Við viljum trausta, opinbera heilbrigðisþjónustu Oddný G. Harðardóttir skrifar 29. júlí 2015 07:00 Svo virðist sem hægristjórnin sé ófær um að leysa alvarlegan vanda heilbrigðiskerfisins með hag almennings að leiðarljósi. Hugmyndum um gróða, markað, kostnað og gjöld er þröngvað inn í umræðuna um viðkvæma stöðu heilbrigðisstofnana. Þeir sem vilja selja ríkinu þjónustuna eru að skilgreina þarfirnar og útfærsluna sjálfir. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins talar um markaðinn þar sem heilbrigðisstéttir eigi að nota tækifærið til að nýta og segir: „Yfir þeim markaði gín ríkið nánast eitt.“ Markaðurinn er væntanlega samansafn veikra Íslendinga og hann vilja hægrimenn að heilbrigðisstéttir nýti sér til hagsbóta. En væri það til hagsbóta fyrir sjúklingana og heilbrigðiskerfi sem á að vera aðgengilegt öllum óháð efnahag? Heilbrigðisráðherra hefur sagt að einkarekstur geti ekki tekið við því hlutverki sem Landspítalinn sinnir, en vinnur að einkarekstri heilsugæslustöðva. Ekkert kallar á aukinn einkarekstur grunnstoða velferðarsamfélagsins nema frjálshyggjustefna Sjálfstæðismanna. Því miður virðast þeir fá góðan frið fyrir Framsóknarmönnum í ríkisstjórn til að vinna að framgangi þeirrar stefnu. Lausn vandans í heilbrigðiskerfinu felst fyrst og fremst í því að ríkið styrki raunverulega rekstur sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana, geri þeim kleift að halda góðum mannauði og að mæta þörfum sjúklinga um land allt. Það á að vera forgangsverkefni. Heilsugæslustöðvar og heilbrigðisstofnanir tilheyra grunnstoðum velferðarkerfisins og að þeim þurfum við að gæta nú þegar hugmyndir um aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu vaða uppi. Gleymum því ekki grunnþjónustunni í umræðunni um alvarlegan vanda Landspítalans. Hana má ekki einkavæða í skiptum fyrir að rekstur Landspítalans verði opinber eins og heilbrigðisráðherra virðist vilja. Nú þegar hafa verið gerðir þjónustusamningar um einstök verk innan heilbrigðiskerfisins en einkarekstur getur ekki komið í staðinn fyrir trausta opinbera heilbrigðisþjónustu sem rekin er af myndarbrag. Aldrei má vafi leika á því hvort hagsmunir sjúklinga eða rekstraraðila heilbrigðisstofnana vegi þyngra. Þess vegna vill þjóðin reka sína heilbrigðisþjónustu sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Svo virðist sem hægristjórnin sé ófær um að leysa alvarlegan vanda heilbrigðiskerfisins með hag almennings að leiðarljósi. Hugmyndum um gróða, markað, kostnað og gjöld er þröngvað inn í umræðuna um viðkvæma stöðu heilbrigðisstofnana. Þeir sem vilja selja ríkinu þjónustuna eru að skilgreina þarfirnar og útfærsluna sjálfir. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins talar um markaðinn þar sem heilbrigðisstéttir eigi að nota tækifærið til að nýta og segir: „Yfir þeim markaði gín ríkið nánast eitt.“ Markaðurinn er væntanlega samansafn veikra Íslendinga og hann vilja hægrimenn að heilbrigðisstéttir nýti sér til hagsbóta. En væri það til hagsbóta fyrir sjúklingana og heilbrigðiskerfi sem á að vera aðgengilegt öllum óháð efnahag? Heilbrigðisráðherra hefur sagt að einkarekstur geti ekki tekið við því hlutverki sem Landspítalinn sinnir, en vinnur að einkarekstri heilsugæslustöðva. Ekkert kallar á aukinn einkarekstur grunnstoða velferðarsamfélagsins nema frjálshyggjustefna Sjálfstæðismanna. Því miður virðast þeir fá góðan frið fyrir Framsóknarmönnum í ríkisstjórn til að vinna að framgangi þeirrar stefnu. Lausn vandans í heilbrigðiskerfinu felst fyrst og fremst í því að ríkið styrki raunverulega rekstur sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana, geri þeim kleift að halda góðum mannauði og að mæta þörfum sjúklinga um land allt. Það á að vera forgangsverkefni. Heilsugæslustöðvar og heilbrigðisstofnanir tilheyra grunnstoðum velferðarkerfisins og að þeim þurfum við að gæta nú þegar hugmyndir um aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu vaða uppi. Gleymum því ekki grunnþjónustunni í umræðunni um alvarlegan vanda Landspítalans. Hana má ekki einkavæða í skiptum fyrir að rekstur Landspítalans verði opinber eins og heilbrigðisráðherra virðist vilja. Nú þegar hafa verið gerðir þjónustusamningar um einstök verk innan heilbrigðiskerfisins en einkarekstur getur ekki komið í staðinn fyrir trausta opinbera heilbrigðisþjónustu sem rekin er af myndarbrag. Aldrei má vafi leika á því hvort hagsmunir sjúklinga eða rekstraraðila heilbrigðisstofnana vegi þyngra. Þess vegna vill þjóðin reka sína heilbrigðisþjónustu sjálf.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar