Að slátra gullgæsinni Árni Páll Árnason skrifar 27. maí 2015 07:00 Tillaga stjórnarmeirihlutans um að fjölga virkjunarkostum án þess að gætt sé réttra reglna getur sett arð þjóðarinnar af orkuauðlindum í uppnám. Forsenda mikils arðs af orkuauðlindunum er að um græna orku sé að ræða – orku sem sé betri og hafi minni neikvæð umhverfisáhrif en orka sem búin er til með jarðefnaeldsneyti, kolum, kjarnorku eða með öðrum hætti sem gengur á umhverfið. Þess vegna getum við gert okkur vonir um hærra orkuverð en öðrum býðst. En orka verður ekki græn af engu. Hún verður græn vegna þess að hennar er aflað á sjálfbærum forsendum í sátt við umhverfið. Í því felst að byggt sé á bestu fáanlegu þekkingu og rannsóknum og hagkvæmustu tækni sé beitt. Í því felst líka að ákvarðanir um nýtingu orkunnar þarf að taka í samræmi við lög og reglur um náttúruvernd og mat á umhverfisáhrifum. Ef menn kjósa að viðhafa skemmri skírn í þessum efnum og stytta sér leið fram hjá lögbundnum leiðum bjóða menn heim þeirri hættu að orka sem þannig er aflað verði óseljanleg sem græn orka. Við höfum nýlegt víti að varast þegar þorskkvóti var aukinn umfram ráðgjöf fiskifræðinga á síðasta áratug. Þá, eins og nú, vildu menn ná sér í skjótfenginn gróða með því að stytta sér leið fram hjá lögbundnum ferlum. Þá varð niðurstaðan hins vegar stórfellt þjóðhagslegt tap. Fiskverð féll í kjölfarið, því forsenda hins háa verðs sem við nutum á alþjóðlegum fiskmörkuðum reyndist vera sú að nýtingarstefnan væri byggð á vísindalegum og sjálfbærum forsendum. Kann það sama að gilda um orkuauðlindina? Rányrkjan hefur sem sagt áður leitt til verðfalls. Ætlum við í alvöru að taka áhættu af þeim toga með orkuauðlindir okkar? Endum við kannski í þeirri stöðu að orkan úr þeim virkjunum sem meirihluti atvinnuveganefndar vill nú fautast með í gegnum þingið fram hjá réttum lögum og vísindalegum rannsóknum verði um aldur og ævi afsláttarorka og þannig óbrotgjarn minnisvarði um skammsýni stjórnarmeirihlutans? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Tillaga stjórnarmeirihlutans um að fjölga virkjunarkostum án þess að gætt sé réttra reglna getur sett arð þjóðarinnar af orkuauðlindum í uppnám. Forsenda mikils arðs af orkuauðlindunum er að um græna orku sé að ræða – orku sem sé betri og hafi minni neikvæð umhverfisáhrif en orka sem búin er til með jarðefnaeldsneyti, kolum, kjarnorku eða með öðrum hætti sem gengur á umhverfið. Þess vegna getum við gert okkur vonir um hærra orkuverð en öðrum býðst. En orka verður ekki græn af engu. Hún verður græn vegna þess að hennar er aflað á sjálfbærum forsendum í sátt við umhverfið. Í því felst að byggt sé á bestu fáanlegu þekkingu og rannsóknum og hagkvæmustu tækni sé beitt. Í því felst líka að ákvarðanir um nýtingu orkunnar þarf að taka í samræmi við lög og reglur um náttúruvernd og mat á umhverfisáhrifum. Ef menn kjósa að viðhafa skemmri skírn í þessum efnum og stytta sér leið fram hjá lögbundnum leiðum bjóða menn heim þeirri hættu að orka sem þannig er aflað verði óseljanleg sem græn orka. Við höfum nýlegt víti að varast þegar þorskkvóti var aukinn umfram ráðgjöf fiskifræðinga á síðasta áratug. Þá, eins og nú, vildu menn ná sér í skjótfenginn gróða með því að stytta sér leið fram hjá lögbundnum ferlum. Þá varð niðurstaðan hins vegar stórfellt þjóðhagslegt tap. Fiskverð féll í kjölfarið, því forsenda hins háa verðs sem við nutum á alþjóðlegum fiskmörkuðum reyndist vera sú að nýtingarstefnan væri byggð á vísindalegum og sjálfbærum forsendum. Kann það sama að gilda um orkuauðlindina? Rányrkjan hefur sem sagt áður leitt til verðfalls. Ætlum við í alvöru að taka áhættu af þeim toga með orkuauðlindir okkar? Endum við kannski í þeirri stöðu að orkan úr þeim virkjunum sem meirihluti atvinnuveganefndar vill nú fautast með í gegnum þingið fram hjá réttum lögum og vísindalegum rannsóknum verði um aldur og ævi afsláttarorka og þannig óbrotgjarn minnisvarði um skammsýni stjórnarmeirihlutans?
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun