Áhugaflugmenn gagnrýna takmörkun á einkaflugi á Þjóðhátíð Ingvar Haraldsson skrifar 18. júlí 2015 07:00 Flugvél lendir á flugvellinum í Vestmannaeyjum. vísir/óskar friðriksson Óánægja er meðal einka- og áhugaflugmanna með nýjar reglur Isavia um skipulag flugs til og frá Vestmannaeyjum yfir verslunarmannahelgi. Samkvæmt reglunum verður afgreiðslutímum á flugvöllinn úthlutað svo flugtök og lendingar verði ekki fleiri en átta á hálftíma. Auk þess mun atvinnuflug hafi forgang. Fram til þessa hefur flugturninn í Vestmannaeyjum séð um að dreifa álagi á flugvöllinn. „Það hefur bara gengið mjög vel,“ segir Valur Stefánsson, formaður Félags flugmanna og flugvélaeigenda.Valur StefánssonValur segir sambærilegt fyrirkomulag hafa verið reynt fyrir nokkrum árum en það hafi ekki gengið sem skyldi. „Það var ekkert af litlu vélunum sem fóru þá helgina,“ segir Valur. Valur spyr hvers vegna sé verið að setja nýjar reglur nú þar sem álagið á flugvellinum hafi verið mun meira áður en Landeyjahöfn var tekin í notkun árið 2010. „Það er miklu minna af litlum vélum sem eru að fara núna eftir að Landeyjahöfn kom því að Herjólfur er að ferja obbann af þessu fólki í dag sem hann gerði ekki áður,“ segir Valur. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir ástæðu breytinganna vera áhættumat sem gert hafi verið síðasta haust. „Þar komu í ljós öryggislegir vankantar og það hefði verið óábyrgt af okkur að bregðast ekki við,“ segir Guðni. Þá segir Guðni að eftir samdrátt í flugi eftir hrun hafi flug til Vestmannaeyja tekið að aukast á ný yfir verslunarmannahelgi. Afgreiðslutíma á Vestmannaeyjaflugvelli um verslunarmannahelgi er úthlutað til þess að koma í veg fyrir að hættuástand skapist vegna of mikils álags. „Bæði er það til þess að tryggja að ekki séu of margar flugvélar í einu í loftrýminu og vegna þess að stæði á flugvellinum eru takmörkuð.“ Guðni segir að miðað við greiningu á umferðinni ættu flugmenn og flugfarþegar að komast leiðar sinnar. „En mögulega gætu þeir þurft að hliðra tímum til þess að dreifa álaginu á flugvöllinn betur,“ segir Guðni. Guðni bætir við að algengt sé að afgreiðslutímum sé úthlutað á álagstímum á flugvöllum. „Þetta á til dæmis við um Keflavíkurflugvöll en þar er afgreiðslutímum úthlutað á helstu álagstímum sólarhringsins,“ segir Guðni. Fréttir af flugi Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Egill Þór er látinn Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Óánægja er meðal einka- og áhugaflugmanna með nýjar reglur Isavia um skipulag flugs til og frá Vestmannaeyjum yfir verslunarmannahelgi. Samkvæmt reglunum verður afgreiðslutímum á flugvöllinn úthlutað svo flugtök og lendingar verði ekki fleiri en átta á hálftíma. Auk þess mun atvinnuflug hafi forgang. Fram til þessa hefur flugturninn í Vestmannaeyjum séð um að dreifa álagi á flugvöllinn. „Það hefur bara gengið mjög vel,“ segir Valur Stefánsson, formaður Félags flugmanna og flugvélaeigenda.Valur StefánssonValur segir sambærilegt fyrirkomulag hafa verið reynt fyrir nokkrum árum en það hafi ekki gengið sem skyldi. „Það var ekkert af litlu vélunum sem fóru þá helgina,“ segir Valur. Valur spyr hvers vegna sé verið að setja nýjar reglur nú þar sem álagið á flugvellinum hafi verið mun meira áður en Landeyjahöfn var tekin í notkun árið 2010. „Það er miklu minna af litlum vélum sem eru að fara núna eftir að Landeyjahöfn kom því að Herjólfur er að ferja obbann af þessu fólki í dag sem hann gerði ekki áður,“ segir Valur. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir ástæðu breytinganna vera áhættumat sem gert hafi verið síðasta haust. „Þar komu í ljós öryggislegir vankantar og það hefði verið óábyrgt af okkur að bregðast ekki við,“ segir Guðni. Þá segir Guðni að eftir samdrátt í flugi eftir hrun hafi flug til Vestmannaeyja tekið að aukast á ný yfir verslunarmannahelgi. Afgreiðslutíma á Vestmannaeyjaflugvelli um verslunarmannahelgi er úthlutað til þess að koma í veg fyrir að hættuástand skapist vegna of mikils álags. „Bæði er það til þess að tryggja að ekki séu of margar flugvélar í einu í loftrýminu og vegna þess að stæði á flugvellinum eru takmörkuð.“ Guðni segir að miðað við greiningu á umferðinni ættu flugmenn og flugfarþegar að komast leiðar sinnar. „En mögulega gætu þeir þurft að hliðra tímum til þess að dreifa álaginu á flugvöllinn betur,“ segir Guðni. Guðni bætir við að algengt sé að afgreiðslutímum sé úthlutað á álagstímum á flugvöllum. „Þetta á til dæmis við um Keflavíkurflugvöll en þar er afgreiðslutímum úthlutað á helstu álagstímum sólarhringsins,“ segir Guðni.
Fréttir af flugi Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Egill Þór er látinn Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira