Michael Jordan áfram númer eitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. janúar 2016 14:30 Michael Jordan. Vísir/Getty Michael Jordan heldur toppsætinu sem besti íþróttamaður sögunnar í Bandaríkjunum en Harris Poll gaf út nýja könnun sína um þessi áramót. Tveir nýir íþróttamenn koma nú inn á topp tíu listann. Það eru liðin sex ár síðan að Harris Poll gerði samskonar könnun meðal bandarísku þjóðarinnar þar sem spurt var hver sér besti íþróttamaður Bandaríkjanna frá upphafi. ESPN segir frá niðurstöðunni. Kylfingurinn Tiger Woods var í öðru sætinu fyrir sex árum en hann dettur nú alla leið niður í áttunda sætið. Nú er hafnarboltaleikmaðurinn Babe Ruth í öðru sæti og boxarinn Muhammad Ali í því þriðja. Þeir hækkuðu báðir um eitt sæti á listanum. Tenniskonan Serena Williams og NFL-leikmaðurinn Tom Brady komust bæði inn á topp tíu í fyrsta sinn. Serena fór alla leið upp í fjórða sæti og er efsta og eina konan á listanum en Brady í því níunda. Þeir sem duttu út af topp tíu listanum voru NFL-leikmaðurinn Brett Favre (var númer fimm) og hafnarboltamaðurinn Ted Williams (var númer átta). Körfuboltamaðurinn LeBron James skipti um sæti við íshokkí-goðsögnina Wayne Gretzky og hoppaði alla leið upp í sjöunda sætið en hann situr nú í næsta sæti á eftir NFL-goðsögninni Joe Montana. Gretzky er í 10. sæti á þessum nýja lista. James er einn af fimm á topp tíu listanum sem er enn að spila. Serena er efst af þeim sem eru enn á fullu í sínum greinum en NFL-leikstjórnandinn Peyton Manning er efstu af þeim karlmönnum sem eru enn að spila. Peyton Manning er í fimmta sætinu og hækkaði sig um þrjú sæti.Tíu bestu íþróttamennirnir í sögu Bandaríkjanna: 1. Michael Jordan, körfubolti (Númer 1 árið 2009) 2. Babe Ruth, hafnarbolti (3) 3. Muhammad Ali, box (4) 4. Serena Williams, tennis (-) 5. Peyton Manning, amerískur fótbolti (8) 6. Joe Montana, amerískur fótbolti (6) 7. LeBron James, körfubolti (10) 8. Tiger Woods, golf (2) 9. Tom Brady, amerískur fótbolti (-) 10. Wayne Gretzky, íshokkí (7)Michael Jordan og Charles Barkley.Vísir/Getty Aðrar íþróttir Íþróttir NBA NFL Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Michael Jordan heldur toppsætinu sem besti íþróttamaður sögunnar í Bandaríkjunum en Harris Poll gaf út nýja könnun sína um þessi áramót. Tveir nýir íþróttamenn koma nú inn á topp tíu listann. Það eru liðin sex ár síðan að Harris Poll gerði samskonar könnun meðal bandarísku þjóðarinnar þar sem spurt var hver sér besti íþróttamaður Bandaríkjanna frá upphafi. ESPN segir frá niðurstöðunni. Kylfingurinn Tiger Woods var í öðru sætinu fyrir sex árum en hann dettur nú alla leið niður í áttunda sætið. Nú er hafnarboltaleikmaðurinn Babe Ruth í öðru sæti og boxarinn Muhammad Ali í því þriðja. Þeir hækkuðu báðir um eitt sæti á listanum. Tenniskonan Serena Williams og NFL-leikmaðurinn Tom Brady komust bæði inn á topp tíu í fyrsta sinn. Serena fór alla leið upp í fjórða sæti og er efsta og eina konan á listanum en Brady í því níunda. Þeir sem duttu út af topp tíu listanum voru NFL-leikmaðurinn Brett Favre (var númer fimm) og hafnarboltamaðurinn Ted Williams (var númer átta). Körfuboltamaðurinn LeBron James skipti um sæti við íshokkí-goðsögnina Wayne Gretzky og hoppaði alla leið upp í sjöunda sætið en hann situr nú í næsta sæti á eftir NFL-goðsögninni Joe Montana. Gretzky er í 10. sæti á þessum nýja lista. James er einn af fimm á topp tíu listanum sem er enn að spila. Serena er efst af þeim sem eru enn á fullu í sínum greinum en NFL-leikstjórnandinn Peyton Manning er efstu af þeim karlmönnum sem eru enn að spila. Peyton Manning er í fimmta sætinu og hækkaði sig um þrjú sæti.Tíu bestu íþróttamennirnir í sögu Bandaríkjanna: 1. Michael Jordan, körfubolti (Númer 1 árið 2009) 2. Babe Ruth, hafnarbolti (3) 3. Muhammad Ali, box (4) 4. Serena Williams, tennis (-) 5. Peyton Manning, amerískur fótbolti (8) 6. Joe Montana, amerískur fótbolti (6) 7. LeBron James, körfubolti (10) 8. Tiger Woods, golf (2) 9. Tom Brady, amerískur fótbolti (-) 10. Wayne Gretzky, íshokkí (7)Michael Jordan og Charles Barkley.Vísir/Getty
Aðrar íþróttir Íþróttir NBA NFL Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira