingi.is/altext/raeda/141/rad20121123T105544.html) Þetta voru orð í tíma töluð. Fækkun í röðum hjúkrunarfræðinga starfandi á vegum ríkisins er raunverulegt vandamál, ekki síður nú en þá og ógnar enn íslensku heilbrigðiskerfi. Þú undirstrikar skilning þinn og áhuga á málefnum hjúkrunarfræðinga þann 24. janúar 2013 en þar segir þú orðrétt á Alþingi: „Komið hefur fram í deilum hjúkrunarfræðinga við ríkið að t.d. sambærileg menntun og hjúkrunarfræðingar eru með er metin 20% meira í Stjórnarráðinu sjálfu. Það eru mjög alvarleg tíðindi að starfsmenn Stjórnarráðsins sem hafa sambærilega menntun og hjúkrunarfræðingar fái 20% meira fyrir sambærileg störf. Ég lít það mjög alvarlegum augum því að hver stjórnar Stjórnarráðinu? Það er ríkisstjórnin sjálf.“ https://www.althingi.is/altext/raeda/141/rad20130124T112359.html) Ég er ánægð með að nú ert þú í ríkisstjórn sjálf.Stéttbundið launamisrétti Þann 27. maí hafa 2.100 hjúkrunarfræðingar, sem starfa samkvæmt kjarasamningi FÍH við fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs, boðað til allsherjarverkfalls. Ástæðuna má m.a. rekja til þess stéttbundna launamisréttis sem ríkir hjá íslenska ríkinu og þú réttilega bendir á í ofangreindri ræðu. Það blæs mér von í brjóst að þú sem meðlimur ríkisstjórnarinnar og formaður fjárlaganefndar skulir styðja svona vel við bak okkar hjúkrunarfræðinga. Nú hefur þú tækifæri til að sýna stuðning þinn í verki. Mig langar að enda þetta bréf á orðum flokksbróður þíns og forsætisráðherra Íslands, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem komst einmitt vel að orði í sömu umræðu á Alþingi og er einmitt mergur málsins er varðar kyn- og stéttbundið launamisrétti hjá ríkinu, sem löngu er orðið tímabært að uppræta. Þar sagði hann orðrétt: „Stór ástæða fyrir því að kjör kvenna eru að jafnaði lakari en kjör karla er að í mjög stórum stéttum þar sem konur eru í miklum meiri hluta hefur ríkisvaldið leyft sér að greiða miklu lægri laun en tilefni er til, og því miður komist upp með það. Nú komast menn líklega ekki upp með það lengur, til að mynda hvað varðar heilbrigðisstarfsmenn, vegna þess að við horfum upp á það að heilbrigðisstarfsmenn, að langmestu leyti konur, streyma einfaldlega til annarra landa, ekki síst Noregs, til að ná sér í betri kjör. Það má kannski segja að sem betur fer komast menn ekki lengur upp með að greiða óeðlilega lág laun fyrir þessi undirstöðustörf.“ (https://www.althingi.is/altext/raeda/141/rad20130124T111258.html) Saman stöndum við vörð um íslenskt heilbrigðiskerfi.
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun