Slapp með skrekkinn í flugvél á fjallstoppi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. ágúst 2015 07:00 Fjörutíu ára eins hreyfils flugvél af Piper-gerð endaði á fjallstoppi á Tröllaskaga. Mynd/Rannsóknarnefnd Samgönguslysa Flugmaður sem brotlenti eins hreyfils vél á snæþöktum toppi fjallsins Fláa á Tröllaskaga í júní í fyrra vanmat aðstæður til blindflugs. Þetta segir í niðurstöðu rannsóknarnefndar samgönguslysa. TF-KAJ var flogið frá Akureyrarflugvelli 22. júní í fyrra. Hugðist flugmaðurinn sem var einn um borð fljúga að Miklavatni í Fljótum og lenda þar. „Þegar flugmaðurinn nálgaðist Þorvaldsdal sá hann að þokubakki var í dalnum sem virtist rísa upp og nálgast hann. Hann ákvað því að snúa við. Þegar hann hafði tekið um 90° beygju til vinstri (til suðvesturs) kom þokan snögglega yfir hann og sá hann ekki lengur til jarðar,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Flugmaðurinn hafi þá hætt við beygjuna og reynt að halda flugvélinni láréttri og lækka flugið.Rannsóknarnefnd telur að sú ákvörðun flugmannsins að hætta við beygju og halda flugvélinni láréttri um leið og hann lækkaði flugið hafi orðið til þess að ekki fór verr.Mynd/Rannsóknarnefnd Samgönguslysa„Stuttu seinna skall flugvélin á snæviþöktum toppi Fláa og kastaðist upp á ný. Flugmaðurinn dró þá aflið af hreyflinum, togaði stýrið að sér til fulls og flugvélin lenti. Samkvæmt upplýsingum frá flugmanninum stöðvaðist flugvélin um það bil 200 metrum eftir að hún snerti fyrst snjóinn.“ Flugmanninn sakaði ekki en hjólabúnaður og loftskrúfa skemmdust. Rannsóknarnefndin segir að miðað við þær veðurupplýsingar sem lágu fyrir um skýjahæðina, sem hafi verið um þrjú þúsund fet, hafi „verið vafasamt að fljúga samkvæmt sjónflugsreglum yfir fjalllendi sem liggur í svipaðri hæð“.Flugleiðin frá Akureyrarflugvelli.Fram kemur að í útgefinni veðurspá hafi sjónflugsskilyrði milli landshluta þennan dag verið sögð „léleg eða vafasöm víðast hvar“. Ekki hafi verið blindflugsbúnaður í vélinni og hallamælir hafi verið óvirkur. „Flugmaðurinn hafði því ekki haft möguleika á að hafa fulla stjórn á flugvélinni við þær aðstæður sem hann var kominn í og með þann tækjabúnað sem var um borð.“ Um flugmanninn segir að hann hafi verið 49 ára atvinnuflugmaður með yfir fimmtán þúsund klukkustunda flugreynslu, þó aðeins 70 tíma á þessa tilteknu flugvélartegund. Leggur rannsóknarnefndin „áherslu á að flugmenn, og þá sérstaklega þeir sem hafa mikla blindflugsreynslu, vanmeti ekki þær aðstæður sem geta skapast í sjónflugi á flugvélum sem ekki eru útbúnar til blindflugs.“ Fréttir af flugi Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Egill Þór er látinn Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Flugmaður sem brotlenti eins hreyfils vél á snæþöktum toppi fjallsins Fláa á Tröllaskaga í júní í fyrra vanmat aðstæður til blindflugs. Þetta segir í niðurstöðu rannsóknarnefndar samgönguslysa. TF-KAJ var flogið frá Akureyrarflugvelli 22. júní í fyrra. Hugðist flugmaðurinn sem var einn um borð fljúga að Miklavatni í Fljótum og lenda þar. „Þegar flugmaðurinn nálgaðist Þorvaldsdal sá hann að þokubakki var í dalnum sem virtist rísa upp og nálgast hann. Hann ákvað því að snúa við. Þegar hann hafði tekið um 90° beygju til vinstri (til suðvesturs) kom þokan snögglega yfir hann og sá hann ekki lengur til jarðar,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Flugmaðurinn hafi þá hætt við beygjuna og reynt að halda flugvélinni láréttri og lækka flugið.Rannsóknarnefnd telur að sú ákvörðun flugmannsins að hætta við beygju og halda flugvélinni láréttri um leið og hann lækkaði flugið hafi orðið til þess að ekki fór verr.Mynd/Rannsóknarnefnd Samgönguslysa„Stuttu seinna skall flugvélin á snæviþöktum toppi Fláa og kastaðist upp á ný. Flugmaðurinn dró þá aflið af hreyflinum, togaði stýrið að sér til fulls og flugvélin lenti. Samkvæmt upplýsingum frá flugmanninum stöðvaðist flugvélin um það bil 200 metrum eftir að hún snerti fyrst snjóinn.“ Flugmanninn sakaði ekki en hjólabúnaður og loftskrúfa skemmdust. Rannsóknarnefndin segir að miðað við þær veðurupplýsingar sem lágu fyrir um skýjahæðina, sem hafi verið um þrjú þúsund fet, hafi „verið vafasamt að fljúga samkvæmt sjónflugsreglum yfir fjalllendi sem liggur í svipaðri hæð“.Flugleiðin frá Akureyrarflugvelli.Fram kemur að í útgefinni veðurspá hafi sjónflugsskilyrði milli landshluta þennan dag verið sögð „léleg eða vafasöm víðast hvar“. Ekki hafi verið blindflugsbúnaður í vélinni og hallamælir hafi verið óvirkur. „Flugmaðurinn hafði því ekki haft möguleika á að hafa fulla stjórn á flugvélinni við þær aðstæður sem hann var kominn í og með þann tækjabúnað sem var um borð.“ Um flugmanninn segir að hann hafi verið 49 ára atvinnuflugmaður með yfir fimmtán þúsund klukkustunda flugreynslu, þó aðeins 70 tíma á þessa tilteknu flugvélartegund. Leggur rannsóknarnefndin „áherslu á að flugmenn, og þá sérstaklega þeir sem hafa mikla blindflugsreynslu, vanmeti ekki þær aðstæður sem geta skapast í sjónflugi á flugvélum sem ekki eru útbúnar til blindflugs.“
Fréttir af flugi Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Egill Þór er látinn Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira