Boðar heildarendurskoðun á fangelsismálum í vetur Sveinn Arnarsson skrifar 15. ágúst 2015 07:00 Fangar á Akureyri vilja frekar vera lokaðir inni á Akureyri en frjálsir syðra. Eina leiðin til að ljúka afplánun utan fangelsis er að vera í Reykjavík. „Þetta finnst mér hróplegt óréttlæti fyrir fanga á Norðurlandi og það er mjög mikilvægt að sambærilegt úrræði og Vernd verði að veruleika á Akureyri,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. Fangar á Akureyri velja margir hverjir frekar að sitja inni í fangelsinu á Akureyri en að ljúka afplánun utan fangelsis þar sem það krefst búferlaflutninga frá fjölskyldu til Reykjavíkur.Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndarFréttablaðið greindi frá því á fimmtdag að eina áfangaheimilið fyrir fanga til dvalar er í Reykjavík. Vilji þeir ljúka afplánun utan fangelsis, eins og lög um fullnustu refsinga gefur leyfi til, er ekki annar möguleiki en að flytja til Reykjavíkur. „Fangi á Akureyri þarf að velja á milli vægari refsingar í opnu úrræði og þess að sitja allan afplánunartímann í öryggisfangelsi til að eiga kost á heimsóknum frá maka og börnum.“ segir Brynhildur og minnir á að fangelsisvist er kostnaðarsöm leið fyrir ríkið. „Þess utan er þetta hreinlega klár mismunun eftir búsetu sem á ekki að líðast og er margfalt dýrara fyrir ríkið að hýsa fanga í fangelsi en á áfangaheimili utan fangelsis.“ Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í frétt Fréttablaðsins í fyrradag að meira fé þyrfti að renna í málaflokkinn frá hinu opinbera. Hans verkefni nú væri að reyna að reka fangelsismálastofnun á núllinu og „halda sjó“ eins og hann orðaði það. Ekki væri til fjármagn til að koma á áfangaheimili á Norðurlandi sökum fjárskorts.Brynhildur Pétursdóttir Þingmaður Bjartrar framtíðarUnnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar Alþingis, boðar gagngera endurskoðun málaflokksins á komandi vetri. „Ég segi það núna og hef sagt það áður að fangelsismál á Íslandi þurfa að fara í gegnum heildarendurskoðun. Við verðum að setja niður hver næstu skref okkar eigi að vera, hver heildarsýnin er varðandi Litla-Hraun og Akureyri og hvernig fjármunir eru sem best nýttir. Það verður svo verkefni vetrarins að mínu mati,“ segir Unnur Brá. Alþingi Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira
„Þetta finnst mér hróplegt óréttlæti fyrir fanga á Norðurlandi og það er mjög mikilvægt að sambærilegt úrræði og Vernd verði að veruleika á Akureyri,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. Fangar á Akureyri velja margir hverjir frekar að sitja inni í fangelsinu á Akureyri en að ljúka afplánun utan fangelsis þar sem það krefst búferlaflutninga frá fjölskyldu til Reykjavíkur.Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndarFréttablaðið greindi frá því á fimmtdag að eina áfangaheimilið fyrir fanga til dvalar er í Reykjavík. Vilji þeir ljúka afplánun utan fangelsis, eins og lög um fullnustu refsinga gefur leyfi til, er ekki annar möguleiki en að flytja til Reykjavíkur. „Fangi á Akureyri þarf að velja á milli vægari refsingar í opnu úrræði og þess að sitja allan afplánunartímann í öryggisfangelsi til að eiga kost á heimsóknum frá maka og börnum.“ segir Brynhildur og minnir á að fangelsisvist er kostnaðarsöm leið fyrir ríkið. „Þess utan er þetta hreinlega klár mismunun eftir búsetu sem á ekki að líðast og er margfalt dýrara fyrir ríkið að hýsa fanga í fangelsi en á áfangaheimili utan fangelsis.“ Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í frétt Fréttablaðsins í fyrradag að meira fé þyrfti að renna í málaflokkinn frá hinu opinbera. Hans verkefni nú væri að reyna að reka fangelsismálastofnun á núllinu og „halda sjó“ eins og hann orðaði það. Ekki væri til fjármagn til að koma á áfangaheimili á Norðurlandi sökum fjárskorts.Brynhildur Pétursdóttir Þingmaður Bjartrar framtíðarUnnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar Alþingis, boðar gagngera endurskoðun málaflokksins á komandi vetri. „Ég segi það núna og hef sagt það áður að fangelsismál á Íslandi þurfa að fara í gegnum heildarendurskoðun. Við verðum að setja niður hver næstu skref okkar eigi að vera, hver heildarsýnin er varðandi Litla-Hraun og Akureyri og hvernig fjármunir eru sem best nýttir. Það verður svo verkefni vetrarins að mínu mati,“ segir Unnur Brá.
Alþingi Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira