Viðspyrna fólksins Helga Þórðardóttir skrifar 10. júlí 2015 09:21 Nú er þingi lokið eftir mikil átök. Ríkisstjórnin var gerð afturreka með umdeild mál eins og makrílfrumvarpið og er það vel. Stjórnarandstaðan stóð í lappirnar og gaf ekkert eftir í þessu máli fyrir utan Bjarta framtíð sem ætlaði að samþykkja lokaútspil Sigurðar Inga Jóhannssonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Þennan árangur ber fyrst og fremst að þakka mótspyrnu almennings og ýmissa hópa sem tóku þetta mál að sér. Þar vil ég helst nefna undirskriftasöfnun Þjóðareignar sem setti greinilega mikla pressu á stjórnvöld. Sóknarhópurinn, þverpólitískur hópur sem berst gegn kvótakerfinu, hóf baráttuna þegar átti að leggja fram sáttaleiðina og barðist ötullega gegn makrílfrumvarpinu. Við í stjórnmálasamtökunum Dögun áttum okkar þátt í því að koma í veg fyrir þennan óskapnað. Dögun hélt fjölsóttan fund í Kópavogi um sjávarútvegsmál sem var um margt merkilegur. Dögun bauð öllum stjórnmálaflokkum á Alþingi til fundarins til að segja frá stefnu sinni um sjávarútvegsmál. Við veittum mótspyrnu með því að skrifa ótal greinar og sendum á fjölmiðla og þingmenn. Dögun sendi ítarlega umsögn um frumvarpið og jafnframt komum við upplýsingum um málið til erlendra aðila sem rannsaka spillingu. Dögun sendi bréf til Greco og Transparency International til þess að vekja athygli þeirra á því óréttlæti sem viðgengst í úthlutun veiðiheimilda. Þessi vinna var unnin af baráttufólki með ríka réttlætiskennd sem trúir á málstaðinn og vill ekki gefast upp fyrir óréttlætinu. Við vitum þó að björninn er ekki unninn og áfram þurfum við að veita mótspyrnu þegar þing kemur aftur saman í haust, því eingöngu var samið um „vopnahlé“ á þingi til að gefa þingmönnum sumarfrí. Það er orðið mjög brýnt að fá nýja stjórnarskrá þar sem almenningur getur skotið málum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það sama á við um minnihluta alþingismanna. Einn þriðji hluti þingsins ætti að geta skotið umdeildum málum til þjóðarinnar. Almenningur á að hafa lokaorðið í mörgum málum enda er valdið hans. Meirihlutavald á Alþingi án aðhalds hefur fært alltof stóran hlut auðlinda okkar til fárra. Því verður að linna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Helga Þórðardóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú er þingi lokið eftir mikil átök. Ríkisstjórnin var gerð afturreka með umdeild mál eins og makrílfrumvarpið og er það vel. Stjórnarandstaðan stóð í lappirnar og gaf ekkert eftir í þessu máli fyrir utan Bjarta framtíð sem ætlaði að samþykkja lokaútspil Sigurðar Inga Jóhannssonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Þennan árangur ber fyrst og fremst að þakka mótspyrnu almennings og ýmissa hópa sem tóku þetta mál að sér. Þar vil ég helst nefna undirskriftasöfnun Þjóðareignar sem setti greinilega mikla pressu á stjórnvöld. Sóknarhópurinn, þverpólitískur hópur sem berst gegn kvótakerfinu, hóf baráttuna þegar átti að leggja fram sáttaleiðina og barðist ötullega gegn makrílfrumvarpinu. Við í stjórnmálasamtökunum Dögun áttum okkar þátt í því að koma í veg fyrir þennan óskapnað. Dögun hélt fjölsóttan fund í Kópavogi um sjávarútvegsmál sem var um margt merkilegur. Dögun bauð öllum stjórnmálaflokkum á Alþingi til fundarins til að segja frá stefnu sinni um sjávarútvegsmál. Við veittum mótspyrnu með því að skrifa ótal greinar og sendum á fjölmiðla og þingmenn. Dögun sendi ítarlega umsögn um frumvarpið og jafnframt komum við upplýsingum um málið til erlendra aðila sem rannsaka spillingu. Dögun sendi bréf til Greco og Transparency International til þess að vekja athygli þeirra á því óréttlæti sem viðgengst í úthlutun veiðiheimilda. Þessi vinna var unnin af baráttufólki með ríka réttlætiskennd sem trúir á málstaðinn og vill ekki gefast upp fyrir óréttlætinu. Við vitum þó að björninn er ekki unninn og áfram þurfum við að veita mótspyrnu þegar þing kemur aftur saman í haust, því eingöngu var samið um „vopnahlé“ á þingi til að gefa þingmönnum sumarfrí. Það er orðið mjög brýnt að fá nýja stjórnarskrá þar sem almenningur getur skotið málum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það sama á við um minnihluta alþingismanna. Einn þriðji hluti þingsins ætti að geta skotið umdeildum málum til þjóðarinnar. Almenningur á að hafa lokaorðið í mörgum málum enda er valdið hans. Meirihlutavald á Alþingi án aðhalds hefur fært alltof stóran hlut auðlinda okkar til fárra. Því verður að linna.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar