Innlent

Segir meirihlutann ætla að draga málskotsrétt forseta til baka

Samúel Karl Ólason skrifar
Birgitta Jónsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Birgitta Jónsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir/Valli/Vilhelm
Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, sagði Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hafa staðið í vegi þess að stjórnarkrárnefndin gæti lokið starfi sínu. Á síðasta fundi hafi Framsóknarflokkurinn lagt fram tillögu um að draga til baka málskotsrétt forseta Íslands, varðandi þjóðaratkvæðagreiðslur.

„Svo mikil er ást Framsóknarflokksins á hinu beina lýðræði að það á að setja himinháa þröskulda sem gera lýðræðið nánast ómögulegt og á sama tíma leggja til að taka málskotsréttinn af forseta. Síðan er alveg ljóst að hæstv. forsætisráðherra stóð með beinum hætti í vegi fyrir því að það væri hægt að klára þetta mál þannig að við gætum farið í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum,“ sagði Birgitta á Alþingi í dag.

Þá sagði Birgitta að enn væru lappirnar dregnar og benti á að fulltrúi Bjartrar framtíðar hafi ekki verið skipaður í nefndina svo mánuðum skipti.

„Þetta er náttúrlega bara skrípaleikur og skammarlegt, forseti.“

Sigmundur Davíð svaraði Birgittu og sagði raunverulegan tilgang hennar vera þann að Píratar ætluðu sér að sprengja upp það samstarf sem hefði náðst með nefndinni. Þetta sögulega tækifæri til að gera breytingar á stjórnarskránni.

Markmið stjórnarskrárnefndarinnar var að ljúka starfi sínu áður en þingið kom saman eftir jólafrí í dag, en það heppnaðist ekki. 


Tengdar fréttir

Ágreiningur um stærstu málin á vorþingi

Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir margt gott í frumvörpum félagsmálaráðherra um húsnæðismál en ágreiningur sé milli stjórnarflokkanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×