Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson skrifar 29. janúar 2016 07:00 Fyrstu kynni mín af hindúismanum voru árið 1990 þegar ég var nýfluttur til Danmerkur ásamt fjölskyldu minni til þess að hefja framhaldsnám í trúarbragðasögu. Við höfðum leigt okkur lítið múrsteinshús í úthverfi Árósa og komum okkur þar vel fyrir ásamt dóttur okkar sem þá var aðeins þriggja ára gömul. Hverfið sem við bjuggum í var svona ekta danskt úthverfi, þar sem öll húsin voru eins, lítil og sæt múrsteinshús með litlum og fallegum garði allt um kring þar sem eplatré og plómutré stóðu í blóma seinni part sumars. Við hliðina á húsinu sem við leigðum var sem sagt nákvæmlega eins múrsteinshús, þó aðeins stærra og meira um sig. Þarna var nú ekki vaninn eins og í frjálsræðinu sem þá var hér uppi á Íslandi, að börnin hlypu á milli húsa algerlega ein og frjáls í leit að leikfélögum. En við urðum fljótt vör við það að í nágrannahúsi okkar ætti heima lítil dama, akkúrat jafn gömul dömunni okkar. Þær höfðu eitthvað kíkst á undir trjáþykkninu sem aðskildi húsin. Einn góðan veðurdag var bankað á dyrnar hjá okkur og var þar komin mamma stelpunnar til þess að spyrja okkur hvort ekki væri upplagt að dóttir hennar og dóttir okkar fengju að leika sér saman um helgar og eftir leikskóla. Það leist okkur vel á og upphófust nú góð kynni milli yngstu meðlimanna í húsunum tveimur. Nokkru síðar knúði móðir stúlkunnar aftur dyra, í þetta sinn til þess að bjóða okkur foreldrunum upp á te og gulrótarköku, svo við gætum nú líka kynnst hvert öðru. Við þáðum það með þökkum og næsta laugardag sátum við að tedrykkju úr dýrindis bollum hjá nágrannanum og borðuðum gulrótarkökur og fleiri grænmetiskrásir sem í boði voru.Musteri í kjallaranumKom nú í ljós að í húsinu bjuggu um tólf manns, þrír Danir, fjórir Norðmenn, fjórir Svíar og einn Indverji. Sagði gestgjafinn okkur að þau byggju þar í kommúnu, væru öll hindúar og leggðu stund á raja yoga undir stjórn Indverjans, sem væri gúru þeirra, eða andlegur leiðtogi. Að lokinni teveislunni var okkur síðan boðið í kjallarann. Þar höfðu allir milliveggir verið rifnir út og í stað geymslu og þvottahúss gat að líta indverskt musteri, helgað guðunum Rama og Krishna. Áttum við síðan hið besta samneyti við þessa nágranna okkar á meðan við bjuggum í Árósum og spjallaði ég oft við indverska gúrúinn um æfi hans, hindúisma, Indland og önnur hugðarefni. Síðan eru liðin mörg ár og mikið vatn runnið til sjávar. En ég er enn að fást við trúarbrögðin öll, alla -ismana, sem mér þykja svo spennandi. Ég hef þvælst víða um veröldina og heimsótt marga helgustu staði hinna ýmsu trúarbragða. Ég hef fyrir löngu sannfærst um að í trúarleit mannsins sé að finna eitthvað svo frum-mannlegt, að fátt annað skilgreini betur hvað það er að vera maður. Á þessari vegferð minni hef ég kynnst fjöldanum öllum af fólki frá margs konar söfnuðum og með fjölbreyttar trúarskoðanir í farteskinu. Allt hefur þetta verið hið besta fólk, og aldrei hef ég lent í deilu við neinn þeirra. En átt ótrúlega margar og gefandi samræður við þau. Þetta spjall okkar yfir tebolla forðum daga í kommúnunni í Árósum hefur oft komið upp í huga mér síðan. Ekki síst nú að undanförnu þegar deilur og fordómar virðast vera svo ríkjandi milli trúar- og menningarhópa. Ætli lausnin sé ekki fólgin í því að spjalla saman yfir tebolla, eða kaffisopa, af virðingu og í einlægni – og þá komumst við fljótt að því að öll erum við eins, með sömu vonir og drauma – um betra líf fyrir börnin okkar, réttlæti og frið. Látum reyna á samtalið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrstu kynni mín af hindúismanum voru árið 1990 þegar ég var nýfluttur til Danmerkur ásamt fjölskyldu minni til þess að hefja framhaldsnám í trúarbragðasögu. Við höfðum leigt okkur lítið múrsteinshús í úthverfi Árósa og komum okkur þar vel fyrir ásamt dóttur okkar sem þá var aðeins þriggja ára gömul. Hverfið sem við bjuggum í var svona ekta danskt úthverfi, þar sem öll húsin voru eins, lítil og sæt múrsteinshús með litlum og fallegum garði allt um kring þar sem eplatré og plómutré stóðu í blóma seinni part sumars. Við hliðina á húsinu sem við leigðum var sem sagt nákvæmlega eins múrsteinshús, þó aðeins stærra og meira um sig. Þarna var nú ekki vaninn eins og í frjálsræðinu sem þá var hér uppi á Íslandi, að börnin hlypu á milli húsa algerlega ein og frjáls í leit að leikfélögum. En við urðum fljótt vör við það að í nágrannahúsi okkar ætti heima lítil dama, akkúrat jafn gömul dömunni okkar. Þær höfðu eitthvað kíkst á undir trjáþykkninu sem aðskildi húsin. Einn góðan veðurdag var bankað á dyrnar hjá okkur og var þar komin mamma stelpunnar til þess að spyrja okkur hvort ekki væri upplagt að dóttir hennar og dóttir okkar fengju að leika sér saman um helgar og eftir leikskóla. Það leist okkur vel á og upphófust nú góð kynni milli yngstu meðlimanna í húsunum tveimur. Nokkru síðar knúði móðir stúlkunnar aftur dyra, í þetta sinn til þess að bjóða okkur foreldrunum upp á te og gulrótarköku, svo við gætum nú líka kynnst hvert öðru. Við þáðum það með þökkum og næsta laugardag sátum við að tedrykkju úr dýrindis bollum hjá nágrannanum og borðuðum gulrótarkökur og fleiri grænmetiskrásir sem í boði voru.Musteri í kjallaranumKom nú í ljós að í húsinu bjuggu um tólf manns, þrír Danir, fjórir Norðmenn, fjórir Svíar og einn Indverji. Sagði gestgjafinn okkur að þau byggju þar í kommúnu, væru öll hindúar og leggðu stund á raja yoga undir stjórn Indverjans, sem væri gúru þeirra, eða andlegur leiðtogi. Að lokinni teveislunni var okkur síðan boðið í kjallarann. Þar höfðu allir milliveggir verið rifnir út og í stað geymslu og þvottahúss gat að líta indverskt musteri, helgað guðunum Rama og Krishna. Áttum við síðan hið besta samneyti við þessa nágranna okkar á meðan við bjuggum í Árósum og spjallaði ég oft við indverska gúrúinn um æfi hans, hindúisma, Indland og önnur hugðarefni. Síðan eru liðin mörg ár og mikið vatn runnið til sjávar. En ég er enn að fást við trúarbrögðin öll, alla -ismana, sem mér þykja svo spennandi. Ég hef þvælst víða um veröldina og heimsótt marga helgustu staði hinna ýmsu trúarbragða. Ég hef fyrir löngu sannfærst um að í trúarleit mannsins sé að finna eitthvað svo frum-mannlegt, að fátt annað skilgreini betur hvað það er að vera maður. Á þessari vegferð minni hef ég kynnst fjöldanum öllum af fólki frá margs konar söfnuðum og með fjölbreyttar trúarskoðanir í farteskinu. Allt hefur þetta verið hið besta fólk, og aldrei hef ég lent í deilu við neinn þeirra. En átt ótrúlega margar og gefandi samræður við þau. Þetta spjall okkar yfir tebolla forðum daga í kommúnunni í Árósum hefur oft komið upp í huga mér síðan. Ekki síst nú að undanförnu þegar deilur og fordómar virðast vera svo ríkjandi milli trúar- og menningarhópa. Ætli lausnin sé ekki fólgin í því að spjalla saman yfir tebolla, eða kaffisopa, af virðingu og í einlægni – og þá komumst við fljótt að því að öll erum við eins, með sömu vonir og drauma – um betra líf fyrir börnin okkar, réttlæti og frið. Látum reyna á samtalið!
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun