Avni Pepa: Ég vildi ekki taka þátt í því og fór því til Íslands Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. júlí 2015 07:45 Avni Pepa var gerður að fyrirliða Eyjaliðsins en hann hefur verið besti leikmaður ÍBV. Vísir/Andri Marinó ÍBV vann sinn annan sigur í Pepsi-deild karla í fótbolta á sunnudaginn þegar liðið lagði sjóðheita Blika, 2-0, í 10. umferð Pepsi-deildarinnar. Eyjamenn urðu með því fyrsta liðið til að vinna Blika. Það sem meira er, þetta var í fyrsta skipti í sumar sem Breiðablik skorar ekki í deildarleik. Stór ástæða þess var Avni Pepa, miðvörður Eyjamanna. Hann átti frábæran dag í vörninni og er leikmaður 10. umferðar hjá Fréttablaðinu. „Við spiluðum skynsamlega í þessum leik í mjög miklu roki. Hálfleikirnir voru eins og svart og hvítt og það vissum við. Við vissum að við þyrftum að spila betur í seinni hálfleik og það náðum við að gera,“ segir Avni Pepa í viðtali við Fréttablaðið.Komust í gegnum Tryggva Daginn fyrir leikinn mætti Tryggvi Guðmundsson, sitjandi aðalþjálfari ÍBV, fullur á æfingu og var rekinn fyrir vikið. Avni segir það ekki hafa verið mikið mál fyrir leikmannahópinn að ná fókus fyrir leikinn daginn eftir. „Við erum atvinnumenn þannig að við einbeitum okkur bara að því sem við getum gert. Við héldum einbeitingu í leiknum. Við vildum standa okkur vel og spila sem lið og það gerðum við. Strákarnir voru tilbúnir í leikinn,“ segir Avni. Eyjamenn náðu í gott stig á útivelli gegn Val áður en þeir unnu svo Breiðablik, en þetta eru tvö af heitustu liðum deildarinnar. „Ég sé bætingu á liðinu. Við spiluðum líka vel á móti Þrótti í bikarnum og erum á réttri leið. Það voru leikir áður þar sem við spiluðum ágætlega en töpuðum en vonandi fer það að breytast. Við erum að spila sem lið núna og þegar menn vinna leiki kemur sjálfstraustið sem er svo mikilvægt,“ segir hann.Vonast eftir viðurkenningu Avni Pepa er Kósóvó-Albani en fæddur og uppalinn í Noregi. Foreldrar hans, sem eru bæði frá Kósóvó, fluttust til Noregs áður en hann fæddist. Hann er landsliðsmaður Kósóvó, en þjóðin vonast til að fá viðurkenningu FIFA og taka þátt í undankeppni HM 2018. „Okkur hefur verið sagt að við verðum teknir inn og viðurkenndir sem knattspyrnuþjóð. Það er ekki 100 prósent en við því er búist og þess vegna höfum við verið að spila vináttuleiki. Við viljum vera með eins gott landslið og hægt er þegar kemur að stóru stundinni,“ segir Avni. Kósóvó spilaði fjóra landsleiki á síðasta ári. Það byrjaði á jafntefli gegn Haítí og tapaði svo fyrir Tyrklandi og Senegal áður en liðið vann Óman. Avni er fastamaður í liðinu. „Það eru margir þarna eins og ég sem hafa aldrei búið í Kósóvó. Sumir eru fæddir í Sviss og Þýskalandi og spila með góðum liðum í þýsku 1. deildinni. Mér sjálfum líður meira sem Albana en Norðmanni þó ég elski líka Noreg. Kósóvó þarf bara meira á mér að halda,“ segir Avni.Hitti Jóhannes hjá Start Avni, sem er 26 ára gamall, hóf meistaraflokksferilinn hjá Start í Noregi árið 2007. Þar hitti hann Jóhannes Harðarson, núverandi þjálfara ÍBV fyrst. Hann var síðar á mála hjá Sandnes Ulf þar sem hann varð góður vinur Skotans Stevens Lennons sem spilar með FH. „Hann sagði mér að Ísland væri gott land og ef maður spilar vel gæti maður komist aftur út og til stærra liðs,“ segir Avni, en hvernig er að vera í Vestmannaeyjum? „Ég er ekki vanur svona litlum bæjum en ég er bara ánægður því ég er að spila fótbolta. Ég þekkti Jóa auðvitað og ÍBV er með spennandi verkefni í gangi sem ég vil vera hluti af. Það leiðir vonandi af sér að ég komist til stærra liðs.“Úrslitum hagrætt Áður en Avni kom til Íslands spilaði hann í nokkrar vikur með liði í Albaníu. Þar voru skuggalegir hlutir í gangi og því ákvað hann að róa á önnur mið. „Ég var í slæmri stöðu hjá síðasta liði þar sem ég spilaði þannig að ég rifti samningnum við liðið. Í Albaníu eru menn að gera hluti sem aðrir eru ekki vanir,“ segir Avni, en þar eru úrslitin nokkuð oft ákveðin fyrir fram. „Það voru bæði vandræði með peningagreiðslur og svo eru liðin mikið í því að gefa leikina og hagræða úrslitum. Ég vildi ekki taka þátt í því og fór því til Íslands,“ segir Avni Pepa. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
ÍBV vann sinn annan sigur í Pepsi-deild karla í fótbolta á sunnudaginn þegar liðið lagði sjóðheita Blika, 2-0, í 10. umferð Pepsi-deildarinnar. Eyjamenn urðu með því fyrsta liðið til að vinna Blika. Það sem meira er, þetta var í fyrsta skipti í sumar sem Breiðablik skorar ekki í deildarleik. Stór ástæða þess var Avni Pepa, miðvörður Eyjamanna. Hann átti frábæran dag í vörninni og er leikmaður 10. umferðar hjá Fréttablaðinu. „Við spiluðum skynsamlega í þessum leik í mjög miklu roki. Hálfleikirnir voru eins og svart og hvítt og það vissum við. Við vissum að við þyrftum að spila betur í seinni hálfleik og það náðum við að gera,“ segir Avni Pepa í viðtali við Fréttablaðið.Komust í gegnum Tryggva Daginn fyrir leikinn mætti Tryggvi Guðmundsson, sitjandi aðalþjálfari ÍBV, fullur á æfingu og var rekinn fyrir vikið. Avni segir það ekki hafa verið mikið mál fyrir leikmannahópinn að ná fókus fyrir leikinn daginn eftir. „Við erum atvinnumenn þannig að við einbeitum okkur bara að því sem við getum gert. Við héldum einbeitingu í leiknum. Við vildum standa okkur vel og spila sem lið og það gerðum við. Strákarnir voru tilbúnir í leikinn,“ segir Avni. Eyjamenn náðu í gott stig á útivelli gegn Val áður en þeir unnu svo Breiðablik, en þetta eru tvö af heitustu liðum deildarinnar. „Ég sé bætingu á liðinu. Við spiluðum líka vel á móti Þrótti í bikarnum og erum á réttri leið. Það voru leikir áður þar sem við spiluðum ágætlega en töpuðum en vonandi fer það að breytast. Við erum að spila sem lið núna og þegar menn vinna leiki kemur sjálfstraustið sem er svo mikilvægt,“ segir hann.Vonast eftir viðurkenningu Avni Pepa er Kósóvó-Albani en fæddur og uppalinn í Noregi. Foreldrar hans, sem eru bæði frá Kósóvó, fluttust til Noregs áður en hann fæddist. Hann er landsliðsmaður Kósóvó, en þjóðin vonast til að fá viðurkenningu FIFA og taka þátt í undankeppni HM 2018. „Okkur hefur verið sagt að við verðum teknir inn og viðurkenndir sem knattspyrnuþjóð. Það er ekki 100 prósent en við því er búist og þess vegna höfum við verið að spila vináttuleiki. Við viljum vera með eins gott landslið og hægt er þegar kemur að stóru stundinni,“ segir Avni. Kósóvó spilaði fjóra landsleiki á síðasta ári. Það byrjaði á jafntefli gegn Haítí og tapaði svo fyrir Tyrklandi og Senegal áður en liðið vann Óman. Avni er fastamaður í liðinu. „Það eru margir þarna eins og ég sem hafa aldrei búið í Kósóvó. Sumir eru fæddir í Sviss og Þýskalandi og spila með góðum liðum í þýsku 1. deildinni. Mér sjálfum líður meira sem Albana en Norðmanni þó ég elski líka Noreg. Kósóvó þarf bara meira á mér að halda,“ segir Avni.Hitti Jóhannes hjá Start Avni, sem er 26 ára gamall, hóf meistaraflokksferilinn hjá Start í Noregi árið 2007. Þar hitti hann Jóhannes Harðarson, núverandi þjálfara ÍBV fyrst. Hann var síðar á mála hjá Sandnes Ulf þar sem hann varð góður vinur Skotans Stevens Lennons sem spilar með FH. „Hann sagði mér að Ísland væri gott land og ef maður spilar vel gæti maður komist aftur út og til stærra liðs,“ segir Avni, en hvernig er að vera í Vestmannaeyjum? „Ég er ekki vanur svona litlum bæjum en ég er bara ánægður því ég er að spila fótbolta. Ég þekkti Jóa auðvitað og ÍBV er með spennandi verkefni í gangi sem ég vil vera hluti af. Það leiðir vonandi af sér að ég komist til stærra liðs.“Úrslitum hagrætt Áður en Avni kom til Íslands spilaði hann í nokkrar vikur með liði í Albaníu. Þar voru skuggalegir hlutir í gangi og því ákvað hann að róa á önnur mið. „Ég var í slæmri stöðu hjá síðasta liði þar sem ég spilaði þannig að ég rifti samningnum við liðið. Í Albaníu eru menn að gera hluti sem aðrir eru ekki vanir,“ segir Avni, en þar eru úrslitin nokkuð oft ákveðin fyrir fram. „Það voru bæði vandræði með peningagreiðslur og svo eru liðin mikið í því að gefa leikina og hagræða úrslitum. Ég vildi ekki taka þátt í því og fór því til Íslands,“ segir Avni Pepa.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti