Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 26-25 | Svekkjandi tap eftir sveiflukennda frammistöðu Kristinn Páll Teitsson skrifar 9. janúar 2016 15:45 Pekeler kemur hér inn af línunni í leiknum í dag. Vísir/getty Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í æfingarleik í handbolta í dag en eftir kaflaskipta spilamennsku var íslenska liðið var hársbreidd frá því að stela sigrinum undir lok leiksins. Íslenska liðið var einfaldlega skrefinu á eftir Þjóðverjum í fyrri hálfleik og voru strákarnir okkar alltaf að eltast við forskot þýska liðsins. Spilamennskan var mun betri í seinni hálfleik, liðið herti skrúfurnar í varnarleiknum og komst yfir skömmu fyrir leikslok en Þjóðverjar reyndust sterkari á lokakafla leiksins og unnu nauman sigur. Var um fyrri leik liðanna af tveimur æfingarleikjum að ræða en þeir eru hluti af lokaundirbúningi íslenska liðsins áður en flautað verður til leiks á EM í Póllandi á föstudaginn. Verkefni dagsins var áhugavert fyrir margar sakir fyrir Aron Kristjánsson, þjálfara íslenska landsliðsins. Þýska liðið undir stjórn Dags Sigurðssonar saknaði nokkurra leikmanna en hafði unnið sex leiki í röð fyrir leik dagsins. Þá átti Aron eftir að tilkynna hvaða sautján leikmenn færu með til Póllands en hann tók alls átján leikmenn með sér í leikina gegn Þýskalandi. Ásgeir Örn Hallgrímsson kom Íslandi yfir 1-0 en eftir það var íslenska liðið einfaldlega skrefinu á eftir allan fyrri hálfleikinn. Varnarlínan lék aftarlega og fyrir vikið fengu skyttur þýska liðsins ítrekað góð skotfæri við punktalínuna. Varð það til þess að markvarslan í fyrri hálfleik var ekki nægilega góð og átti íslenska liðið erfitt með að vinna upp forskot þýska liðsins. Þýskaland náði þegar mest var fjögurra marka forskoti en strákunum okkar tókst að minnka muninn niður í tvö mörk skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 13-15. Íslenska liðið mætti einbeittara til leiks í seinni hálfleik en átti í erfiðleikum með að saxa á forskot Þjóðverja fyrsta korter seinni hálfleiksins. Kom góður kafli hjá íslenska liðinu korter fyrir leikslok þegar þeim tókst að breyta stöðunni úr 18-22 í 24-23 með 6-1 kafla þegar aðeins fimm mínútur voru til leiksloka. Var það í fyrsta skiptið sem íslenska liðið var yfir frá upphafsmínútu leiksins. Þjóðverjum tókst að nýta sér liðsmuninn á lokamínútum leiksins þegar Guðmundur Hólmar Helgason fékk ódýra tveggja mínútna brottvísun og tryggja sér sigurinn. Gerðu sérkennilegar ákvarðanir dönsku dómaranna íslenska liðinu erfitt fyrir á lokamínútum leiksins. Aron Pálmarsson var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk en Alexander Petersson sem leit afar vel út í leiknum bætti við fimm mörkum. Í markinu áttu Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson ekki sýna bestu daga en vörnin gerði lítið til þess að hjálpa þeim lengi vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í æfingarleik í handbolta í dag en eftir kaflaskipta spilamennsku var íslenska liðið var hársbreidd frá því að stela sigrinum undir lok leiksins. Íslenska liðið var einfaldlega skrefinu á eftir Þjóðverjum í fyrri hálfleik og voru strákarnir okkar alltaf að eltast við forskot þýska liðsins. Spilamennskan var mun betri í seinni hálfleik, liðið herti skrúfurnar í varnarleiknum og komst yfir skömmu fyrir leikslok en Þjóðverjar reyndust sterkari á lokakafla leiksins og unnu nauman sigur. Var um fyrri leik liðanna af tveimur æfingarleikjum að ræða en þeir eru hluti af lokaundirbúningi íslenska liðsins áður en flautað verður til leiks á EM í Póllandi á föstudaginn. Verkefni dagsins var áhugavert fyrir margar sakir fyrir Aron Kristjánsson, þjálfara íslenska landsliðsins. Þýska liðið undir stjórn Dags Sigurðssonar saknaði nokkurra leikmanna en hafði unnið sex leiki í röð fyrir leik dagsins. Þá átti Aron eftir að tilkynna hvaða sautján leikmenn færu með til Póllands en hann tók alls átján leikmenn með sér í leikina gegn Þýskalandi. Ásgeir Örn Hallgrímsson kom Íslandi yfir 1-0 en eftir það var íslenska liðið einfaldlega skrefinu á eftir allan fyrri hálfleikinn. Varnarlínan lék aftarlega og fyrir vikið fengu skyttur þýska liðsins ítrekað góð skotfæri við punktalínuna. Varð það til þess að markvarslan í fyrri hálfleik var ekki nægilega góð og átti íslenska liðið erfitt með að vinna upp forskot þýska liðsins. Þýskaland náði þegar mest var fjögurra marka forskoti en strákunum okkar tókst að minnka muninn niður í tvö mörk skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 13-15. Íslenska liðið mætti einbeittara til leiks í seinni hálfleik en átti í erfiðleikum með að saxa á forskot Þjóðverja fyrsta korter seinni hálfleiksins. Kom góður kafli hjá íslenska liðinu korter fyrir leikslok þegar þeim tókst að breyta stöðunni úr 18-22 í 24-23 með 6-1 kafla þegar aðeins fimm mínútur voru til leiksloka. Var það í fyrsta skiptið sem íslenska liðið var yfir frá upphafsmínútu leiksins. Þjóðverjum tókst að nýta sér liðsmuninn á lokamínútum leiksins þegar Guðmundur Hólmar Helgason fékk ódýra tveggja mínútna brottvísun og tryggja sér sigurinn. Gerðu sérkennilegar ákvarðanir dönsku dómaranna íslenska liðinu erfitt fyrir á lokamínútum leiksins. Aron Pálmarsson var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk en Alexander Petersson sem leit afar vel út í leiknum bætti við fimm mörkum. Í markinu áttu Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson ekki sýna bestu daga en vörnin gerði lítið til þess að hjálpa þeim lengi vel, sérstaklega í fyrri hálfleik.
EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira