Handbolti

„Án IHF værum við ekki hér“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dagur Sigurðsson og Bob Hanning.
Dagur Sigurðsson og Bob Hanning. Vísir/Getty
Bob Hanning, varaforseti þýska handknattleikssambandsins, segir að án íhlutun Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, væri þýska landsliðið ekki á þeim stað þar sem það er nú.

Eins og frægt var hleypti IHF Þýskalandi skyndilega inn á HM 2015 í Katar á kostnað Ástralíu. Ákvörðunin var harðlega gagnrýnd á sínum tíma en hún stóð óhögguð og Þýskaland, undir stjórn Dags Sigurðssonar, endaði í sjöunda sæti mótsins.

Sjá einnig: Ástralir íhuga að lögsækja IHF

Þetta er ekki fyrsta umdeilda ákvörðunin sem IHF tekur en undir forystu forsetans Hassan Mustafa hefur sambandið verið afar umdeilt.

„Við blótum alltaf IHF en án þess værum við ekki hér að ræða saman um möguleika okkar að komast í undanúrslit á EM,“ sagði Hanning á blaðamannafundi í gær en Þýskaland mætir síðar í dag Danmörku. Í húfi er sæti í undanúrslitum keppninnar í Póllandi.

Sjá einnig: Sætið á HM í Katar var happafengur

„Án IHF hefðum við ekki spilað á HM í fyrra og ekki tekið með okkur þann góðan árangur sem við náðum þar inn í þetta mót. Við værum tveimur skrefum eftir á.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×