Flugfélögin krefjast skattalækkana Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. júní 2015 08:00 Michael O'Leary segir nauðsynlegt að flugfélögin láti í sér heyra. Þau hafi ekki talað einum rómi. Nordicphotos/afp Æðstu yfirmenn fimm stærstu flugfélaga í Evrópu hafa snúið bökum saman. Þeir hvetja framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til að styðja við bakið á flugfélögum með því að lækka skatta og minnka kostnað þeirra. Yfirmenn IAG, easyJet, Ryanair, Air France-KLM og Lufthansa hittust í Brussel í gær. Á fundi sínum skoruðu þau á Violetu Bulc, yfirmann samgöngumála hjá Evrópusambandinu, að beita sér fyrir þessu. Telegraph segir að yfirmenn þessara fimm félaga séu vanari því að deila innbyrðis um markaðinn. Auk þess sem þeir vilja lækka skatta vilja þeir að Evrópusambandið beiti sér fyrir því að dregið verði úr þeim skaða sem verkfall flugumferðarstjóra hefur valdið og skera niður gjöld sem flugvellir taka af flugfélögunum. Bulc tók við hlutverki yfirmanns flugmála í nóvember. Búist er við að hún muni kynna stefnumótun í flugmálum síðar á þessu ári. Michael O'Leary, forstjóri Ryanair, segir að nauðsynlegt sé að flugvélögin láti í sér heyra í aðdragandanum að því. „Við þurfum að láta í okkur heyra vegna þess að við höfum talað ólíkum röddum á liðnum árum,“ sagði hann. O'Leary tók þó fram að flugfélögin væru ekki sammála í einu og öllu. Flugfélögin ætla að stofna ný hagsmunasamtök sem hafi tekið til starfa í október og muni eiga samskipti við Evrópusambandið. Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Æðstu yfirmenn fimm stærstu flugfélaga í Evrópu hafa snúið bökum saman. Þeir hvetja framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til að styðja við bakið á flugfélögum með því að lækka skatta og minnka kostnað þeirra. Yfirmenn IAG, easyJet, Ryanair, Air France-KLM og Lufthansa hittust í Brussel í gær. Á fundi sínum skoruðu þau á Violetu Bulc, yfirmann samgöngumála hjá Evrópusambandinu, að beita sér fyrir þessu. Telegraph segir að yfirmenn þessara fimm félaga séu vanari því að deila innbyrðis um markaðinn. Auk þess sem þeir vilja lækka skatta vilja þeir að Evrópusambandið beiti sér fyrir því að dregið verði úr þeim skaða sem verkfall flugumferðarstjóra hefur valdið og skera niður gjöld sem flugvellir taka af flugfélögunum. Bulc tók við hlutverki yfirmanns flugmála í nóvember. Búist er við að hún muni kynna stefnumótun í flugmálum síðar á þessu ári. Michael O'Leary, forstjóri Ryanair, segir að nauðsynlegt sé að flugvélögin láti í sér heyra í aðdragandanum að því. „Við þurfum að láta í okkur heyra vegna þess að við höfum talað ólíkum röddum á liðnum árum,“ sagði hann. O'Leary tók þó fram að flugfélögin væru ekki sammála í einu og öllu. Flugfélögin ætla að stofna ný hagsmunasamtök sem hafi tekið til starfa í október og muni eiga samskipti við Evrópusambandið.
Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira