Skoðanakönnun Vísis: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands? Bjarki Ármannsson skrifar 2. janúar 2016 20:15 Sjötti forseti lýðveldissögunnar tekur því við embættinu í ár og eru spekingar farnir að velta því fyrir sér hver sé nú líklegastur til að ná kjöri. Vísir Stærsta fréttamál ársins 2016 til þessa er sennilega yfirlýsing Ólafs Ragnars Grímssonar forseta í nýársávarpi sínu um að hann hyggist ekki bjóða sig fram að nýju í forsetakosningunum í sumar. Líkur þar með tuttugu ára setu á Bessastöðum sem hefur haft mikil áhrif á embættið. Sjötti forseti lýðveldissögunnar tekur því við embættinu í ár og eru spekingar farnir að velta því fyrir sér hver sé nú líklegastur til að ná kjöri. Þorgrímur Þráinsson rithöfundur sagði í nóvember „yfirgnæfandi líkur“ á því að hann myndi bjóða sig fram og sömuleiðis hefur Elísabet Jökulsdóttir skáld staðfest framboð. Ástþór Magnússon, stofnandi Friðar 2000, staðfesti svo í dag að hann ætli fram að nýju.Stefán Jón Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi, hefur sagst íhuga framboð.Sturla Jónsson, sem bauð sig fram fyrir samnefndan flokk í síðustu Alþingiskosningum, ætlar einnig í framboð. Margir aðrir sem orðaðir hafa verið við framboð eða hvattir til þess að bjóða sig fram, hafa sagst íhuga það. Þeirra á meðal eru Stefán Jón Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi, Halla Tómasdóttir fjárfestir og Hrannar Pétursson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi. Jón Gnarr, dagskráarstjóri og fyrrverandi borgarstjóri, sagðist í fyrra ekki ætla að bjóða sig fram en hefur síðan gefið í skyn að honum gæti snúist hugur. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur lýst því yfir að hún hafi engar áætlanir um að bjóða sig fram en hefur aldrei útilokað það. Það gerði Pawel Bartoszek stærðfræðingur ekki heldur þegar hann var hvattur til framboðs í fyrra.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur verið hvött til að bjóða sig fram.Vísir/GVABergþór Pálsson óperusöngvari hefur neitað því að hann ætli í framboð en þó er nokkuð reglulega skorað á hann til þess. Rithöfundarnir Ólafur Jóhann Ólafsson og Andri Snær Magnason hafa sömuleiðis verið orðaðir við embættið, en Andri Snær segist í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins í dag ekki útiloka framboð vegna áhugaverðra tíma sem nú eru uppi. Lesendur Vísis fá hér fyrir neðan að segja sína skoðun á því hvort þeir myndu helst vilja sjá einhvern af ofangreindum taka við embættinu nú í ár. Þessi listi er þó að sjálfsögðu ekki tæmandi. Uppfært mánudaginn 4. janúar: Lokað hefur verið fyrir könnunina. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira
Stærsta fréttamál ársins 2016 til þessa er sennilega yfirlýsing Ólafs Ragnars Grímssonar forseta í nýársávarpi sínu um að hann hyggist ekki bjóða sig fram að nýju í forsetakosningunum í sumar. Líkur þar með tuttugu ára setu á Bessastöðum sem hefur haft mikil áhrif á embættið. Sjötti forseti lýðveldissögunnar tekur því við embættinu í ár og eru spekingar farnir að velta því fyrir sér hver sé nú líklegastur til að ná kjöri. Þorgrímur Þráinsson rithöfundur sagði í nóvember „yfirgnæfandi líkur“ á því að hann myndi bjóða sig fram og sömuleiðis hefur Elísabet Jökulsdóttir skáld staðfest framboð. Ástþór Magnússon, stofnandi Friðar 2000, staðfesti svo í dag að hann ætli fram að nýju.Stefán Jón Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi, hefur sagst íhuga framboð.Sturla Jónsson, sem bauð sig fram fyrir samnefndan flokk í síðustu Alþingiskosningum, ætlar einnig í framboð. Margir aðrir sem orðaðir hafa verið við framboð eða hvattir til þess að bjóða sig fram, hafa sagst íhuga það. Þeirra á meðal eru Stefán Jón Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi, Halla Tómasdóttir fjárfestir og Hrannar Pétursson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi. Jón Gnarr, dagskráarstjóri og fyrrverandi borgarstjóri, sagðist í fyrra ekki ætla að bjóða sig fram en hefur síðan gefið í skyn að honum gæti snúist hugur. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur lýst því yfir að hún hafi engar áætlanir um að bjóða sig fram en hefur aldrei útilokað það. Það gerði Pawel Bartoszek stærðfræðingur ekki heldur þegar hann var hvattur til framboðs í fyrra.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur verið hvött til að bjóða sig fram.Vísir/GVABergþór Pálsson óperusöngvari hefur neitað því að hann ætli í framboð en þó er nokkuð reglulega skorað á hann til þess. Rithöfundarnir Ólafur Jóhann Ólafsson og Andri Snær Magnason hafa sömuleiðis verið orðaðir við embættið, en Andri Snær segist í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins í dag ekki útiloka framboð vegna áhugaverðra tíma sem nú eru uppi. Lesendur Vísis fá hér fyrir neðan að segja sína skoðun á því hvort þeir myndu helst vilja sjá einhvern af ofangreindum taka við embættinu nú í ár. Þessi listi er þó að sjálfsögðu ekki tæmandi. Uppfært mánudaginn 4. janúar: Lokað hefur verið fyrir könnunina.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira