Sæstrengur þyrfti ekki að kalla á stórfelldar virkjanir 23. júní 2015 00:00 Í umræðum um raforkusæstreng til Bretlands hefur því verið haldið fram að til að sjá slíkum streng fyrir raforku þyrfti að fara í umfangsmiklar virkjanaframkvæmdir og reisa jafnvel sem nemur 1-2 Kárahnjúkavirkjunum. Sannleikurinn er hins vegar sá, að slíkar virkjanaframkvæmdir væru ekki nauðsynlegar, samkvæmt sviðsmynd Landsvirkjunar á orkuöflun fyrir 1.000 MW sæstreng, sem farið verður yfir í þessari grein. Í þessu samhengi er einnig nærtækt að líta til reynslu frænda okkar Norðmanna, sem nýlega hafa lagt sæstrengi til Hollands og Danmerkur og eru með tvo aðra í bígerð; annan til Bretlands og hinn til Þýskalands. Þetta hafa þeir gert án þess að leggja í nýjar stórfelldar virkjanaframkvæmdir.Orkuþörf sæstrengs Landsvirkjun gerir ráð fyrir að sæstrengur þyrfti um 5,0 TWst af raforku árlega. Í vatnsríkum árum gæti útflutningur verið meiri og í þurrum og köldum árum minni. Til samanburðar er orkugeta Kárahnjúkavirkjunar 5,0 TWst og Hellisheiðarvirkjunar 2,5 TWst. 70% orkuöflunar óhefðbundin Sérkenni sæstrengs fyrir Ísland er að hann veitir aðgang að nýjum, stórum og sveigjanlegum markaði fyrir útflutning á rafmagni sem þegar er til, en er nú læst inni vegna einangrunar íslenska markaðarins. Með bættri nýtingu kerfisins, án nýrra virkjana, væri hægt að fá um 2,0 TWst, eða 40% af orkuþörf sæstrengs. Vindorka og smærri virkjunarkostir gætu gefið um 1,5 TWst eða 30%. Nýjar jarðvarma- og vatnsaflsvirkjanir úr nýtingarflokki rammaáætlunar gætu gefið um 1,5 TWst eða 30%. Því má segja að um 70% orkuöflunar væru óhefðbundin fyrir núverandi kerfi en 30% hefðbundin orkuöflun með nýjum jarðvarma- og vatnsaflsvirkjunum.Bætt nýting Til að tryggja orkuöryggi á Íslandi miðast hönnun raforkukerfisins við að hægt sé að tryggja orkuafhendingu í þurrum og köldum árum. Af þessum sökum renna að jafnaði um 10% af vatni ónotuð framhjá virkjunum til sjávar í fullseldu kerfi og fer framhjárennsli vaxandi með aukinni hlýnun jarðar. Að auki taka viðskiptavinir Landsvirkjunar ekki alla orku sem Landsvirkjun hefur skuldbundið sig til að afhenda og er magnið breytilegt eftir árum, en skilar sér í um 2-3% auknu framhjárennsli. Sömuleiðis er almennt til einhver óseld orka í kerfinu frá nýbyggðum virkjunum sem eftir á að semja um sölu á. Sæstrengur opnar því möguleika á að bæta verulega nýtingu íslenska raforkukerfisins. Rúmlega helmingur af 2,0 TWst er þegar í hendi, eða jafngildi rúmlega einnar Blönduvirkjunar. Með því að stækka núverandi vatnsaflsvirkjanir til að tryggja sveigjanlega afhendingu um sæstreng má nýta vatn sem rennur framhjá virkjunum. Að auki yrði nýting vatns í framtíðarvatnsaflsvirkjunum betri.Vindur og smærri virkjanir Vegna þess hve raforkuverð fyrir endurnýjanlega orku er hátt í Bretlandi myndi sæstrengur gera Íslendingum kleift að nýta dýrari orkukosti en við gerum í dag. Þetta eru orkukostir eins og vindorka og smærri og dýrari virkjunarkostir í bæði jarðvarma og vatnsafli. Vindorka getur þar spilað stórt hlutverk, en einnig er líklegt að framþróun verði í smærri vatnsaflsvirkjunum, nýtingu jarðvarma við lægra hitastig og borun niður á meira dýpi í háhitakerfum. Með sæstreng og stækkunum á núverandi vatnsaflsvirkjunum er tækifæri til að hefja kröftugri nýtingu á vindorku en ella.Ekki tímabært að taka ákvörðun Margt bendir til þess að um arðsamt verkefni geti verið að ræða sem muni auka orkuöryggi á Íslandi og gera okkur kleift að nýta betur auðlindir okkar. Hins vegar eru margir óvissuþættir til staðar og ekki hægt á þessari stundu að taka ákvörðun um hvort eða hvenær sæstrengur verði lagður frá Íslandi. Landsvirkjun hefur lagt til að á næstu 2-3 árum verði gerð ítarleg greining á kostum og göllum þess að tengja Ísland við raforkukerfi Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðum um raforkusæstreng til Bretlands hefur því verið haldið fram að til að sjá slíkum streng fyrir raforku þyrfti að fara í umfangsmiklar virkjanaframkvæmdir og reisa jafnvel sem nemur 1-2 Kárahnjúkavirkjunum. Sannleikurinn er hins vegar sá, að slíkar virkjanaframkvæmdir væru ekki nauðsynlegar, samkvæmt sviðsmynd Landsvirkjunar á orkuöflun fyrir 1.000 MW sæstreng, sem farið verður yfir í þessari grein. Í þessu samhengi er einnig nærtækt að líta til reynslu frænda okkar Norðmanna, sem nýlega hafa lagt sæstrengi til Hollands og Danmerkur og eru með tvo aðra í bígerð; annan til Bretlands og hinn til Þýskalands. Þetta hafa þeir gert án þess að leggja í nýjar stórfelldar virkjanaframkvæmdir.Orkuþörf sæstrengs Landsvirkjun gerir ráð fyrir að sæstrengur þyrfti um 5,0 TWst af raforku árlega. Í vatnsríkum árum gæti útflutningur verið meiri og í þurrum og köldum árum minni. Til samanburðar er orkugeta Kárahnjúkavirkjunar 5,0 TWst og Hellisheiðarvirkjunar 2,5 TWst. 70% orkuöflunar óhefðbundin Sérkenni sæstrengs fyrir Ísland er að hann veitir aðgang að nýjum, stórum og sveigjanlegum markaði fyrir útflutning á rafmagni sem þegar er til, en er nú læst inni vegna einangrunar íslenska markaðarins. Með bættri nýtingu kerfisins, án nýrra virkjana, væri hægt að fá um 2,0 TWst, eða 40% af orkuþörf sæstrengs. Vindorka og smærri virkjunarkostir gætu gefið um 1,5 TWst eða 30%. Nýjar jarðvarma- og vatnsaflsvirkjanir úr nýtingarflokki rammaáætlunar gætu gefið um 1,5 TWst eða 30%. Því má segja að um 70% orkuöflunar væru óhefðbundin fyrir núverandi kerfi en 30% hefðbundin orkuöflun með nýjum jarðvarma- og vatnsaflsvirkjunum.Bætt nýting Til að tryggja orkuöryggi á Íslandi miðast hönnun raforkukerfisins við að hægt sé að tryggja orkuafhendingu í þurrum og köldum árum. Af þessum sökum renna að jafnaði um 10% af vatni ónotuð framhjá virkjunum til sjávar í fullseldu kerfi og fer framhjárennsli vaxandi með aukinni hlýnun jarðar. Að auki taka viðskiptavinir Landsvirkjunar ekki alla orku sem Landsvirkjun hefur skuldbundið sig til að afhenda og er magnið breytilegt eftir árum, en skilar sér í um 2-3% auknu framhjárennsli. Sömuleiðis er almennt til einhver óseld orka í kerfinu frá nýbyggðum virkjunum sem eftir á að semja um sölu á. Sæstrengur opnar því möguleika á að bæta verulega nýtingu íslenska raforkukerfisins. Rúmlega helmingur af 2,0 TWst er þegar í hendi, eða jafngildi rúmlega einnar Blönduvirkjunar. Með því að stækka núverandi vatnsaflsvirkjanir til að tryggja sveigjanlega afhendingu um sæstreng má nýta vatn sem rennur framhjá virkjunum. Að auki yrði nýting vatns í framtíðarvatnsaflsvirkjunum betri.Vindur og smærri virkjanir Vegna þess hve raforkuverð fyrir endurnýjanlega orku er hátt í Bretlandi myndi sæstrengur gera Íslendingum kleift að nýta dýrari orkukosti en við gerum í dag. Þetta eru orkukostir eins og vindorka og smærri og dýrari virkjunarkostir í bæði jarðvarma og vatnsafli. Vindorka getur þar spilað stórt hlutverk, en einnig er líklegt að framþróun verði í smærri vatnsaflsvirkjunum, nýtingu jarðvarma við lægra hitastig og borun niður á meira dýpi í háhitakerfum. Með sæstreng og stækkunum á núverandi vatnsaflsvirkjunum er tækifæri til að hefja kröftugri nýtingu á vindorku en ella.Ekki tímabært að taka ákvörðun Margt bendir til þess að um arðsamt verkefni geti verið að ræða sem muni auka orkuöryggi á Íslandi og gera okkur kleift að nýta betur auðlindir okkar. Hins vegar eru margir óvissuþættir til staðar og ekki hægt á þessari stundu að taka ákvörðun um hvort eða hvenær sæstrengur verði lagður frá Íslandi. Landsvirkjun hefur lagt til að á næstu 2-3 árum verði gerð ítarleg greining á kostum og göllum þess að tengja Ísland við raforkukerfi Evrópu.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun