Viðskiptabann Rússa líklegra nú en áður Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. ágúst 2015 07:00 Þingmenn voru léttir á brún fyrir fund utanríkismálanefndar í gær áður en alvarlegu málefnin tóku við. vísir/vilhelm „Við erum að verja ákveðin prinsipp sem eru varin samkvæmt alþjóðareglum og sáttmálum og þetta er brotið af Rússum í þessu tilfelli,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra eftir fund utanríkismálanefndar Alþingis í gær. Þeir nefndarmenn sem Fréttablaðið náði tali af voru sammála um að pólitísk samstaða væri um að halda þvingunum gegn Rússlandi áfram. „Þetta snýst um það að Ísland hefur alltaf varið sig með tilvísunum í lög um slíka sáttmála og þar af leiðandi getum við ekki gefið afslátt af því prinsippi. Það gæti kæmi okkur í koll síðar meir en ég geri samt ekki lítið úr þeim vandamálum sem því fylgja,“ sagði Gunnar. Hann segir að líkurnar á því að Rússar beiti Ísland viðskiptabanni séu meiri heldur en áður en þó sé ekkert staðfest í þeim efnum þar sem íslensk stjórnvöld hafa fengið misvísandi upplýsingar frá þeim rússnesku. Gunnar segir að á fundinum hafi verið ræddar hugmyndir um hvort stjórnvöld kæmu útflutningsaðilum til aðstoðar ef af viðskiptabanni verður. Til að mynda var rætt hvort Ísland ætti að veita opinber framlög til þeirra útflutningsaðila sem hljóta skaða af líkt og önnur ríki hafa gert.Gunnar Bragi Sveinsson„Einstök ríki innan Evrópusambandsins hafa til dæmis stutt sinn sjávarútveg eða landbúnað,“ segir hann. „Norðmenn studdu sína útflytjendur bæði með tryggingum og einhverju slíku. Ég persónulega er mjög opinn fyrir því að skoða slíkt.“ Rússar hafa hótað því að beita Ísland viðskiptaþvingunum þar sem Ísland er í hópi ríkja ásamt Evrópusambandinu sem hafa beitt Rússland þvingunaraðgerðum vegna ágangs þeirra gagnvart Úkraínu. Þrátt fyrir að aðgerðir Evrópusambandsins séu víðtækar er hlutverk Íslands takmarkað að sögn Gunnars. „Þetta eru þvinganir sem snúa að ferðafrelsi, fjármagnsflutningum, vopnaviðskiptum, fjárfestingum og fleira. Það er eitt íslenskt fyrirtæki sem hefur selt búnað í olíuiðnaðinn og þess háttar. Það fellur undir þessa skilgreiningu. Þegar kemur að endurnýjun á þeirra samningi þá gæti það haft einhver áhrif. Það er eina dæmið um bein áhrif þvingananna á Ísland.“ Alþingi Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Fleiri fréttir Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Sjá meira
„Við erum að verja ákveðin prinsipp sem eru varin samkvæmt alþjóðareglum og sáttmálum og þetta er brotið af Rússum í þessu tilfelli,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra eftir fund utanríkismálanefndar Alþingis í gær. Þeir nefndarmenn sem Fréttablaðið náði tali af voru sammála um að pólitísk samstaða væri um að halda þvingunum gegn Rússlandi áfram. „Þetta snýst um það að Ísland hefur alltaf varið sig með tilvísunum í lög um slíka sáttmála og þar af leiðandi getum við ekki gefið afslátt af því prinsippi. Það gæti kæmi okkur í koll síðar meir en ég geri samt ekki lítið úr þeim vandamálum sem því fylgja,“ sagði Gunnar. Hann segir að líkurnar á því að Rússar beiti Ísland viðskiptabanni séu meiri heldur en áður en þó sé ekkert staðfest í þeim efnum þar sem íslensk stjórnvöld hafa fengið misvísandi upplýsingar frá þeim rússnesku. Gunnar segir að á fundinum hafi verið ræddar hugmyndir um hvort stjórnvöld kæmu útflutningsaðilum til aðstoðar ef af viðskiptabanni verður. Til að mynda var rætt hvort Ísland ætti að veita opinber framlög til þeirra útflutningsaðila sem hljóta skaða af líkt og önnur ríki hafa gert.Gunnar Bragi Sveinsson„Einstök ríki innan Evrópusambandsins hafa til dæmis stutt sinn sjávarútveg eða landbúnað,“ segir hann. „Norðmenn studdu sína útflytjendur bæði með tryggingum og einhverju slíku. Ég persónulega er mjög opinn fyrir því að skoða slíkt.“ Rússar hafa hótað því að beita Ísland viðskiptaþvingunum þar sem Ísland er í hópi ríkja ásamt Evrópusambandinu sem hafa beitt Rússland þvingunaraðgerðum vegna ágangs þeirra gagnvart Úkraínu. Þrátt fyrir að aðgerðir Evrópusambandsins séu víðtækar er hlutverk Íslands takmarkað að sögn Gunnars. „Þetta eru þvinganir sem snúa að ferðafrelsi, fjármagnsflutningum, vopnaviðskiptum, fjárfestingum og fleira. Það er eitt íslenskt fyrirtæki sem hefur selt búnað í olíuiðnaðinn og þess háttar. Það fellur undir þessa skilgreiningu. Þegar kemur að endurnýjun á þeirra samningi þá gæti það haft einhver áhrif. Það er eina dæmið um bein áhrif þvingananna á Ísland.“
Alþingi Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Fleiri fréttir Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Sjá meira