Eiginmaður úsbeksku konunnar sem fékk dvalarleyfi hérlendis og Fréttablaðið sagði frá í síðustu viku fékk einnig dvalarleyfi á grundvelli sérstakra tengsla við landið í gær.
Maðurinn á með konunni dóttur sem kom hingað til lands sem flóttamaður með manni sínum og tveimur börnum. Dóttirin eignaðist með manni sínum eitt barn hérlendis.
Maðurinn beitti dótturina ofbeldi. Þegar hún kærði ofbeldið flúði maðurinn land og skildi hana eftir eina með þrjú börn.
Móðir hennar kom til landsins í framhaldinu til að sinna dótturinni og þremur barnabörnum sínum en eftir rúmlega tveggja ára vist hérlendis ákvað Útlendingastofnun að endurnýja ekki dvalarleyfi hennar. Þeim úrskurði hnekkti kærunefnd útlendingamála og fékk konan dvalarleyfi.
Nú hefur faðirinn, afi barnanna, fengið dvalarleyfi á sömu forsendum og móðirin, á grundvelli sérstakra tengsla við landið.
„Þetta eru frábærar fréttir fyrir minn umbjóðanda og fjölskylduna alla. Ég heyrði í dótturinni í morgun sem var himinlifandi og sagði að mér hefði tekist það sem allir sögðu vera vonlaust,“ segir Kristrún Elsa Harðardóttir, lögmaður mannsins.
Tókst það sem allir sögðu vera vonlaust
Tengdar fréttir
Fær að vera áfram hjá barnabörnunum
Kærunefnd útlendingamála sneri við úrskurði Útlendingastofnunar um endurnýjun dvalarleyfis.