Heimir: Jafntefli yrði gott veganesti fyrir leikinn í Kaplakrika Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júlí 2015 07:30 Steve Lennon í Evrópuleik gegn Elfsborg. Vísir/Arnþór FH hefur leik í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í dag þegar Hafnfirðingar mæta finnska liðinu Seinäjoen Jalkapallokerho, eða SJK, á útivelli. Þetta er tólfta árið í röð sem FH leikur í Evrópukeppni en Heimir Guðjónsson stýrir Fimleikafélaginu í 27. sinn í Evrópuleik í kvöld. Hann segir FH-inga eiga erfitt verkefni fyrir höndum. „Þetta er gott fótboltalið sem varð í 2. sæti finnsku úrvalsdeildarinnar í fyrra og eru í 3. sætinu sem stendur. Þeir vilja halda boltanum innan liðsins og eru sókndjarfir, þannig að við þurfum að vera vel undirbúnir fyrir leikinn,“ sagði Heimir í samtali við Fréttablaðið í gær. FH-ingar komu til Finnlands snemma á þriðjudagsmorgun og æfðu bæði í gær og fyrradag. Allir leikmenn liðsins eru klárir í slaginn að sögn Heimis, að frátöldum Jonathan Hendrickx og Sam Hewson sem eru meiddir. Auk þess að vera góðir að halda boltanum innan liðsins spilar SJK sterkan varnarleik en liðið hefur aðeins fengið á sig 11 mörk í 15 leikjum í finnsku úrvalsdeildinni í ár. Heimir segir að FH-ingar verði að þora að halda boltanum í leiknum: „Við þurfum að halda boltanum innan liðsins, við náum engum árangri ef við gerum það ekki. Við þurfum að sjálfsögðu líka að verjast vel, þannig það er eitt og annað sem við þurfum að vera með á hreinu.“ Heimir segir jafntefli vera fín úrslit fyrir FH í dag. „Jafntefli yrðu mjög góð úrslit og gott veganesti fyrir leikinn í Kaplakrika,“ sagði Heimir en seinni leikurinn fer fram eftir viku á heimavelli FH í Hafnarfirði. Evrópudeild UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
FH hefur leik í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í dag þegar Hafnfirðingar mæta finnska liðinu Seinäjoen Jalkapallokerho, eða SJK, á útivelli. Þetta er tólfta árið í röð sem FH leikur í Evrópukeppni en Heimir Guðjónsson stýrir Fimleikafélaginu í 27. sinn í Evrópuleik í kvöld. Hann segir FH-inga eiga erfitt verkefni fyrir höndum. „Þetta er gott fótboltalið sem varð í 2. sæti finnsku úrvalsdeildarinnar í fyrra og eru í 3. sætinu sem stendur. Þeir vilja halda boltanum innan liðsins og eru sókndjarfir, þannig að við þurfum að vera vel undirbúnir fyrir leikinn,“ sagði Heimir í samtali við Fréttablaðið í gær. FH-ingar komu til Finnlands snemma á þriðjudagsmorgun og æfðu bæði í gær og fyrradag. Allir leikmenn liðsins eru klárir í slaginn að sögn Heimis, að frátöldum Jonathan Hendrickx og Sam Hewson sem eru meiddir. Auk þess að vera góðir að halda boltanum innan liðsins spilar SJK sterkan varnarleik en liðið hefur aðeins fengið á sig 11 mörk í 15 leikjum í finnsku úrvalsdeildinni í ár. Heimir segir að FH-ingar verði að þora að halda boltanum í leiknum: „Við þurfum að halda boltanum innan liðsins, við náum engum árangri ef við gerum það ekki. Við þurfum að sjálfsögðu líka að verjast vel, þannig það er eitt og annað sem við þurfum að vera með á hreinu.“ Heimir segir jafntefli vera fín úrslit fyrir FH í dag. „Jafntefli yrðu mjög góð úrslit og gott veganesti fyrir leikinn í Kaplakrika,“ sagði Heimir en seinni leikurinn fer fram eftir viku á heimavelli FH í Hafnarfirði.
Evrópudeild UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira