Saga af vondu fólki Halldór Auðar Svansson skrifar 2. janúar 2016 20:40 Hið nýliðna 2015 hefur af sumum verið kallað ár góða fólksins. Góða fólkið er fólkið sem er of gott og barnalegt, vill gera óraunhæfa hluti sem hafa skaðleg áhrif á samfélagið að mati þeirra sem telja sig raunsærri og röklegri. Mikið var um það á árínu að svona væri talað í samhengi við flóttafólk og hversu mörgu af því væri skynsamlegt að taka við. Þessi pistill fjallar hins vegar engan veginn um góða fólkið, enda komið nýtt ár, heldur er hann þvert á móti um vont fólk. Fólk sem vill stofna lífi og limum annars fólks í hættu með því að láta loka neyðarbraut á Reykjavíkurflugvelli. Skeytingarlaust fólk sem hugsar einungis um gróða. „Flugvallaróvinurinn“ Óskar Framsóknarmaðurinn Óskar Bergsson, sem þá var varaformaður skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkurborgar, ritaði í grein sem birtist í Morgunblaðinu þann 12. júlí 2001: „Þótt margt sé óráðið um framtíð innanlandsflugsins er sumt þegar ákveðið. Í núgildandi aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 er gert ráð fyrir því að norðaustur-suðvestur flugbrautin verði lögð niður og æfinga-, kennslu- og einkaflugi verði fundinn annar staður í nágrenni höfuðborgarinnar." NA/SV-brautin er auðvitað sú sem stundum er kölluð neyðarbraut. Þessi ágæta grein Óskars bar annars titilinn Svífum yfir í stað þess að grafa okkur niður og þar var hvatt til málefnalegrar umræðu um flugvallarmál í stað skotgrafahernaðar. Enda ekkert nýtt í því að slík umræða eigi það til að grafast niður hratt. Því fann Óskar greinilega aðeins fyrir um 13 árum síðar, þegar hann var um hríð oddviti framboðs Framsóknar í borginni. Sem kunnugt er breyttist það framboð á lokametrunum. Fékk allt annað fólk, annað nafn og aðeins aðrar áherslur - en það var þó Óskar sem mætti á framboðsfund um byggð við Hlíðarenda í Ráðhúsinu þann 4. mars 2014. Þar hafði hann þetta að segja: „Það sem þarf að hafa í huga á nýju svæði er hvað menn eru að fara? Erum við hér að byggja síðasta áfanga Hlíðahverfisins eða fyrsta áfangann í Vatnsmýrinni. Séu menn að leita eftir ágreiningi, þá er auðvelt að finna hann þar. Mjög auðvelt fyrir mig og þann flokk sem ég er fulltrúi fyrir að samþykkja það að þetta sé síðasti áfanginn í Hlíðahverfinu en alls ekki fyrsti áfanginn í Vatnsmýrinni. Það segi ég vegna þess að við teljum mjög mikilvægt að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni. Við teljum að það sé hægt að þétta byggð gríðarlega mikið í Reykjavík án þess að það sé gert á kostnað flugvallarins. Ég tel í raun og veru að þetta svæði hér geti gefið tóninn um að það sé hægt að gera. Það hefur verið uppi umræða að undanförnu um NA/SV-brautina. Ég tel að það hafi í raun verið búið að gera samninga um að sú braut færi. Ég veit ekki alveg hvað varð til þess að sú umræða kom aftur upp á yfirborðið að hún yrði að vera inni. Miðað við hvernig skipulagsmál eru unnin og hvað þau taka langan tíma þá hélt ég að þeirri umræðu væri lokið og við gætum sameinast um þetta hverfi í norðausturendanum og svo annars konar byggð nær Skerjafirði.“ Þarna var sumsé greinilega enn vel hægt að vera flugvallarvinur án þess að vera á móti lokun þessarar tilteknu brautar, heldur vilja frekar standa þar við gerða samninga og fyrirheit. Í huga Óskars var átakalínan enn eingöngu um hinar brautirnar. Sameinaðir Sjálfstæðismenn Þess má líka glögglega sjá merki í heimildum frá því kjörtímabili sem þarna var að líða að enn var mikill almennur samhljómur um lokun þessarar flugbrautar í þágu húsnæðisuppbyggingar, hvað sem skoðunum á framtíð flugvallarins sem slíks leið. Ekki síst meðal Sjálfstæðismanna þó Framsóknarmenn hafi að vísu verið fjarri góðu gamni, enda ekki með fulltrúa í borginni þá. Í frétt á mbl.is frá 11. apríl 2013, Heimila stækkun flugstöðvarinnar, er sagt frá fundi umhverfis- og skipulagsráðs þar sem Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir lögðu fram bókun þar sem segir meðal annars að það væri fagnaðarefni að ríkið ætli loks að standa við gerða samninga um lokun þriðju flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli; ríkið hefði í þrígang lofað því að loka brautinni í undirrituðum samningum. Flokksfélagi þeirra í ráðinu, Júlíus Vífill Ingvarsson, lagði fram sérstaka bókun með sínum eigin áherslum. Um neyðarbrautina svonefndu var þó enginn ágreiningur: „Í áraraðir hefur staðið til að leggja niður gamla flugbraut sem snýr í norðaustur-suðvestur. Brautin hefur af þessum ástæðum ekki hlotið eðlilegt viðhald og er lítið notuð. Samgöngumiðstöð sem ríkið vildi reisa í Vatnsmýrinni átti til dæmis að standa á brautarendanum. Nú þegar ákveðið hefur verið með samningum ríkis og borgar að brautin verði lögð af opnast tækifæri til að nýta land við Skerjafjörðinn með öðrum hætti.“ Í fréttinni er einnig sagt af því að samningur um kaup borgarinnar á landi í Skerjafirði í þágu húsnæðisuppbyggingar hafi verið samþykktur í borgarráði með öllum greiddum atkvæðum. Sömu sögu er að segja af samkomulagi um innanlandsflug sem gert var milli borgarstjóra og innanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins þann 25. október 2013; það var samþykkt einróma í borgarráði. Í því er vísað til þess að unnið yrði í samræmi við áður ritaða samninga, meðal annars hvað varðar lokun NA/SV-brautarinnar . Kjörtímabil niðurgraftarins Flugvallarvinirnir sem tóku við af Óskari gerðu það að sérstöku kosningamáli að halda í neyðarbrautina. Það var nokkuð skýr viðsnúningur og Framsókn bjó auðvitað við þann lúxus að koma aftur inn eftir hlé. Enginn Framsóknarmaður kom að formlegum ákvörðunum kjörtímabilið á undan og það var nýja fólkið sem fór inn í borgarstjórn en ekki Óskar. Gott og vel og sanngjarnt nokk. Stefnubreytingin var skýr og sett fram fyrir kosningar þó með skömmum fyrirvara hafi verið. Aðeins aðra sögu er hins vegar að segja af Sjálfstæðismönnum í borginni. Ekki er til þess vitað að þeir hafi formlega talað fyrir því að hverfa ætti frá því að loka þessari braut fyrr en nokkuð nýlega, í kjölfar þess að núverandi innanríkisráðherra, Ólöf Nordal, fór að þráast við að viðurkenna að gerðir samningar sem forverar hennar gerðu hefðu raunverulegt gildi. Ráðherra hefur töluvert svigrúm til að útfæra lokun brautarinnar þannig að öryggi sé ekki stefnt í hættu með því að grípa til mildunarúrræða, í samræmi við tillögur fagfólks. Ef ráðherra telur hins vegar að meira að segja með slíkum úrræðum sé ómögulegt og rangt að standa við gerða samninga væri ágætt að viðurkenna það einfaldlega og vinna í samræmi við það í stað þess að láta eins og þeir hafi bara ekkert formlegt gildi og stefna þannig málinu fyrir dómstóla. En gott og vel, dómstólaleiðin er þá eðlilegasti farvegurinn úr því sem komið er og vonandi skýrir hún stöðuna. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni hefur hins vegar tekið fram að borgarstjórnarflokkurinn styðji ekki að höfðað sé slíkt dómsmál á hendur ríkinu til að fá úr gildi samninganna skorið - þvert á þá ábyrgð sem hvílir á borgarfulltrúum að gæta fjárhagslegra hagsmuna borgarinnar. Dómsmál er nefnilega lokaúrræði sem borgin hefur til að sýna fram á að hún geri allt sem hún getur til að virða gerða samninga og þannig verja sig fyrir mögulegri skaðabótaábyrgð sem gæti kostað borgarsjóð töluverðar fjárhæðir. Ýmsir aðrir fjárhagslegir hagsmunir hanga þarna undir, til dæmis skuldbindingin sem fólst í kaupi á landinu við Skerjafjörð, þegar þær forsendur voru fyrir hendi að neyðarbrautinni svonefndu yrði lokað. „Vonda fólkið“ er sökum þessa í augum margra sem gera athugasemdir við fréttir á netmiðlunum núna einungis að finna meðal núverandi meirihluta í borginni. Vegna þess að við viljum verja hagsmuni borgarinnar með því að fá úr gildi samninga skorið fyrir dómi og greiða úr því hvar ábyrgðin liggur (já, mér finnst sumsé ekkert að því að viðurkenna að ég tel þetta réttu leiðina). Aðrir láta hins vegar eins og það séu bara engir hagsmunir þarna undir fyrir borgina né nokkurn annan (eða að þeir skipti hreinlega engu máli) og að það ætti bara að vera ekkert mál að vinda ofan af þessu öllu saman. Þarna er verið að fita sjálfan sig með því að reyna að láta eins og flókið mál með mikla forsögu sem margir hafa komið að í gegnum árin sé í raun einfalt; svart og hvítt með góðu fólki annars vegar og vondu hins vegar. Betur færi þá á því að hver og einn horfði þarna rækilega í eigin barm og viðurkenndi þó allavega grundvallarstaðreyndir. Það væri grunnur að heiðarlegri umræðu. Að því að við getum svifið yfir í stað þess að grafa okkur niður. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hið nýliðna 2015 hefur af sumum verið kallað ár góða fólksins. Góða fólkið er fólkið sem er of gott og barnalegt, vill gera óraunhæfa hluti sem hafa skaðleg áhrif á samfélagið að mati þeirra sem telja sig raunsærri og röklegri. Mikið var um það á árínu að svona væri talað í samhengi við flóttafólk og hversu mörgu af því væri skynsamlegt að taka við. Þessi pistill fjallar hins vegar engan veginn um góða fólkið, enda komið nýtt ár, heldur er hann þvert á móti um vont fólk. Fólk sem vill stofna lífi og limum annars fólks í hættu með því að láta loka neyðarbraut á Reykjavíkurflugvelli. Skeytingarlaust fólk sem hugsar einungis um gróða. „Flugvallaróvinurinn“ Óskar Framsóknarmaðurinn Óskar Bergsson, sem þá var varaformaður skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkurborgar, ritaði í grein sem birtist í Morgunblaðinu þann 12. júlí 2001: „Þótt margt sé óráðið um framtíð innanlandsflugsins er sumt þegar ákveðið. Í núgildandi aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 er gert ráð fyrir því að norðaustur-suðvestur flugbrautin verði lögð niður og æfinga-, kennslu- og einkaflugi verði fundinn annar staður í nágrenni höfuðborgarinnar." NA/SV-brautin er auðvitað sú sem stundum er kölluð neyðarbraut. Þessi ágæta grein Óskars bar annars titilinn Svífum yfir í stað þess að grafa okkur niður og þar var hvatt til málefnalegrar umræðu um flugvallarmál í stað skotgrafahernaðar. Enda ekkert nýtt í því að slík umræða eigi það til að grafast niður hratt. Því fann Óskar greinilega aðeins fyrir um 13 árum síðar, þegar hann var um hríð oddviti framboðs Framsóknar í borginni. Sem kunnugt er breyttist það framboð á lokametrunum. Fékk allt annað fólk, annað nafn og aðeins aðrar áherslur - en það var þó Óskar sem mætti á framboðsfund um byggð við Hlíðarenda í Ráðhúsinu þann 4. mars 2014. Þar hafði hann þetta að segja: „Það sem þarf að hafa í huga á nýju svæði er hvað menn eru að fara? Erum við hér að byggja síðasta áfanga Hlíðahverfisins eða fyrsta áfangann í Vatnsmýrinni. Séu menn að leita eftir ágreiningi, þá er auðvelt að finna hann þar. Mjög auðvelt fyrir mig og þann flokk sem ég er fulltrúi fyrir að samþykkja það að þetta sé síðasti áfanginn í Hlíðahverfinu en alls ekki fyrsti áfanginn í Vatnsmýrinni. Það segi ég vegna þess að við teljum mjög mikilvægt að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni. Við teljum að það sé hægt að þétta byggð gríðarlega mikið í Reykjavík án þess að það sé gert á kostnað flugvallarins. Ég tel í raun og veru að þetta svæði hér geti gefið tóninn um að það sé hægt að gera. Það hefur verið uppi umræða að undanförnu um NA/SV-brautina. Ég tel að það hafi í raun verið búið að gera samninga um að sú braut færi. Ég veit ekki alveg hvað varð til þess að sú umræða kom aftur upp á yfirborðið að hún yrði að vera inni. Miðað við hvernig skipulagsmál eru unnin og hvað þau taka langan tíma þá hélt ég að þeirri umræðu væri lokið og við gætum sameinast um þetta hverfi í norðausturendanum og svo annars konar byggð nær Skerjafirði.“ Þarna var sumsé greinilega enn vel hægt að vera flugvallarvinur án þess að vera á móti lokun þessarar tilteknu brautar, heldur vilja frekar standa þar við gerða samninga og fyrirheit. Í huga Óskars var átakalínan enn eingöngu um hinar brautirnar. Sameinaðir Sjálfstæðismenn Þess má líka glögglega sjá merki í heimildum frá því kjörtímabili sem þarna var að líða að enn var mikill almennur samhljómur um lokun þessarar flugbrautar í þágu húsnæðisuppbyggingar, hvað sem skoðunum á framtíð flugvallarins sem slíks leið. Ekki síst meðal Sjálfstæðismanna þó Framsóknarmenn hafi að vísu verið fjarri góðu gamni, enda ekki með fulltrúa í borginni þá. Í frétt á mbl.is frá 11. apríl 2013, Heimila stækkun flugstöðvarinnar, er sagt frá fundi umhverfis- og skipulagsráðs þar sem Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir lögðu fram bókun þar sem segir meðal annars að það væri fagnaðarefni að ríkið ætli loks að standa við gerða samninga um lokun þriðju flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli; ríkið hefði í þrígang lofað því að loka brautinni í undirrituðum samningum. Flokksfélagi þeirra í ráðinu, Júlíus Vífill Ingvarsson, lagði fram sérstaka bókun með sínum eigin áherslum. Um neyðarbrautina svonefndu var þó enginn ágreiningur: „Í áraraðir hefur staðið til að leggja niður gamla flugbraut sem snýr í norðaustur-suðvestur. Brautin hefur af þessum ástæðum ekki hlotið eðlilegt viðhald og er lítið notuð. Samgöngumiðstöð sem ríkið vildi reisa í Vatnsmýrinni átti til dæmis að standa á brautarendanum. Nú þegar ákveðið hefur verið með samningum ríkis og borgar að brautin verði lögð af opnast tækifæri til að nýta land við Skerjafjörðinn með öðrum hætti.“ Í fréttinni er einnig sagt af því að samningur um kaup borgarinnar á landi í Skerjafirði í þágu húsnæðisuppbyggingar hafi verið samþykktur í borgarráði með öllum greiddum atkvæðum. Sömu sögu er að segja af samkomulagi um innanlandsflug sem gert var milli borgarstjóra og innanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins þann 25. október 2013; það var samþykkt einróma í borgarráði. Í því er vísað til þess að unnið yrði í samræmi við áður ritaða samninga, meðal annars hvað varðar lokun NA/SV-brautarinnar . Kjörtímabil niðurgraftarins Flugvallarvinirnir sem tóku við af Óskari gerðu það að sérstöku kosningamáli að halda í neyðarbrautina. Það var nokkuð skýr viðsnúningur og Framsókn bjó auðvitað við þann lúxus að koma aftur inn eftir hlé. Enginn Framsóknarmaður kom að formlegum ákvörðunum kjörtímabilið á undan og það var nýja fólkið sem fór inn í borgarstjórn en ekki Óskar. Gott og vel og sanngjarnt nokk. Stefnubreytingin var skýr og sett fram fyrir kosningar þó með skömmum fyrirvara hafi verið. Aðeins aðra sögu er hins vegar að segja af Sjálfstæðismönnum í borginni. Ekki er til þess vitað að þeir hafi formlega talað fyrir því að hverfa ætti frá því að loka þessari braut fyrr en nokkuð nýlega, í kjölfar þess að núverandi innanríkisráðherra, Ólöf Nordal, fór að þráast við að viðurkenna að gerðir samningar sem forverar hennar gerðu hefðu raunverulegt gildi. Ráðherra hefur töluvert svigrúm til að útfæra lokun brautarinnar þannig að öryggi sé ekki stefnt í hættu með því að grípa til mildunarúrræða, í samræmi við tillögur fagfólks. Ef ráðherra telur hins vegar að meira að segja með slíkum úrræðum sé ómögulegt og rangt að standa við gerða samninga væri ágætt að viðurkenna það einfaldlega og vinna í samræmi við það í stað þess að láta eins og þeir hafi bara ekkert formlegt gildi og stefna þannig málinu fyrir dómstóla. En gott og vel, dómstólaleiðin er þá eðlilegasti farvegurinn úr því sem komið er og vonandi skýrir hún stöðuna. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni hefur hins vegar tekið fram að borgarstjórnarflokkurinn styðji ekki að höfðað sé slíkt dómsmál á hendur ríkinu til að fá úr gildi samninganna skorið - þvert á þá ábyrgð sem hvílir á borgarfulltrúum að gæta fjárhagslegra hagsmuna borgarinnar. Dómsmál er nefnilega lokaúrræði sem borgin hefur til að sýna fram á að hún geri allt sem hún getur til að virða gerða samninga og þannig verja sig fyrir mögulegri skaðabótaábyrgð sem gæti kostað borgarsjóð töluverðar fjárhæðir. Ýmsir aðrir fjárhagslegir hagsmunir hanga þarna undir, til dæmis skuldbindingin sem fólst í kaupi á landinu við Skerjafjörð, þegar þær forsendur voru fyrir hendi að neyðarbrautinni svonefndu yrði lokað. „Vonda fólkið“ er sökum þessa í augum margra sem gera athugasemdir við fréttir á netmiðlunum núna einungis að finna meðal núverandi meirihluta í borginni. Vegna þess að við viljum verja hagsmuni borgarinnar með því að fá úr gildi samninga skorið fyrir dómi og greiða úr því hvar ábyrgðin liggur (já, mér finnst sumsé ekkert að því að viðurkenna að ég tel þetta réttu leiðina). Aðrir láta hins vegar eins og það séu bara engir hagsmunir þarna undir fyrir borgina né nokkurn annan (eða að þeir skipti hreinlega engu máli) og að það ætti bara að vera ekkert mál að vinda ofan af þessu öllu saman. Þarna er verið að fita sjálfan sig með því að reyna að láta eins og flókið mál með mikla forsögu sem margir hafa komið að í gegnum árin sé í raun einfalt; svart og hvítt með góðu fólki annars vegar og vondu hins vegar. Betur færi þá á því að hver og einn horfði þarna rækilega í eigin barm og viðurkenndi þó allavega grundvallarstaðreyndir. Það væri grunnur að heiðarlegri umræðu. Að því að við getum svifið yfir í stað þess að grafa okkur niður. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar