Stuðningur NATO ögri friðarviðræðunum Tyrkja og Kúrda Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 1. ágúst 2015 07:00 Katrín segir að stuðninginn mætti túlka sem stuðning við aðgerðir gegn Kúrdum. Mynd/Utanríkisráðuneytið Katrín Jakobsdóttir „Eins og skilja mátti niðurstöðu fundarins á þriðjudaginn mátti túlka það sem svo að Atlantshafsbandalagið væri að styðja aðgerðir gegn Kúrdum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Katrín hefur óskað eftir að utanríkismálanefnd Alþingis fundi um stuðning Atlantshafsbandalagsins við aðgerðir Tyrklands á landamærum Sýrlands og Íraks. „Atlantshafsbandalagið er að lýsa yfir stuðningi við aðgerðir Tyrkja sem beinast ekki síður gegn Kúrdum heldur en ISIS og það er auðvitað ákveðin breyting.“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lagt áherslu á samvinnu með Atlantshafsbandalaginu í aðgerðum gegn ISIS en enn fremur telur hann mikilvægt að styðja við friðarviðræður Kúrda og Tyrkja. Katrín telur að í þessu felist ákveðin mótsögn. „Mér finnst mikilvægt að fá stefnu íslenskra stjórnvalda á hreint í þessu máli því það er auðvitað þversagnakennt að styðja við árásir gegn Kúrdum en styðja um leið friðarviðræðurnar. Ég styð þessar friðarviðræður Tyrkja og Kúrda og það hefur Evrópusambandið líka gert en ég hef áhyggjur af því að þessi stuðningur NATO við aðgerðir Tyrkja setji strik í reikninginn.“ Katrín segir að hún hafi þegar rætt við formann utanríkismálanefndar og vonast er til að nefndin komi saman í næstu viku. Tyrkir hófu loftárásir gegn herskáa hluta Verkamannaflokks Kúrda (PKK) og ISIS í síðustu viku. Árásirnar eru til komnar vegna árása vígamanna beggja sveita innan landamæra Tyrklands. Í gær létust tveir tyrkneskir lögregluþjónar og tveir vígamenn Verkamannaflokks Kúrda í árás þess síðarefnda á lögreglustöð og lestarteina í Tyrklandi. Kúrdar og Tyrkir hafa átt í friðarviðræðum undanfarin tvö ár en þær eru nú runnar í sandinn. Alþingi Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir „Eins og skilja mátti niðurstöðu fundarins á þriðjudaginn mátti túlka það sem svo að Atlantshafsbandalagið væri að styðja aðgerðir gegn Kúrdum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Katrín hefur óskað eftir að utanríkismálanefnd Alþingis fundi um stuðning Atlantshafsbandalagsins við aðgerðir Tyrklands á landamærum Sýrlands og Íraks. „Atlantshafsbandalagið er að lýsa yfir stuðningi við aðgerðir Tyrkja sem beinast ekki síður gegn Kúrdum heldur en ISIS og það er auðvitað ákveðin breyting.“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lagt áherslu á samvinnu með Atlantshafsbandalaginu í aðgerðum gegn ISIS en enn fremur telur hann mikilvægt að styðja við friðarviðræður Kúrda og Tyrkja. Katrín telur að í þessu felist ákveðin mótsögn. „Mér finnst mikilvægt að fá stefnu íslenskra stjórnvalda á hreint í þessu máli því það er auðvitað þversagnakennt að styðja við árásir gegn Kúrdum en styðja um leið friðarviðræðurnar. Ég styð þessar friðarviðræður Tyrkja og Kúrda og það hefur Evrópusambandið líka gert en ég hef áhyggjur af því að þessi stuðningur NATO við aðgerðir Tyrkja setji strik í reikninginn.“ Katrín segir að hún hafi þegar rætt við formann utanríkismálanefndar og vonast er til að nefndin komi saman í næstu viku. Tyrkir hófu loftárásir gegn herskáa hluta Verkamannaflokks Kúrda (PKK) og ISIS í síðustu viku. Árásirnar eru til komnar vegna árása vígamanna beggja sveita innan landamæra Tyrklands. Í gær létust tveir tyrkneskir lögregluþjónar og tveir vígamenn Verkamannaflokks Kúrda í árás þess síðarefnda á lögreglustöð og lestarteina í Tyrklandi. Kúrdar og Tyrkir hafa átt í friðarviðræðum undanfarin tvö ár en þær eru nú runnar í sandinn.
Alþingi Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Sjá meira