Seðlabankastjóri varar við afskiptum pólitíkusa jón hákon halldórsson skrifar 16. júlí 2015 07:00 Janet Yellen birti þingnefnd skýrslu sína í gær. Hún varar við afskiptum stjórnmálamanna af seðlabankanum. Nordicphotos/afp Janet L. Yellen, aðalbankastjóri seðlabanka Bandaríkjanna, varaði þingmenn við tillögum þess efnis að auka afskipti stjórnmálamanna af seðlabankanum. Slíkt myndi valda öllu hagkerfinu skaða. Yellen ræddi þetta í skýrslu sem hún skrifaði fyrir fjárlaganefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær. Á vef The New York Times segir að þessi yfirlýsing Yellen sé til þess fallin að auka á spennu í samskiptum löggjafans og seðlabankans. „Hversu góður hugur sem kann að vera að baki áformum um að auka gagnsæi, þá mega þær alls ekki koma í veg fyrir að bankinn geti mótað stefnu í þágu bandarískra fjölskyldna og fyrirtækja,“ sagði Yellen í skýrslunni. Yellen sagði að peningastefna seðlabankans hefði ekkert breyst á undanförnum vikum. Bankinn vænti þess enn að stýrivextir verði hækkaðir síðar á árinu, að því gefnu að hagvöxtur verði í takt við væntingar. „Þegar horft er til framtíðar þá er útlit fyrir jákvæða þróun á atvinnumarkaðnum og i efnahagslífinu í víðara samhengi,“ sagði Yellen við þingnefndina. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að seðlabankinn eigi að bíða til næsta árs með að hækka vexti. Nokkrir úr bankastjórn seðlabankans eru sammála. Yellen sagði hins vegar í gær að stefna meirihluta bankastjórnarinnar hefði ekki breyst. Og hún gaf til kynna að útlit í efnahagsmálum væri betra en búist var við. Olíuverð lágt, vextir lágir, fleira starfsfólk ráðið í störf. Þá nytu Bandaríkin góðs af afleiddum áhrifum af aðgerðum sem ráðist hefur verið í í öðrum ríkjum til að örva hagvöxt. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Janet L. Yellen, aðalbankastjóri seðlabanka Bandaríkjanna, varaði þingmenn við tillögum þess efnis að auka afskipti stjórnmálamanna af seðlabankanum. Slíkt myndi valda öllu hagkerfinu skaða. Yellen ræddi þetta í skýrslu sem hún skrifaði fyrir fjárlaganefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær. Á vef The New York Times segir að þessi yfirlýsing Yellen sé til þess fallin að auka á spennu í samskiptum löggjafans og seðlabankans. „Hversu góður hugur sem kann að vera að baki áformum um að auka gagnsæi, þá mega þær alls ekki koma í veg fyrir að bankinn geti mótað stefnu í þágu bandarískra fjölskyldna og fyrirtækja,“ sagði Yellen í skýrslunni. Yellen sagði að peningastefna seðlabankans hefði ekkert breyst á undanförnum vikum. Bankinn vænti þess enn að stýrivextir verði hækkaðir síðar á árinu, að því gefnu að hagvöxtur verði í takt við væntingar. „Þegar horft er til framtíðar þá er útlit fyrir jákvæða þróun á atvinnumarkaðnum og i efnahagslífinu í víðara samhengi,“ sagði Yellen við þingnefndina. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að seðlabankinn eigi að bíða til næsta árs með að hækka vexti. Nokkrir úr bankastjórn seðlabankans eru sammála. Yellen sagði hins vegar í gær að stefna meirihluta bankastjórnarinnar hefði ekki breyst. Og hún gaf til kynna að útlit í efnahagsmálum væri betra en búist var við. Olíuverð lágt, vextir lágir, fleira starfsfólk ráðið í störf. Þá nytu Bandaríkin góðs af afleiddum áhrifum af aðgerðum sem ráðist hefur verið í í öðrum ríkjum til að örva hagvöxt.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira