Þess vegna er betra að semja Árni Páll Árnason skrifar 15. júní 2015 00:00 Nú hafa verið sett lög á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga. Það gæti í fljótu bragði virst vera lausn á bráðum vanda sem skapast hefur á sjúkrahúsum landsins, en til lengri tíma litið er ekki um lausn að ræða. Hvers vegna ekki? Lykilorðin eru jafnrétti, jafnræði og virðing fyrir menntun. Stjórnvöldum ber að minnka kynbundinn launamun. Krafa hjúkrunarfræðinga er að fá sambærileg laun og sambærilegar karlastéttir. Hjúkrunarfræðingar meta að fjögurra ára háskólanám þeirra skili aðeins um 80 prósentum af þeim launum sem hefðbundin karlastétt með hliðstæða menntun aflar. Á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna og 40 ára afmæli kvennafrídagsins ætlar ríkisstjórnin því að festa enn frekar í sessi kynbundinn launamun. Á stjórnvöldum hvílir sú skylda að semja við opinbera starfsmenn og stuðla að ábyrgum kjarasamningum á almennum vinnumarkaði sem stuðla að stöðugleika. Á rúmu ári hefur ríkisstjórnin hins vegar klúðrað samningum við eigin viðsemjendur og beitt lögum á verkföll fimm sinnum. Þegar ríkisstjórnin veitti læknum einum bætur fyrir gengisfellingu krónunnar hófst hrunadans sem aldrei gat annað en farið illa. Við getum ekki veitt fámennum hópi forréttindastöðu en látið fjöldann bera tjónið af krónunni. Ef krónan er svona frábær eiga allir að geta búið við afleiðingar gengisfellingar hennar – líka læknar. Ef launastefna ríkisstjórnarinnar er svo handahófskennd að þjóðfélagið þolir ekki að samið sé með sama hætti við hjúkrunarfræðinga og BHM er rétt að ríkisstjórnin segi það bara hreint út. Almenningur situr uppi með afleiðingarnar sem eru fólksflótti úr opinberum störfum og veikara heilbrigðiskerfi. Stjórnvöld eiga að virða menntun til launa. Við viljum vera skapandi og nútímalegt samfélag og við leggjum áherslu á menntun. Því fylgir að skapa þarf störf við hæfi og greiða laun sem gera menntun þess virði að sækja. Forgangsverkefni stjórnvalda á að vera uppbygging á öflugri opinberri þjónustu sem býður starfsfólki sambærileg kjör og í nágrannalöndunum og almenningi sömu gæði. Við viljum fjölbreytni í atvinnulífinu og fá hlut í arði af auðlindum landsins til að létta skattbyrði venjulegs fólks. Það var loforð Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar og það verða verkefni nýrrar ríkisstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Nú hafa verið sett lög á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga. Það gæti í fljótu bragði virst vera lausn á bráðum vanda sem skapast hefur á sjúkrahúsum landsins, en til lengri tíma litið er ekki um lausn að ræða. Hvers vegna ekki? Lykilorðin eru jafnrétti, jafnræði og virðing fyrir menntun. Stjórnvöldum ber að minnka kynbundinn launamun. Krafa hjúkrunarfræðinga er að fá sambærileg laun og sambærilegar karlastéttir. Hjúkrunarfræðingar meta að fjögurra ára háskólanám þeirra skili aðeins um 80 prósentum af þeim launum sem hefðbundin karlastétt með hliðstæða menntun aflar. Á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna og 40 ára afmæli kvennafrídagsins ætlar ríkisstjórnin því að festa enn frekar í sessi kynbundinn launamun. Á stjórnvöldum hvílir sú skylda að semja við opinbera starfsmenn og stuðla að ábyrgum kjarasamningum á almennum vinnumarkaði sem stuðla að stöðugleika. Á rúmu ári hefur ríkisstjórnin hins vegar klúðrað samningum við eigin viðsemjendur og beitt lögum á verkföll fimm sinnum. Þegar ríkisstjórnin veitti læknum einum bætur fyrir gengisfellingu krónunnar hófst hrunadans sem aldrei gat annað en farið illa. Við getum ekki veitt fámennum hópi forréttindastöðu en látið fjöldann bera tjónið af krónunni. Ef krónan er svona frábær eiga allir að geta búið við afleiðingar gengisfellingar hennar – líka læknar. Ef launastefna ríkisstjórnarinnar er svo handahófskennd að þjóðfélagið þolir ekki að samið sé með sama hætti við hjúkrunarfræðinga og BHM er rétt að ríkisstjórnin segi það bara hreint út. Almenningur situr uppi með afleiðingarnar sem eru fólksflótti úr opinberum störfum og veikara heilbrigðiskerfi. Stjórnvöld eiga að virða menntun til launa. Við viljum vera skapandi og nútímalegt samfélag og við leggjum áherslu á menntun. Því fylgir að skapa þarf störf við hæfi og greiða laun sem gera menntun þess virði að sækja. Forgangsverkefni stjórnvalda á að vera uppbygging á öflugri opinberri þjónustu sem býður starfsfólki sambærileg kjör og í nágrannalöndunum og almenningi sömu gæði. Við viljum fjölbreytni í atvinnulífinu og fá hlut í arði af auðlindum landsins til að létta skattbyrði venjulegs fólks. Það var loforð Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar og það verða verkefni nýrrar ríkisstjórnar.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar