Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins í handbolta, fékk slæmar fréttir í gær þegar tilkynnt var að enn einn leikmaður þýska æfingarhópsins væri meiddur.
Leikmaðurinn sem um ræðir er vinstri hornamaðurinn Michael Allendorf sem leikur með Melsungen í þýsku deildinni í handbolta.
Var honum var ætlað að fylla í skarð Uwe Gensheimer sem missir af mótinu vegna meiðsla en flautað verður til leiks á EM í Póllandi þann 15. janúar næstkomandi.
Allendorf er fjórði leikmaðurinn sem neyðist til þess að draga sig úr landsliðshópnum en þegar höfðu liðsfélagarnir úr Rhein-Neckar Löwen, Gensheimer og Patrick Grötzki og Patrick Wiencek, leikmaður Kiel, neyðst til þess að draga sig úr landsliðshópnum vegna meiðsla.
Enn þynnist hópurinn hjá Degi
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið





„Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“
Íslenski boltinn

Guðmundur rekinn frá Fredericia
Handbolti


Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn
Enski boltinn

Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær
Enski boltinn

Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“
Enski boltinn