Sverrir: Erfiðara að þjálfa konur en karla Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. janúar 2016 13:45 Sverrir Þór Sverrisson þarf að hreinsa loftið hjá Keflavík. vísir/daníel Sverrir Þór Sverrisson stýrði sinni fyrstu æfingu hjá liði Keflavíkur í Dominos-deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi, en hann var ráðinn þjálfari liðsins um síðustu helgi. Sverrir tók við starfinu af Margréti Sturlaugsdóttur sem sagt var upp eftir sigur gegn Grindavík í síðustu viku. Mikið hefur gengið á hjá Keflavíkurstúlkum í vetur, en í byrjun tímabils hætti besti leikmaður liðsins, Bryndís Guðmundsdóttir, og fór í Snæfell. Bryndís og Margrét gátu ekki unnið saman, en í viðtali við Vísi í október sagði Margrét opinskátt frá samskiptum þeirra. Margrét hætti meira að segja sem aðstoðarlandsliðsþjálfari vegna deilna þeirra.Bryndís hætti hjá Keflavík út af Margréti og fór í Snæfell.vísir/vilhelmMálin leyst hjá körlunum Fleiri leikmenn liðsins hótuðu svo að hætta eftir sigurinn á Grindavík í síðustu viku, samkvæmt heimildum, og eftir mikil fundarhöld á Sunnubrautinni var ákveðið að láta Margréti fara. Sverrir hefur áður þjálfað kvennalið, en hann gerði Njarðvík að Íslands- og bikarmeisturum árið 2012 áður en hann tók svo við Grindavík í karlaboltanum og gerði það að Íslandsmeistara. Hann segir mikinn mun á því að þjálfa karla og konur og segir nýjasta dæmið í Keflavík útskýra sitt mál. „Það segja margir að það sé miklu auðveldara að þjálfa karlalið og það er mikið til í því,“ sagði Sverrir í viðtali í Akraborginni í gær. „Það er minna um svona mál í karlaboltanum. Ef eitthvað kemur upp er það yfirleitt afgreitt inn á æfingum og svo er það bara búið.“ „Það virðist oft vera með stelpurnar að þetta hleður utan á sig og klárast ekki fyrir en allt springur töluvert seinna. Það eru margir sem tala um, að þetta sé helsti vandinn við að þjálfa konur,“ sagði Sverrir.Margrét Sturlaugsdóttir hætti hjá landsliðinu út af Bryndísi.mynd/kkíEngin góð ákvörðun Sverrir segir Keflvíkinga hafa í raun verið í ómögulegri stöðu hvað sem var ákveðið í síðustu viku því ekki má gleyma að formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur var Falur Harðarson, eiginmaður Margrétar. Hann hætti um leið og Margrét var rekin. „Ég veit ekki með völd leikmanna í þessu. Ég heyrði hlið stjórnarinnar og svo átti ég mjög gott samtal við Margréti í gær. Maður veit aðeins hvað var í gangi,“ sagði Sverrir. „Ég veit ekkert allt, en ég veit að þetta var þannig að sama hvaða ákvörðun var tekin í þessu var engin þeirra góð. Þetta var virkilega erfitt og auðvitað bara hundleiðinlegt. Þetta er leiðindamál.“ „Þetta er sérstaklega leiðinlegt því Falur og Margrét eru búin að vinna gríðarlega gott starf í Keflavík í fleiri fleiri ár. Þau voru leikmenn, svo þjálfarar og síðar í stjórn,“ sagði Sverrir.Falur Harðarson hætti sem formaður kkd Keflavíkur þegar eiginkona hans var rekin.vísir/anton brinkHorfa fram á veginn Margrét ætlar að kveðja stelpurnar í kvöld og reyna að loka á þessi vandamál í eitt skipti fyrir öll, en svo þarf Sverrir að stýra skútunni á rétta braut. „Það var virkilega gott að heyra í Margréti í gær. Hún er búin að heyra í stelpunum og sérstaklega þeim sem mestu samskiptaörðuleikarnir voru á milli. Hún ætlar að kíkja á morgun [í kvöld] á æfingu og spjalla létt við stelpurnar. Eftir það verður þetta dæmi búið og allt heldur áfram,“ sagði Sverrir. „Fyrsta verk mitt í kvöld [gærkvöld] verður að fá á hreint að þetta mál er búið. Nú horfa bara allir fram á veginn og allir verða á sömu blaðsíðunni,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan. Dominos-deild kvenna Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson stýrði sinni fyrstu æfingu hjá liði Keflavíkur í Dominos-deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi, en hann var ráðinn þjálfari liðsins um síðustu helgi. Sverrir tók við starfinu af Margréti Sturlaugsdóttur sem sagt var upp eftir sigur gegn Grindavík í síðustu viku. Mikið hefur gengið á hjá Keflavíkurstúlkum í vetur, en í byrjun tímabils hætti besti leikmaður liðsins, Bryndís Guðmundsdóttir, og fór í Snæfell. Bryndís og Margrét gátu ekki unnið saman, en í viðtali við Vísi í október sagði Margrét opinskátt frá samskiptum þeirra. Margrét hætti meira að segja sem aðstoðarlandsliðsþjálfari vegna deilna þeirra.Bryndís hætti hjá Keflavík út af Margréti og fór í Snæfell.vísir/vilhelmMálin leyst hjá körlunum Fleiri leikmenn liðsins hótuðu svo að hætta eftir sigurinn á Grindavík í síðustu viku, samkvæmt heimildum, og eftir mikil fundarhöld á Sunnubrautinni var ákveðið að láta Margréti fara. Sverrir hefur áður þjálfað kvennalið, en hann gerði Njarðvík að Íslands- og bikarmeisturum árið 2012 áður en hann tók svo við Grindavík í karlaboltanum og gerði það að Íslandsmeistara. Hann segir mikinn mun á því að þjálfa karla og konur og segir nýjasta dæmið í Keflavík útskýra sitt mál. „Það segja margir að það sé miklu auðveldara að þjálfa karlalið og það er mikið til í því,“ sagði Sverrir í viðtali í Akraborginni í gær. „Það er minna um svona mál í karlaboltanum. Ef eitthvað kemur upp er það yfirleitt afgreitt inn á æfingum og svo er það bara búið.“ „Það virðist oft vera með stelpurnar að þetta hleður utan á sig og klárast ekki fyrir en allt springur töluvert seinna. Það eru margir sem tala um, að þetta sé helsti vandinn við að þjálfa konur,“ sagði Sverrir.Margrét Sturlaugsdóttir hætti hjá landsliðinu út af Bryndísi.mynd/kkíEngin góð ákvörðun Sverrir segir Keflvíkinga hafa í raun verið í ómögulegri stöðu hvað sem var ákveðið í síðustu viku því ekki má gleyma að formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur var Falur Harðarson, eiginmaður Margrétar. Hann hætti um leið og Margrét var rekin. „Ég veit ekki með völd leikmanna í þessu. Ég heyrði hlið stjórnarinnar og svo átti ég mjög gott samtal við Margréti í gær. Maður veit aðeins hvað var í gangi,“ sagði Sverrir. „Ég veit ekkert allt, en ég veit að þetta var þannig að sama hvaða ákvörðun var tekin í þessu var engin þeirra góð. Þetta var virkilega erfitt og auðvitað bara hundleiðinlegt. Þetta er leiðindamál.“ „Þetta er sérstaklega leiðinlegt því Falur og Margrét eru búin að vinna gríðarlega gott starf í Keflavík í fleiri fleiri ár. Þau voru leikmenn, svo þjálfarar og síðar í stjórn,“ sagði Sverrir.Falur Harðarson hætti sem formaður kkd Keflavíkur þegar eiginkona hans var rekin.vísir/anton brinkHorfa fram á veginn Margrét ætlar að kveðja stelpurnar í kvöld og reyna að loka á þessi vandamál í eitt skipti fyrir öll, en svo þarf Sverrir að stýra skútunni á rétta braut. „Það var virkilega gott að heyra í Margréti í gær. Hún er búin að heyra í stelpunum og sérstaklega þeim sem mestu samskiptaörðuleikarnir voru á milli. Hún ætlar að kíkja á morgun [í kvöld] á æfingu og spjalla létt við stelpurnar. Eftir það verður þetta dæmi búið og allt heldur áfram,“ sagði Sverrir. „Fyrsta verk mitt í kvöld [gærkvöld] verður að fá á hreint að þetta mál er búið. Nú horfa bara allir fram á veginn og allir verða á sömu blaðsíðunni,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira