Obama með tilfinningaþrungna ræðu um byssueign Samúel Karl Ólason skrifar 5. janúar 2016 18:30 Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, kynnti nýja áætlun sína um lög vegna byssukaupa á sjötta tímanum í dag. Áætlunin snýr að ítarlegri bakgrunnsskoðunum á kaupendum skotvopna, en Obama ætlar að fara fram hjá þinginu til að ná sínu fram. Obama hélt ræðu í Hvíta húsinu í dag, þar sem hann sagði að það væri vel mögulegt að draga úr skotárásum í Bandaríkjunum og í senn halda öðru ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna. Ákvæðið tryggir íbúum landsins rétt til að eiga skotvopn. „Þú ferð í gegnum bakgrunnsskoðun og kaupir vopn. Vandamálið er að sumir vopnasalar starfa eftir öðrum reglum.“ Í salnum þar sem Obama hélt ræðu sína voru meðal annars foreldrar barna sem létu lífið í skotárásinni í grunnskólanum í Sandy Hook árið 2012. „Þess vegna erum við hér, ekki til að tala um síðustu árás, heldur til að koma í veg fyrir þá næstu,“ sagði Obama. „Þrýstihópar byssueigenda halda kannski þinginu í gíslingu, en þeir geta ekki haldið Bandaríkjamönnum í gíslingu.“ Hér að neðan má sjá mánaðargamalt myndband Vox um byssuvandan í Bandaríkjunum. Áætlun Obama felur í sér að allir vopnasalar þurfi að framkvæma bakgrunnsskoðanir á kaupendum. Með því verður undanþága sölu á netinu og byssusýningum afnumin. Þá þurfi ríki að veita upplýsingar um fólk með geðvandamál og alvarlega dóma á bakinu. Þar að auki eigi alríkislögreglan í Bandaríkjunum, FBI, að ráða 230 manns sem eiga að framkvæmda bakgrunnsskoðanirnar. Auk þess vill forsetinn að þing Bandaríkjanna verji fé til að auka aðgengi að heilbrigðisþjónustu þar í landi og að ríkið rannsaki leiðir til að gera byssur öruggari. Mark Barden, faðir drengs sem lét lífið í skotárásinni í Sandy Hook talaði á undan Obama. Nokkur atriði sem AP fréttaveitan dró fram. Samantekt BBC. Ræða Obama í heild sinni. Bandaríkin Barack Obama Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, kynnti nýja áætlun sína um lög vegna byssukaupa á sjötta tímanum í dag. Áætlunin snýr að ítarlegri bakgrunnsskoðunum á kaupendum skotvopna, en Obama ætlar að fara fram hjá þinginu til að ná sínu fram. Obama hélt ræðu í Hvíta húsinu í dag, þar sem hann sagði að það væri vel mögulegt að draga úr skotárásum í Bandaríkjunum og í senn halda öðru ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna. Ákvæðið tryggir íbúum landsins rétt til að eiga skotvopn. „Þú ferð í gegnum bakgrunnsskoðun og kaupir vopn. Vandamálið er að sumir vopnasalar starfa eftir öðrum reglum.“ Í salnum þar sem Obama hélt ræðu sína voru meðal annars foreldrar barna sem létu lífið í skotárásinni í grunnskólanum í Sandy Hook árið 2012. „Þess vegna erum við hér, ekki til að tala um síðustu árás, heldur til að koma í veg fyrir þá næstu,“ sagði Obama. „Þrýstihópar byssueigenda halda kannski þinginu í gíslingu, en þeir geta ekki haldið Bandaríkjamönnum í gíslingu.“ Hér að neðan má sjá mánaðargamalt myndband Vox um byssuvandan í Bandaríkjunum. Áætlun Obama felur í sér að allir vopnasalar þurfi að framkvæma bakgrunnsskoðanir á kaupendum. Með því verður undanþága sölu á netinu og byssusýningum afnumin. Þá þurfi ríki að veita upplýsingar um fólk með geðvandamál og alvarlega dóma á bakinu. Þar að auki eigi alríkislögreglan í Bandaríkjunum, FBI, að ráða 230 manns sem eiga að framkvæmda bakgrunnsskoðanirnar. Auk þess vill forsetinn að þing Bandaríkjanna verji fé til að auka aðgengi að heilbrigðisþjónustu þar í landi og að ríkið rannsaki leiðir til að gera byssur öruggari. Mark Barden, faðir drengs sem lét lífið í skotárásinni í Sandy Hook talaði á undan Obama. Nokkur atriði sem AP fréttaveitan dró fram. Samantekt BBC. Ræða Obama í heild sinni.
Bandaríkin Barack Obama Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira