Blessað stríðið Þorvaldur Gylfason skrifar 4. júní 2015 00:01 Heimsstyrjöldin síðari lyfti heimsbúskapnum upp úr djúpri kreppu sem hafði staðið nær óslitið í tíu ár, 1929-1939. Hægt hefði verið að sigrast á kreppunni löngu fyrr, hefðu stjórnvöld vitað sem var að aukin útgjöld almannavaldsins í hvaða skyni sem er, t.d. til velferðarmála, hefðu haft engu síður örvandi áhrif á efnahagslífið en aukin hernaðarútgjöld. Almenn vitneskja um þetta samhengi festi ekki rætur fyrr en eftir stríð. Það er ekki sízt þessari vitneskju að þakka að efnahagslægðin sem hófst í Bandaríkjunum 2007-2008 varð ekki að djúpri kreppu. Nú er aftur komin á full atvinna þar vestra.Ísland 1939 Íslendingar voru 120.000 þegar stríðið brauzt út haustið 1939. Landið var fátækt og frumstætt. Næstum helmingur mannaflans vann við landbúnað og sjávarútveg borið saman við 7% nú. Kreppuárin reyndust erfið. Útflutningstekjur skruppu saman bæði vegna verðfalls og sölutregðu. Höft og skömmtun mörkuðu hagstjórnina. Sumir töldu landið ramba á barmi gjaldþrots. Haustið 1939 voru 800 manns á atvinnuleysisskrá í Reykjavík. Það var mikill fjöldi. Til viðmiðunar voru 364 skráðir atvinnulausir í Reykjavík haustið 1969 þegar síldin hvarf. Í Reykjavík gáfu kirkjusöfnuðir atvinnuleysingjum súpu til að forða þeim frá hungri og vannæringu líkt og í Bandaríkjunum og Halldór Laxness lýsti í Alþýðubókinni. Það var hiti í mönnum. Gúttóslagurinn 1932 bar vitni. Þegar Bretar hernámu Ísland vorið 1940 var eins og ský drægi frá sólu. Bretavinnan fækkaði atvinnulausum í Reykjavík úr 800 í 100 fyrsta árið og í 21 lýðveldisárið 1944. Útflutningstekjur tóku fjörkipp strax 1940. Batinn hélt áfram eftir að Bandaríkjamenn tóku við hlutverki Breta 1941. Peningar, tól og tæki, ný tækni og ný verkkunnátta streymdu inn í landið sem aldrei fyrr. Innstreymið hélt áfram að stríði loknu í krafti Keflavíkursamningsins 1946 um rekstur flugvallarins og síðan varnarsamnings landanna 1951. Þessir samningar greiddu fyrir sölu íslenzkra afurða erlendis og aðild Íslands að Marshall-aðstoðinni 1948-1953. Hún gerði Íslendingum t.d. kleift að reisa Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi 1958. Stofnaðild Íslands að Nató var samþykkt á Alþingi 1949. Ákvörðunin var ekki borin undir þjóðaratkvæði. Hefði það verið gert, hefðu samskipti milli öndverðra fylkinga væntanlega orðið kurteislegri á kaldastríðsárunum fram yfir 1990. Úlfúðin á vettvangi stjórnmálanna hefði þá kannski orðið minni. Úlfúð spillir.Hervarnir, hermang Þegar Alþingi samþykkti aðildina að Nató 1949 og varnarsamninginn 1951 var samþykktin ekki reist á vandlegri athugun á kostum og göllum. Hugsunin var heldur þessi: Í Nató eru Bandaríkjamenn, Bretar, Danir, Norðmenn og flestir aðrir nánustu bandamenn Íslendinga, svo þarna á Ísland heima. Gróðabrallið kom síðar þegar menn sáu að hægt var að græða á hernum – og svindla. Kristján Pétursson löggæzlumaður segir í bók sinni Margir vildu hann feigan (1990) frá innflutningi stórvirkra vinnuvéla til landsins gjaldfrjálst í gegnum herstöðina þótt þeim væri ætlað hlutverk utan hennar, en það var látið afskiptalaust. Eina stóra málið sem Kristján rannsakaði í tengslum við hermangið og kom til kasta dómstóla var olíumálið, eitt mesta fjársvikamál lýðveldissögunnar. Þar var fv. utanríkisráðherra, seðlabankastjóri og stjórnarformaður Olíufélagsins fundinn sekur í Hæstarétti, en sök hans var fyrnd. Aðrir stjórnarmenn fengu væga sektardóma. Framkvæmdastjóri var dæmdur til fangavistar. Hermangið og óbein aðild þriggja stjórnmálaflokka að því spillti flokkunum og mannvalinu þar og varðaði veginn að rangsleitninni og spillingunni sem fylgt hafa fiskveiðistjórninni, einkavæðingu bankanna o.fl., og þá um leið að hruninu 2008. Þetta er skuggahlið málsins. Bjarta hliðin skiptir þó einnig máli. Ísland vandist nánu samstarfi við erlend ríki og átti því auðveldara en ella með að ganga inn í EFTA 1970 og EES 1994. Íslendingar hafa aldrei þurft að gegna herskyldu. Við bættist beinn efnahagsávinningur. Hreinar tekjur af varnarsamstarfinu við Bandaríkin námu um 2% af landsframleiðslu á ári að jafnaði þau 60 ár sem samstarfið stóð. Flokkarnir þrír sem stóðu að varnarsamstarfinu við Bandaríkin gerðu þó jafnan lítið úr efnahagshlið málsins og hermanginu.Ekkert plan B Þegar Bandaríkjastjórn ákvað einhliða að hverfa með lið sitt frá Keflavík 2006 gegn óskum ríkisstjórnar Íslands kom í ljós að Íslendingar höfðu enga varaáætlun um varnir, ekkert plan B. Andstæðingar varnarsamstarfsins gátu þá sagt: „Þarna sjáið þið. Varnarsamstarfið snerist ekki um varnir, heldur peninga.“ Ísland hefur nú verið varnarlaust, þ.e. herlaust, í bráðum tíu ár, eitt örfárra fullvalda ríkja í heiminum. Danir, Finnar, Norðmenn og Svíar verja nú 3% til 4% af ríkisútgjöldum til varnarmála, en Íslendingar næstum engu. Dönum þykir líkt og Eystrasaltsþjóðunum öruggast að vera bæði í Nató og ESB. Finnar og Svíar íhuga nú aðild að Nató. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Þorvaldur Gylfason Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Heimsstyrjöldin síðari lyfti heimsbúskapnum upp úr djúpri kreppu sem hafði staðið nær óslitið í tíu ár, 1929-1939. Hægt hefði verið að sigrast á kreppunni löngu fyrr, hefðu stjórnvöld vitað sem var að aukin útgjöld almannavaldsins í hvaða skyni sem er, t.d. til velferðarmála, hefðu haft engu síður örvandi áhrif á efnahagslífið en aukin hernaðarútgjöld. Almenn vitneskja um þetta samhengi festi ekki rætur fyrr en eftir stríð. Það er ekki sízt þessari vitneskju að þakka að efnahagslægðin sem hófst í Bandaríkjunum 2007-2008 varð ekki að djúpri kreppu. Nú er aftur komin á full atvinna þar vestra.Ísland 1939 Íslendingar voru 120.000 þegar stríðið brauzt út haustið 1939. Landið var fátækt og frumstætt. Næstum helmingur mannaflans vann við landbúnað og sjávarútveg borið saman við 7% nú. Kreppuárin reyndust erfið. Útflutningstekjur skruppu saman bæði vegna verðfalls og sölutregðu. Höft og skömmtun mörkuðu hagstjórnina. Sumir töldu landið ramba á barmi gjaldþrots. Haustið 1939 voru 800 manns á atvinnuleysisskrá í Reykjavík. Það var mikill fjöldi. Til viðmiðunar voru 364 skráðir atvinnulausir í Reykjavík haustið 1969 þegar síldin hvarf. Í Reykjavík gáfu kirkjusöfnuðir atvinnuleysingjum súpu til að forða þeim frá hungri og vannæringu líkt og í Bandaríkjunum og Halldór Laxness lýsti í Alþýðubókinni. Það var hiti í mönnum. Gúttóslagurinn 1932 bar vitni. Þegar Bretar hernámu Ísland vorið 1940 var eins og ský drægi frá sólu. Bretavinnan fækkaði atvinnulausum í Reykjavík úr 800 í 100 fyrsta árið og í 21 lýðveldisárið 1944. Útflutningstekjur tóku fjörkipp strax 1940. Batinn hélt áfram eftir að Bandaríkjamenn tóku við hlutverki Breta 1941. Peningar, tól og tæki, ný tækni og ný verkkunnátta streymdu inn í landið sem aldrei fyrr. Innstreymið hélt áfram að stríði loknu í krafti Keflavíkursamningsins 1946 um rekstur flugvallarins og síðan varnarsamnings landanna 1951. Þessir samningar greiddu fyrir sölu íslenzkra afurða erlendis og aðild Íslands að Marshall-aðstoðinni 1948-1953. Hún gerði Íslendingum t.d. kleift að reisa Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi 1958. Stofnaðild Íslands að Nató var samþykkt á Alþingi 1949. Ákvörðunin var ekki borin undir þjóðaratkvæði. Hefði það verið gert, hefðu samskipti milli öndverðra fylkinga væntanlega orðið kurteislegri á kaldastríðsárunum fram yfir 1990. Úlfúðin á vettvangi stjórnmálanna hefði þá kannski orðið minni. Úlfúð spillir.Hervarnir, hermang Þegar Alþingi samþykkti aðildina að Nató 1949 og varnarsamninginn 1951 var samþykktin ekki reist á vandlegri athugun á kostum og göllum. Hugsunin var heldur þessi: Í Nató eru Bandaríkjamenn, Bretar, Danir, Norðmenn og flestir aðrir nánustu bandamenn Íslendinga, svo þarna á Ísland heima. Gróðabrallið kom síðar þegar menn sáu að hægt var að græða á hernum – og svindla. Kristján Pétursson löggæzlumaður segir í bók sinni Margir vildu hann feigan (1990) frá innflutningi stórvirkra vinnuvéla til landsins gjaldfrjálst í gegnum herstöðina þótt þeim væri ætlað hlutverk utan hennar, en það var látið afskiptalaust. Eina stóra málið sem Kristján rannsakaði í tengslum við hermangið og kom til kasta dómstóla var olíumálið, eitt mesta fjársvikamál lýðveldissögunnar. Þar var fv. utanríkisráðherra, seðlabankastjóri og stjórnarformaður Olíufélagsins fundinn sekur í Hæstarétti, en sök hans var fyrnd. Aðrir stjórnarmenn fengu væga sektardóma. Framkvæmdastjóri var dæmdur til fangavistar. Hermangið og óbein aðild þriggja stjórnmálaflokka að því spillti flokkunum og mannvalinu þar og varðaði veginn að rangsleitninni og spillingunni sem fylgt hafa fiskveiðistjórninni, einkavæðingu bankanna o.fl., og þá um leið að hruninu 2008. Þetta er skuggahlið málsins. Bjarta hliðin skiptir þó einnig máli. Ísland vandist nánu samstarfi við erlend ríki og átti því auðveldara en ella með að ganga inn í EFTA 1970 og EES 1994. Íslendingar hafa aldrei þurft að gegna herskyldu. Við bættist beinn efnahagsávinningur. Hreinar tekjur af varnarsamstarfinu við Bandaríkin námu um 2% af landsframleiðslu á ári að jafnaði þau 60 ár sem samstarfið stóð. Flokkarnir þrír sem stóðu að varnarsamstarfinu við Bandaríkin gerðu þó jafnan lítið úr efnahagshlið málsins og hermanginu.Ekkert plan B Þegar Bandaríkjastjórn ákvað einhliða að hverfa með lið sitt frá Keflavík 2006 gegn óskum ríkisstjórnar Íslands kom í ljós að Íslendingar höfðu enga varaáætlun um varnir, ekkert plan B. Andstæðingar varnarsamstarfsins gátu þá sagt: „Þarna sjáið þið. Varnarsamstarfið snerist ekki um varnir, heldur peninga.“ Ísland hefur nú verið varnarlaust, þ.e. herlaust, í bráðum tíu ár, eitt örfárra fullvalda ríkja í heiminum. Danir, Finnar, Norðmenn og Svíar verja nú 3% til 4% af ríkisútgjöldum til varnarmála, en Íslendingar næstum engu. Dönum þykir líkt og Eystrasaltsþjóðunum öruggast að vera bæði í Nató og ESB. Finnar og Svíar íhuga nú aðild að Nató.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar