Sæstrengur þyrfti ekki að kalla á stórfelldar virkjanir 23. júní 2015 00:00 Í umræðum um raforkusæstreng til Bretlands hefur því verið haldið fram að til að sjá slíkum streng fyrir raforku þyrfti að fara í umfangsmiklar virkjanaframkvæmdir og reisa jafnvel sem nemur 1-2 Kárahnjúkavirkjunum. Sannleikurinn er hins vegar sá, að slíkar virkjanaframkvæmdir væru ekki nauðsynlegar, samkvæmt sviðsmynd Landsvirkjunar á orkuöflun fyrir 1.000 MW sæstreng, sem farið verður yfir í þessari grein. Í þessu samhengi er einnig nærtækt að líta til reynslu frænda okkar Norðmanna, sem nýlega hafa lagt sæstrengi til Hollands og Danmerkur og eru með tvo aðra í bígerð; annan til Bretlands og hinn til Þýskalands. Þetta hafa þeir gert án þess að leggja í nýjar stórfelldar virkjanaframkvæmdir.Orkuþörf sæstrengs Landsvirkjun gerir ráð fyrir að sæstrengur þyrfti um 5,0 TWst af raforku árlega. Í vatnsríkum árum gæti útflutningur verið meiri og í þurrum og köldum árum minni. Til samanburðar er orkugeta Kárahnjúkavirkjunar 5,0 TWst og Hellisheiðarvirkjunar 2,5 TWst. 70% orkuöflunar óhefðbundin Sérkenni sæstrengs fyrir Ísland er að hann veitir aðgang að nýjum, stórum og sveigjanlegum markaði fyrir útflutning á rafmagni sem þegar er til, en er nú læst inni vegna einangrunar íslenska markaðarins. Með bættri nýtingu kerfisins, án nýrra virkjana, væri hægt að fá um 2,0 TWst, eða 40% af orkuþörf sæstrengs. Vindorka og smærri virkjunarkostir gætu gefið um 1,5 TWst eða 30%. Nýjar jarðvarma- og vatnsaflsvirkjanir úr nýtingarflokki rammaáætlunar gætu gefið um 1,5 TWst eða 30%. Því má segja að um 70% orkuöflunar væru óhefðbundin fyrir núverandi kerfi en 30% hefðbundin orkuöflun með nýjum jarðvarma- og vatnsaflsvirkjunum.Bætt nýting Til að tryggja orkuöryggi á Íslandi miðast hönnun raforkukerfisins við að hægt sé að tryggja orkuafhendingu í þurrum og köldum árum. Af þessum sökum renna að jafnaði um 10% af vatni ónotuð framhjá virkjunum til sjávar í fullseldu kerfi og fer framhjárennsli vaxandi með aukinni hlýnun jarðar. Að auki taka viðskiptavinir Landsvirkjunar ekki alla orku sem Landsvirkjun hefur skuldbundið sig til að afhenda og er magnið breytilegt eftir árum, en skilar sér í um 2-3% auknu framhjárennsli. Sömuleiðis er almennt til einhver óseld orka í kerfinu frá nýbyggðum virkjunum sem eftir á að semja um sölu á. Sæstrengur opnar því möguleika á að bæta verulega nýtingu íslenska raforkukerfisins. Rúmlega helmingur af 2,0 TWst er þegar í hendi, eða jafngildi rúmlega einnar Blönduvirkjunar. Með því að stækka núverandi vatnsaflsvirkjanir til að tryggja sveigjanlega afhendingu um sæstreng má nýta vatn sem rennur framhjá virkjunum. Að auki yrði nýting vatns í framtíðarvatnsaflsvirkjunum betri.Vindur og smærri virkjanir Vegna þess hve raforkuverð fyrir endurnýjanlega orku er hátt í Bretlandi myndi sæstrengur gera Íslendingum kleift að nýta dýrari orkukosti en við gerum í dag. Þetta eru orkukostir eins og vindorka og smærri og dýrari virkjunarkostir í bæði jarðvarma og vatnsafli. Vindorka getur þar spilað stórt hlutverk, en einnig er líklegt að framþróun verði í smærri vatnsaflsvirkjunum, nýtingu jarðvarma við lægra hitastig og borun niður á meira dýpi í háhitakerfum. Með sæstreng og stækkunum á núverandi vatnsaflsvirkjunum er tækifæri til að hefja kröftugri nýtingu á vindorku en ella.Ekki tímabært að taka ákvörðun Margt bendir til þess að um arðsamt verkefni geti verið að ræða sem muni auka orkuöryggi á Íslandi og gera okkur kleift að nýta betur auðlindir okkar. Hins vegar eru margir óvissuþættir til staðar og ekki hægt á þessari stundu að taka ákvörðun um hvort eða hvenær sæstrengur verði lagður frá Íslandi. Landsvirkjun hefur lagt til að á næstu 2-3 árum verði gerð ítarleg greining á kostum og göllum þess að tengja Ísland við raforkukerfi Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðum um raforkusæstreng til Bretlands hefur því verið haldið fram að til að sjá slíkum streng fyrir raforku þyrfti að fara í umfangsmiklar virkjanaframkvæmdir og reisa jafnvel sem nemur 1-2 Kárahnjúkavirkjunum. Sannleikurinn er hins vegar sá, að slíkar virkjanaframkvæmdir væru ekki nauðsynlegar, samkvæmt sviðsmynd Landsvirkjunar á orkuöflun fyrir 1.000 MW sæstreng, sem farið verður yfir í þessari grein. Í þessu samhengi er einnig nærtækt að líta til reynslu frænda okkar Norðmanna, sem nýlega hafa lagt sæstrengi til Hollands og Danmerkur og eru með tvo aðra í bígerð; annan til Bretlands og hinn til Þýskalands. Þetta hafa þeir gert án þess að leggja í nýjar stórfelldar virkjanaframkvæmdir.Orkuþörf sæstrengs Landsvirkjun gerir ráð fyrir að sæstrengur þyrfti um 5,0 TWst af raforku árlega. Í vatnsríkum árum gæti útflutningur verið meiri og í þurrum og köldum árum minni. Til samanburðar er orkugeta Kárahnjúkavirkjunar 5,0 TWst og Hellisheiðarvirkjunar 2,5 TWst. 70% orkuöflunar óhefðbundin Sérkenni sæstrengs fyrir Ísland er að hann veitir aðgang að nýjum, stórum og sveigjanlegum markaði fyrir útflutning á rafmagni sem þegar er til, en er nú læst inni vegna einangrunar íslenska markaðarins. Með bættri nýtingu kerfisins, án nýrra virkjana, væri hægt að fá um 2,0 TWst, eða 40% af orkuþörf sæstrengs. Vindorka og smærri virkjunarkostir gætu gefið um 1,5 TWst eða 30%. Nýjar jarðvarma- og vatnsaflsvirkjanir úr nýtingarflokki rammaáætlunar gætu gefið um 1,5 TWst eða 30%. Því má segja að um 70% orkuöflunar væru óhefðbundin fyrir núverandi kerfi en 30% hefðbundin orkuöflun með nýjum jarðvarma- og vatnsaflsvirkjunum.Bætt nýting Til að tryggja orkuöryggi á Íslandi miðast hönnun raforkukerfisins við að hægt sé að tryggja orkuafhendingu í þurrum og köldum árum. Af þessum sökum renna að jafnaði um 10% af vatni ónotuð framhjá virkjunum til sjávar í fullseldu kerfi og fer framhjárennsli vaxandi með aukinni hlýnun jarðar. Að auki taka viðskiptavinir Landsvirkjunar ekki alla orku sem Landsvirkjun hefur skuldbundið sig til að afhenda og er magnið breytilegt eftir árum, en skilar sér í um 2-3% auknu framhjárennsli. Sömuleiðis er almennt til einhver óseld orka í kerfinu frá nýbyggðum virkjunum sem eftir á að semja um sölu á. Sæstrengur opnar því möguleika á að bæta verulega nýtingu íslenska raforkukerfisins. Rúmlega helmingur af 2,0 TWst er þegar í hendi, eða jafngildi rúmlega einnar Blönduvirkjunar. Með því að stækka núverandi vatnsaflsvirkjanir til að tryggja sveigjanlega afhendingu um sæstreng má nýta vatn sem rennur framhjá virkjunum. Að auki yrði nýting vatns í framtíðarvatnsaflsvirkjunum betri.Vindur og smærri virkjanir Vegna þess hve raforkuverð fyrir endurnýjanlega orku er hátt í Bretlandi myndi sæstrengur gera Íslendingum kleift að nýta dýrari orkukosti en við gerum í dag. Þetta eru orkukostir eins og vindorka og smærri og dýrari virkjunarkostir í bæði jarðvarma og vatnsafli. Vindorka getur þar spilað stórt hlutverk, en einnig er líklegt að framþróun verði í smærri vatnsaflsvirkjunum, nýtingu jarðvarma við lægra hitastig og borun niður á meira dýpi í háhitakerfum. Með sæstreng og stækkunum á núverandi vatnsaflsvirkjunum er tækifæri til að hefja kröftugri nýtingu á vindorku en ella.Ekki tímabært að taka ákvörðun Margt bendir til þess að um arðsamt verkefni geti verið að ræða sem muni auka orkuöryggi á Íslandi og gera okkur kleift að nýta betur auðlindir okkar. Hins vegar eru margir óvissuþættir til staðar og ekki hægt á þessari stundu að taka ákvörðun um hvort eða hvenær sæstrengur verði lagður frá Íslandi. Landsvirkjun hefur lagt til að á næstu 2-3 árum verði gerð ítarleg greining á kostum og göllum þess að tengja Ísland við raforkukerfi Evrópu.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar