Hver hefur eftirlit með verðlagseftirliti ASÍ? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 8. júlí 2015 09:00 Alþýðusamband Íslands (ASÍ) heldur úti verðlagseftirliti sem í síðustu viku birti úttekt á þróun matvælaverðs undir fyrirsögninni „Vörukarfan hefur hækkað umfram skattkerfisbreytingar frá áramótum“. Þessi niðurstaða vekur athygli í ljósi þess að opinberar tölur benda til þess að hækkun matvælaverðs sé minni en skattabreytingar gefa tilefni til. Er þetta í þriðja sinn á árinu sem ASÍ birtir verðlagskannanir sem ekki standast nánari skoðun. Ástæðu misræmisins má finna í skökkum forsendum ASÍ. Annars vegar vanáætlar sambandið áhrif skattabreytinga og hins vegar gerir það ekki ráð fyrir áhrifum almennra verðlagsbreytinga. Sé leiðrétt fyrir þessum tveimur þáttum fæst niðurstaða sem er öfug við þá sem ASÍ heldur fram. Sykurskattur nam um 2,4 ma.kr. árið 2013 en hann var aflagður um áramótin. Neysla heimila á mat og drykkjarvörum nam um 142 ma.kr. á sama ári. Afnám sykurskatts hefði því átt að skila um 1,7% lækkun matvælaverðs (-2,4/142 = -1,7%). Þá gefur hækkun neðra þreps virðisaukaskatts úr 7% í 11% tilefni til 3,7% hækkunar matvælaverðs (1,11/1,07 - 1 = 3,7%). Samanlagt gefa þessar tvær breytingar því tilefni til 2% hækkunar matvælaverðs. Í úttekt ASÍ er hins vegar fullyrt að skattabreytingar gefi einungis tilefni til 1,5% verðhækkunar. Ekki er skýrt frá því hvernig sú niðurstaða er fengin. Auk þessa gerir ASÍ ráð fyrir að engir aðrir þættir en skattabreytingar og álagning hafi áhrif á vöruverð. Verðlag er hins vegar áhrifaþáttur sem taka þarf tillit til. Almennt verðlag hækkaði um 1,6% á tímabilinu. Án breytinga á álagningu eða sköttum hefði verð á matvælum því átt að hækka sem því nemur. Samtals gefa skattabreytingar og verðlagsþróun því tilefni til 3,6% hækkunar matvælaverðs á tímabilinu. Samkvæmt vísitölu neysluverðs frá Hagstofu Íslands hækkaði matvælaverð einungis um 2,7% á tímabilinu. Því má áætla að álagning matvöruverslana hafi lækkað um 0,9%. Skattabreytingarnar um áramótin virðast því hafa skilað sér til neytenda að fullu og gott betur. Þetta er í þriðja sinn á árinu sem ASÍ birtir niðurstöður verðlagsúttektar með villandi hætti. Sambandið hefur ekki brugðist við efnislegri gagnrýni sem Viðskiptaráð og fleiri aðilar hafa lagt fram vegna aðferðafræði og framsetningar niðurstaðna verðlagskannana. Slík vinnubrögð geta hvorki talist fagleg né trúverðug og eru ekki til þess fallin að upplýsa neytendur um raunverulega verðlagsþróun. Forsætisráðuneytið leggur ASÍ til 30 milljónir á ári til að halda úti verðlagseftirliti ásamt öðrum efnahagsrannsóknum. Í ljósi ofangreinds mætti ætla að tilefni væri til að starfrækja eftirlit með verðlagseftirlitinu til að tryggja vandaða meðferð þessara fjármuna. Eðlilegast væri þó að afnema opinber framlög til eftirlitsins. Í dag mælir Hagstofa Íslands verðlagsþróun með nákvæmum hætti og Samkeppniseftirlitið tryggir virka samkeppni á neytendamörkuðum. Frekari aðkoma stjórnvalda ætti að vera óþörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Brynjúlfur Björnsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Alþýðusamband Íslands (ASÍ) heldur úti verðlagseftirliti sem í síðustu viku birti úttekt á þróun matvælaverðs undir fyrirsögninni „Vörukarfan hefur hækkað umfram skattkerfisbreytingar frá áramótum“. Þessi niðurstaða vekur athygli í ljósi þess að opinberar tölur benda til þess að hækkun matvælaverðs sé minni en skattabreytingar gefa tilefni til. Er þetta í þriðja sinn á árinu sem ASÍ birtir verðlagskannanir sem ekki standast nánari skoðun. Ástæðu misræmisins má finna í skökkum forsendum ASÍ. Annars vegar vanáætlar sambandið áhrif skattabreytinga og hins vegar gerir það ekki ráð fyrir áhrifum almennra verðlagsbreytinga. Sé leiðrétt fyrir þessum tveimur þáttum fæst niðurstaða sem er öfug við þá sem ASÍ heldur fram. Sykurskattur nam um 2,4 ma.kr. árið 2013 en hann var aflagður um áramótin. Neysla heimila á mat og drykkjarvörum nam um 142 ma.kr. á sama ári. Afnám sykurskatts hefði því átt að skila um 1,7% lækkun matvælaverðs (-2,4/142 = -1,7%). Þá gefur hækkun neðra þreps virðisaukaskatts úr 7% í 11% tilefni til 3,7% hækkunar matvælaverðs (1,11/1,07 - 1 = 3,7%). Samanlagt gefa þessar tvær breytingar því tilefni til 2% hækkunar matvælaverðs. Í úttekt ASÍ er hins vegar fullyrt að skattabreytingar gefi einungis tilefni til 1,5% verðhækkunar. Ekki er skýrt frá því hvernig sú niðurstaða er fengin. Auk þessa gerir ASÍ ráð fyrir að engir aðrir þættir en skattabreytingar og álagning hafi áhrif á vöruverð. Verðlag er hins vegar áhrifaþáttur sem taka þarf tillit til. Almennt verðlag hækkaði um 1,6% á tímabilinu. Án breytinga á álagningu eða sköttum hefði verð á matvælum því átt að hækka sem því nemur. Samtals gefa skattabreytingar og verðlagsþróun því tilefni til 3,6% hækkunar matvælaverðs á tímabilinu. Samkvæmt vísitölu neysluverðs frá Hagstofu Íslands hækkaði matvælaverð einungis um 2,7% á tímabilinu. Því má áætla að álagning matvöruverslana hafi lækkað um 0,9%. Skattabreytingarnar um áramótin virðast því hafa skilað sér til neytenda að fullu og gott betur. Þetta er í þriðja sinn á árinu sem ASÍ birtir niðurstöður verðlagsúttektar með villandi hætti. Sambandið hefur ekki brugðist við efnislegri gagnrýni sem Viðskiptaráð og fleiri aðilar hafa lagt fram vegna aðferðafræði og framsetningar niðurstaðna verðlagskannana. Slík vinnubrögð geta hvorki talist fagleg né trúverðug og eru ekki til þess fallin að upplýsa neytendur um raunverulega verðlagsþróun. Forsætisráðuneytið leggur ASÍ til 30 milljónir á ári til að halda úti verðlagseftirliti ásamt öðrum efnahagsrannsóknum. Í ljósi ofangreinds mætti ætla að tilefni væri til að starfrækja eftirlit með verðlagseftirlitinu til að tryggja vandaða meðferð þessara fjármuna. Eðlilegast væri þó að afnema opinber framlög til eftirlitsins. Í dag mælir Hagstofa Íslands verðlagsþróun með nákvæmum hætti og Samkeppniseftirlitið tryggir virka samkeppni á neytendamörkuðum. Frekari aðkoma stjórnvalda ætti að vera óþörf.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun