Hagsmunasamtökin við Austurvöll Andrés Magnússon og Lárus M. K. Ólafsson skrifar 16. júlí 2015 09:00 Í skjóli nætur í reykfylltu bakherbergi við Austurvöll var fyrir stuttu tekin ákvörðun sem fól í sér fjárhagslega byrði á almenning í landinu. Þetta kann að hljóma líkt og umfjöllun um reyfara en er því miður lýsing á því hvernig Alþingi ákvað undir frestun þings að leggja til og samþykkja ákvörðun um útboð á tollkvótum á landbúnaðarvörum sem fól í sér enn einn viðbótarkostnað í boði hins opinbera á herðar fyrirtækja og almennings í landinu. Sú ákvörðun sem hér um ræðir er tillaga meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um að afnema heimild sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í búvörulögum til að láta hlutkesti ráða úthlutun á tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur þegar umsóknir berast um meiri innflutning en í boði er. Var þannig fest í sessi að ráðherra skuli leita tilboða í tollkvóta en ráðherra var áður heimilt að grípa til hlutkestis sem fól ekki í sér viðbótarkostnað fyrir umsækjendur. Hér er ágætt að hafa hugfast að tilgangur tollkvótanna, sem grundvallast á aðild Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni, er að veita innlendri framleiðslu samkeppnislegt aðhald sem varla er gert með auknum álögum á þessar innfluttu vörur.Boðin hæstbjóðenda Eins og áður segir var tillaga þessi lögð fram á Alþingi í skjóli nætur og keyrð í gegnum atkvæðagreiðslur án þess að raunveruleg umræða hafi farið fram um hana fyrir utan einhliða rökstuðning atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Var sá rökstuðningur að bregðast þurfti við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem átaldi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrir að hafa einhliða val um að leggja skatt á aðila eða grípa til hlutkestis. Með hag almennings að leiðarljósi var því mat ráðuneytisins og Alþingis að halda eftir heimild til að leggja skatt á fyrirtæki, og almenning í landinu, í stað þess að festa í sessi heimild til að grípa til hlutkestis. Því verða tollkvótar á innflutt matvæli framvegis boðnir hæstbjóðendum þegar eftirspurn í þá er meiri en framboð og því dýrara en ella að hagnýta þá kvóta. Með hlutkesti hefði hins vegar kvótum verið úthlutað án sérstakra viðbótargreiðslna fyrir þá.Lárus M. K. Ólafsson, lögfræðingur SVÞÞað orkar einnig tvímælis að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti hefur beðið í þó nokkurn tíma eftir umræddri lagabreytingu til að afgreiða umsóknir um tollkvóta á grundvelli skattlagningarheimildarinnar – umsóknir þar sem öll gögn hafa legið fyrir til að afgreiða þær. Rifjast hér upp sú meginregla stjórnsýsluréttarins að taka skuli ákvarðanir í málum svo fljótt og unnt er og á grundvelli þeirra reglna sem gilda á hverjum tíma. Með framferði sínu hefur ráðuneytið því gengið gegn þessari meginreglu.Starfa með heildarhagsmuni Þá þurfa þeir 35 þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og VG, sem samþykktu þessa breytingu um að auka álögur á fyrirtæki og almenning, sem og þeir fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks, Pírata og VG sem sátu hjá, að svara hvers vegna tekin var afstaða með sérhagsmunum innlendra framleiðenda umfram hagsmuni almennings. Þessir aðilar þurfa einnig að svara sínum kjósendum um hvað réði för við að veita brautargengi tillögu sem felur í sér viðbótarkostnað fyrir heimili landsins. Þá þurfa þessir sömu aðilar að taka til skoðunar hvort eðlilegt sé að svona stórt hagsmunamál sé afgreitt í flýti á bak við tjöldin og án þess að kalla eftir umræðu eða leita umsagnar um þau. Kjörnir fulltrúar á Alþingi þurfa ávallt að gæta að því að þeim ber að starfa með heildarhagsmuni landsmanna að leiðarljósi en ekki sinna hagsmunagæslu fyrir tiltekna sérhagsmunahópa. Alþingi er, og á að vera, hagsmunsamtök almennings í landinu en ekki þröngs hagsmunahóps. Þá þurfa þessir sömu aðilar að líta í eigin barm þegar þeir eða aðrir kvarta yfir vöruverði hér á landi enda gafst í þessu máli færi á að lækka vöruverð en því tækifæri var hins vegar varpað fyrir róða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Andrés Magnússon Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Í skjóli nætur í reykfylltu bakherbergi við Austurvöll var fyrir stuttu tekin ákvörðun sem fól í sér fjárhagslega byrði á almenning í landinu. Þetta kann að hljóma líkt og umfjöllun um reyfara en er því miður lýsing á því hvernig Alþingi ákvað undir frestun þings að leggja til og samþykkja ákvörðun um útboð á tollkvótum á landbúnaðarvörum sem fól í sér enn einn viðbótarkostnað í boði hins opinbera á herðar fyrirtækja og almennings í landinu. Sú ákvörðun sem hér um ræðir er tillaga meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um að afnema heimild sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í búvörulögum til að láta hlutkesti ráða úthlutun á tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur þegar umsóknir berast um meiri innflutning en í boði er. Var þannig fest í sessi að ráðherra skuli leita tilboða í tollkvóta en ráðherra var áður heimilt að grípa til hlutkestis sem fól ekki í sér viðbótarkostnað fyrir umsækjendur. Hér er ágætt að hafa hugfast að tilgangur tollkvótanna, sem grundvallast á aðild Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni, er að veita innlendri framleiðslu samkeppnislegt aðhald sem varla er gert með auknum álögum á þessar innfluttu vörur.Boðin hæstbjóðenda Eins og áður segir var tillaga þessi lögð fram á Alþingi í skjóli nætur og keyrð í gegnum atkvæðagreiðslur án þess að raunveruleg umræða hafi farið fram um hana fyrir utan einhliða rökstuðning atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Var sá rökstuðningur að bregðast þurfti við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem átaldi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrir að hafa einhliða val um að leggja skatt á aðila eða grípa til hlutkestis. Með hag almennings að leiðarljósi var því mat ráðuneytisins og Alþingis að halda eftir heimild til að leggja skatt á fyrirtæki, og almenning í landinu, í stað þess að festa í sessi heimild til að grípa til hlutkestis. Því verða tollkvótar á innflutt matvæli framvegis boðnir hæstbjóðendum þegar eftirspurn í þá er meiri en framboð og því dýrara en ella að hagnýta þá kvóta. Með hlutkesti hefði hins vegar kvótum verið úthlutað án sérstakra viðbótargreiðslna fyrir þá.Lárus M. K. Ólafsson, lögfræðingur SVÞÞað orkar einnig tvímælis að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti hefur beðið í þó nokkurn tíma eftir umræddri lagabreytingu til að afgreiða umsóknir um tollkvóta á grundvelli skattlagningarheimildarinnar – umsóknir þar sem öll gögn hafa legið fyrir til að afgreiða þær. Rifjast hér upp sú meginregla stjórnsýsluréttarins að taka skuli ákvarðanir í málum svo fljótt og unnt er og á grundvelli þeirra reglna sem gilda á hverjum tíma. Með framferði sínu hefur ráðuneytið því gengið gegn þessari meginreglu.Starfa með heildarhagsmuni Þá þurfa þeir 35 þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og VG, sem samþykktu þessa breytingu um að auka álögur á fyrirtæki og almenning, sem og þeir fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks, Pírata og VG sem sátu hjá, að svara hvers vegna tekin var afstaða með sérhagsmunum innlendra framleiðenda umfram hagsmuni almennings. Þessir aðilar þurfa einnig að svara sínum kjósendum um hvað réði för við að veita brautargengi tillögu sem felur í sér viðbótarkostnað fyrir heimili landsins. Þá þurfa þessir sömu aðilar að taka til skoðunar hvort eðlilegt sé að svona stórt hagsmunamál sé afgreitt í flýti á bak við tjöldin og án þess að kalla eftir umræðu eða leita umsagnar um þau. Kjörnir fulltrúar á Alþingi þurfa ávallt að gæta að því að þeim ber að starfa með heildarhagsmuni landsmanna að leiðarljósi en ekki sinna hagsmunagæslu fyrir tiltekna sérhagsmunahópa. Alþingi er, og á að vera, hagsmunsamtök almennings í landinu en ekki þröngs hagsmunahóps. Þá þurfa þessir sömu aðilar að líta í eigin barm þegar þeir eða aðrir kvarta yfir vöruverði hér á landi enda gafst í þessu máli færi á að lækka vöruverð en því tækifæri var hins vegar varpað fyrir róða.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun