Handbolti

Handvarpið: "Það þarf að tryggja úlnliðinn á Aroni Pálmarssyni“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Strákarnir okkar unnu frábæran sigur á Noregi, 26-25, í fyrsta leik liðanna á EM 2016 í Póllandi í gærkvöldi.

Norðmenn voru sigurvissir fyrir leikinn en hafa nú ekki unnið Ísland í tíu leikjum í röð eða í ein átta ár.

Tómas Þór Þórðarson og Ásgeir Jónsson fóru yfir leikinn í þriðja þætti Handvarpsins sem má heyra hér að ofan, en báðir áttu erfitt með að finna lýsingarorð yfir Aron Pálmarsson sem var frábær í leiknum.

Hér að ofan má hlusta á Handvarpið í spilara Vísis en hér að neðan má einnig hlusta á Handvarpið í gegnum SoundCloud.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).

Fyrri þættir af Handvarpinu:

Fyrsti þáttur Handvarpsins 2016: Sest niður með Guðjóni Val

Handvarpið: Hitað upp fyrir EM 2016


Tengdar fréttir

Vissi að ég myndi verja lokaskotið

Draumabyrjun hjá íslenska landsliðinu á EM. Björgvin Páll Gústavsson varði lokaskotið í háspennuleik gegn Noregi og sá til þess að Ísland vann með einu marki, 26-25. Aron Pálmarsson fór hamförum í leiknum.

Aron þjálfari: Frábær karakter í liðinu

"Þetta var rosalegur leikur og þvílík spenna,“ sagði hás landsliðsþjálfari, Aron Kristjánsson, eftir spennusigurinn á Noregi í gær. Hann tók á fyrir leikmenn, þjálfara og áhorfendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×