Leitað sátta Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 28. janúar 2016 07:00 Að leita sátta í refsimálum getur verið mjög erfitt skref og í sumum tilfellum er nánast útilokað að biðja um slíkt, þrátt fyrir einlægan vilja á báða bóga. Mörg lönd sem við berum okkur saman við, t.d. Danmörk og Noregur, hafa tekið upp svokallað sáttaráð, sem kallast í Danmörku „konfliktråd“. Lönd eins og Kanada, Ástralía og Nýja-Sjáland hafa einnig komið upp slíkum úrræðum. Í ráðinu er fagfólk í hverju horni og unnið í samstarfi við lögreglu og dómstóla. Þeir sem fara í gegnum þetta ferli geta fengið stutta dóma fellda niður eða stytta, enda er þetta mjög áhrifamikið úrræði fyrir alla aðila sem taka þátt í því. Fangar í afplánun geta líka farið í gegnum slíkt úrræði enda er það talið hluti af betrunarstefnunni, sem flest norrænu ríkin hafa tekið upp, þó ekki Ísland. Sættir og fyrirgefning er ferli og á ekki að eiga sér stað nema allir málsaðilar séu sammála um það. Þetta er mjög langt ferli og val um að hefja slíkt er ákvörðun beggja aðila, þ.e. brotaþola og brotamanns. Haldinn er fundur þar sem brotaþoli segir frá hvernig hann upplifði atburðinn og afleiðingar hans. Brotamaður fær á hinn bóginn tækifæri til þess að segja sína hlið og biðjast afsökunar. Náttúruleg viðbrögð brotaþola eru reiði og krafa um réttlæti. Viðbrögð brotamanns eru að reyna að leitast við að gleyma atburðinum og halda áfram lífinu. Ekkert af þessu leiðir til sátta eða fyrirgefningar. Þegar brotamanni er gert að þola þjáningar og refsingu þá verður að vera hægt að benda á einhvern tilgang í því. Sáttafundur getur verið mjög erfiður og miklar tilfinningar brjótast út af hálfu beggja aðila, enda oft tvær hliðar á hverju máli. Tryggja verður eins og hægt er að brotamaður sé ekki að biðjast afsökunar eða fyrirgefningar í eigingjörnum tilgangi, en fyrirgefning hjálpar öllum aðilum tengdum þeim atburði að rísa upp og lifa sáttir í samfélagi manna.Fagfólk stjórni ferðinni Vara verður við því að þröngva sáttafundi upp á annan hvorn aðilann eða setja þrýsting á slík mál og ekki má ætlast til þess að annar aðilinn hafi samband við hinn að fyrra bragði. Málið verður alltaf að fara í gegnum sérstakt teymi þar sem fagfólk stjórnar ferðinni. Að gera þetta upp á eigin spýtur eða þrýsta á fólk í fjölmiðlum eða á samfélagsmiðlum getur aldrei endað vel. Tryggja þarf eftirfylgni og veita báðum aðilum aðstoð við að vinna úr sínum málum. Brotamenn vinna almennt úr sínum þjáningum og iðrast hver á sinn hátt. Flesta langar mjög mikið að hafa samband við brotaþola en vita ekki hvernig þeir eiga að fara að því eða hvernig brotaþoli muni bregðast við. Það að brotamaður hafi ekki haft samband við brotaþolann þýðir alls ekki að hann iðrist ekki sinna gjörða, hvað þá að hann sé siðblindur, heldur er þetta í heild ferli sem er mjög erfitt fyrir alla. Erfiðustu málin eru sjálfsagt kynferðisbrot, morð og önnur árásarmál, en ekki ætti að draga mörk við ákveðna brotaflokka eða stærð mála. Þann 11. september 2003 skipaði Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, nefnd til að fara yfir og fylgjast með tilraunaverkefninu Hringnum, sem var samstarfsverkefni lögreglunnar í Reykjavík og Miðgarðs um nýjar leiðir vegna afbrota ósakhæfra ungmenna. Hafði nefndin sérstaklega horft til úrræðis er nefnt hefur verið sáttaumleitun og byggir á hugmyndafræði um uppbyggilega réttvísi (e. restorative justice). Setja átti á laggirnar sáttaráð sem fengi mál send til sáttameðferðar af hálfu ákæruvaldsins Ekki hefur farið mikið fyrir þessu ráði þrátt fyrir góðan árangur á Vesturlöndum. Ég hvet innanríkisráðherra til þess að koma á samstarfsráði úr röðum fagfólks í heilbrigðis- og réttargæslukerfinu, sem hafi það að markmiði að koma á slíku kerfi strax. Við þurfum ekki að finna upp hjólið því þetta hefur allt verið gert áður og gefið mjög góða raun. Um leið fækkar endurkomum í fangelsin, sem og að sjálfsögðu brotaþolum. Allur kostnaður verður minni og síðast en ekki síst gefur þetta bæði brotaþola og brotamanni mikið og gott tækifæri til að halda áfram með sitt líf. Það er mikilvægt að þetta úrræði sé fyrir alla, en ekki aðeins unga afbrotamenn, enda jafn nauðsynlegt brotaþola, burtséð frá aldri brotamanns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Að leita sátta í refsimálum getur verið mjög erfitt skref og í sumum tilfellum er nánast útilokað að biðja um slíkt, þrátt fyrir einlægan vilja á báða bóga. Mörg lönd sem við berum okkur saman við, t.d. Danmörk og Noregur, hafa tekið upp svokallað sáttaráð, sem kallast í Danmörku „konfliktråd“. Lönd eins og Kanada, Ástralía og Nýja-Sjáland hafa einnig komið upp slíkum úrræðum. Í ráðinu er fagfólk í hverju horni og unnið í samstarfi við lögreglu og dómstóla. Þeir sem fara í gegnum þetta ferli geta fengið stutta dóma fellda niður eða stytta, enda er þetta mjög áhrifamikið úrræði fyrir alla aðila sem taka þátt í því. Fangar í afplánun geta líka farið í gegnum slíkt úrræði enda er það talið hluti af betrunarstefnunni, sem flest norrænu ríkin hafa tekið upp, þó ekki Ísland. Sættir og fyrirgefning er ferli og á ekki að eiga sér stað nema allir málsaðilar séu sammála um það. Þetta er mjög langt ferli og val um að hefja slíkt er ákvörðun beggja aðila, þ.e. brotaþola og brotamanns. Haldinn er fundur þar sem brotaþoli segir frá hvernig hann upplifði atburðinn og afleiðingar hans. Brotamaður fær á hinn bóginn tækifæri til þess að segja sína hlið og biðjast afsökunar. Náttúruleg viðbrögð brotaþola eru reiði og krafa um réttlæti. Viðbrögð brotamanns eru að reyna að leitast við að gleyma atburðinum og halda áfram lífinu. Ekkert af þessu leiðir til sátta eða fyrirgefningar. Þegar brotamanni er gert að þola þjáningar og refsingu þá verður að vera hægt að benda á einhvern tilgang í því. Sáttafundur getur verið mjög erfiður og miklar tilfinningar brjótast út af hálfu beggja aðila, enda oft tvær hliðar á hverju máli. Tryggja verður eins og hægt er að brotamaður sé ekki að biðjast afsökunar eða fyrirgefningar í eigingjörnum tilgangi, en fyrirgefning hjálpar öllum aðilum tengdum þeim atburði að rísa upp og lifa sáttir í samfélagi manna.Fagfólk stjórni ferðinni Vara verður við því að þröngva sáttafundi upp á annan hvorn aðilann eða setja þrýsting á slík mál og ekki má ætlast til þess að annar aðilinn hafi samband við hinn að fyrra bragði. Málið verður alltaf að fara í gegnum sérstakt teymi þar sem fagfólk stjórnar ferðinni. Að gera þetta upp á eigin spýtur eða þrýsta á fólk í fjölmiðlum eða á samfélagsmiðlum getur aldrei endað vel. Tryggja þarf eftirfylgni og veita báðum aðilum aðstoð við að vinna úr sínum málum. Brotamenn vinna almennt úr sínum þjáningum og iðrast hver á sinn hátt. Flesta langar mjög mikið að hafa samband við brotaþola en vita ekki hvernig þeir eiga að fara að því eða hvernig brotaþoli muni bregðast við. Það að brotamaður hafi ekki haft samband við brotaþolann þýðir alls ekki að hann iðrist ekki sinna gjörða, hvað þá að hann sé siðblindur, heldur er þetta í heild ferli sem er mjög erfitt fyrir alla. Erfiðustu málin eru sjálfsagt kynferðisbrot, morð og önnur árásarmál, en ekki ætti að draga mörk við ákveðna brotaflokka eða stærð mála. Þann 11. september 2003 skipaði Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, nefnd til að fara yfir og fylgjast með tilraunaverkefninu Hringnum, sem var samstarfsverkefni lögreglunnar í Reykjavík og Miðgarðs um nýjar leiðir vegna afbrota ósakhæfra ungmenna. Hafði nefndin sérstaklega horft til úrræðis er nefnt hefur verið sáttaumleitun og byggir á hugmyndafræði um uppbyggilega réttvísi (e. restorative justice). Setja átti á laggirnar sáttaráð sem fengi mál send til sáttameðferðar af hálfu ákæruvaldsins Ekki hefur farið mikið fyrir þessu ráði þrátt fyrir góðan árangur á Vesturlöndum. Ég hvet innanríkisráðherra til þess að koma á samstarfsráði úr röðum fagfólks í heilbrigðis- og réttargæslukerfinu, sem hafi það að markmiði að koma á slíku kerfi strax. Við þurfum ekki að finna upp hjólið því þetta hefur allt verið gert áður og gefið mjög góða raun. Um leið fækkar endurkomum í fangelsin, sem og að sjálfsögðu brotaþolum. Allur kostnaður verður minni og síðast en ekki síst gefur þetta bæði brotaþola og brotamanni mikið og gott tækifæri til að halda áfram með sitt líf. Það er mikilvægt að þetta úrræði sé fyrir alla, en ekki aðeins unga afbrotamenn, enda jafn nauðsynlegt brotaþola, burtséð frá aldri brotamanns.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun