ÞSSÍ var Íslandi til sóma
Mæður og börn
Í Malaví innti ég evrópsku sendiherrana sérstaklega eftir hvað þeir teldu lykilinn að velgengni ÞSSÍ. Þeir töldu mikilvægast að ÞSSÍ kappkostaði að veita heimamönnum sem mesta hlutdeild í ákvörðunum um hvaða verkefni ætti að ráðast í, og jafnframt að rekstri þeirra. Auk þess nefndu þeir sérstaklega áhersluna á konur og sögðu aðdáunarvert hvernig ÞSSÍ einbeitti sér að mæðrum og börnum, heilsugæslu og menntun. Þessar áherslur, sögðu þaulvanir sendimenn Evrópu í Afríku, skildu eftir varanlegan ávinning.
Þetta var kjarninn í starfsemi ÞSSÍ. Hún lagði áherslu á þátttöku heimamanna, vann með grasrótinni, og veitti íslenskum þróunarpeningum í skynsamleg verkefni sem skiluðu árangri strax, eins og öflun hreins vatns, sem útrýmdi kóleru á starfssvæðunum í Malaví. Hún studdi við menntun barna, kenndi fólki að lesa, og vann kraftaverk í að koma á varanlegri heilsugæslu. Spítalinn, sem Íslendingar reistu við Monkey Bay og gáfu heimamönnum, er talandi tákn þess. Fæðingardeildirnar í Monguchi verða um langa framtíð óbrotgjarn minnisvarði um vel útfærða og skynsamlega stefnu í þróunarsamvinnu.
Sjálfum er mér ógleymanleg heimsóknin í örlitla fæðingardeild í rjóðri inni í miðjum skógi, þar sem smávaxin forstöðukona með drifhvítan kappa lýsti fyrir mér þeirri gjörbreytingu sem hafði orðið á högum kvenna á svæðinu eftir að deildin tók til starfa. Tæplega 20 þúsund börn höfðu þá komið farsællega í heiminn með íslenskri aðstoð. Hún sagði að konur kæmu tugi kílómetra til að fæða á þessum stöðum. Af tæplega fimm ára sögulegum ferli í utanríkisráðuneytinu standa mér ferskust í minni orð sem hún lét falla: „Börnin deyja ekki hjá okkur.“
Ógrunduð og óskiljanleg ákvörðun
Á sama tíma og skýrslur sýna að Ísland er orðið næstríkasta land í Evrópu er það Íslandi til vansæmdar að stjórnvöld hafa svarað vaxandi ríkidæmi með því að draga beinlínis úr fjárveitingum frá því sem Alþingi samþykkti einróma 2011. Það breytir þó engu um að ÞSSÍ reisti íslenska flaggið með glæsilegum hætti. Í því ljósi er sorglegt að stjórnvöld hafi hrapað að þeirri ákvörðun, án sjáanlegra raka, að leggja stofnunina niður. Um langa hríð verður það skólabókardæmi um ógrundaða og órökstudda ákvörðun.
Á þessum tímamótum er óhjákvæmilegt að undirstrika að faglegir sérfræðingar sem leitað var til lögðust gegn niðurlagningu ÞSSÍ. Félagsvísindasvið HÍ, þar sem mest fræðilegt atgervi er að finna um þróunarsamvinnu, taldi hana „bráðræði“ og lagði til að stofnunin yrði fremur efld. Í langri umræðu sem spannaði tvö þing voru að lokum hraktar allar fullyrðingar sem upphaflega voru settar fram sem rök fyrir að leggja ÞSSÍ niður, s.s. „tvíverknaður“, skortur á „hagræðingu“ og að ÞSSÍ gengi ekki „í takt við utanríkisstefnuna“. Sjálft fjármálaráðuneytið lýsti skriflega yfir að ekki myndi sparast króna með aðgerðinni.
Samþykkt frumvarpsins var því miður dæmi um hvernig framkvæmdarvaldið er að snúa stjórnskipaninni á hvolf með því að taka yfir löggjafarvaldið og beitir flokksræði til að þrýsta í gegnum Alþingi ákvörðunum sem í reynd njóta þar ekki raunverulegs stuðnings.
Fyrirmyndarstofnun
Það sem aldrei deyr þó er góður orðstír. Það verður aldrei tekið frá ÞSSÍ, og starfsmönnum hennar, að þau hlutu fram á síðasta dag óskorað lof heima og erlendis fyrir góðan rekstur, nýmæli og frumkvæði í starfi. ÞSSÍ má óhikað telja til fyrirmyndarstofnana í íslenskri stjórnsýslu. Þegar horft er yfir glæsilegan feril hennar er óhætt að kveðja hana og starfsmenn hennar með því að segja:
Þið voruð Íslandi til sóma!
Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf
Inga Minelgaite skrifar
Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi
Matthildur Bjarnadóttir skrifar
Með styrka hönd á stýri í eigin lífi
Árni Sigurðsson skrifar
Hjólað inní framtíðinna
Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn.
Stefán Jón Hafstein skrifar
Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð
Sara María Júlíudóttir skrifar
Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Upprætum óttann við óttann
Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar
Hér er kona, um konu…
Vilborg Gunnarsdóttir skrifar
Vegna greinar Snorra Mássonar
Guðmundur Andri Thorsson skrifar
Ertu á krossgötum?
Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins?
Sigurjón Þórðarson skrifar
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg?
Gunnar Ármannsson skrifar
Máttur kaffibollans
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar
Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin
Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands?
Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Árið 1975 er að banka
Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar?
Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Val Vigdísar
Skúli Ólafsson skrifar
Friður á jörðu
Þröstur Friðfinnsson skrifar
Af hverju eru kennarar að fara í verkfall?
Anton Már Gylfason skrifar
Opið bréf til Íslandspósts ohf.
Gróa Jóhannsdóttir skrifar
Gaza getur ekki beðið lengur
Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar
Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu
Jón Frímann Jónsson skrifar
SVEIT – Kastið inn handklæðinu
Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar
Skjáfíkn - vísindi eða trú?
Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Evrópusambandið eða nasismi
Snorri Másson skrifar
Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað
Andri Þorvarðarson skrifar
Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi
Sæunn Kjartansdóttir skrifar