Tugum nýrra sérleyfa úthlutað til olíuleitar í lögsögu Noregs Kristján Már Unnarsson skrifar 23. janúar 2016 20:45 Norsk stjórnvöld úthlutuðu í vikunni 56 nýjum sérleyfum til olíuleitar í lögsögu Noregs, allt frá Norðursjó og norður fyrir heimskautsbaug. Tvær aðrar fréttir af nýrri olíuvinnslu í Barentshafi benda til þess að olíuiðnaðurinn telji olíuverðlækkun ekki vara til framtíðar. Þetta hljómar eins og hrein öfugmæli. Á sama tíma og olíuverð fer undir þrjátíu dollara á tunnuna, - borpallar og olíuþjónustuskip liggja verkefnalaus og stöðugar fréttir berast af uppsögnum í norska olíugeiranum, - þá úthlutar olíumálaráðherrann Tord Lien nýjum sérleyfum í tugatali upp með öllum Noregsströndum í einu stærsta útboði sem um getur í olíusögu landsins. Á svæðum í Norðursjó voru gefin út 27 ný sérleyfi, í Noregshafi 24 sérleyfi og í Barentshafi 5 sérleyfi. Olíumálaráðherrann fagnaði þessum mikla áhuga olíufélaganna og sagði að aðgangur að nýjum og aðlaðandi vinnslusvæðum væri hornsteinn í stefnu stjórnvalda til að tryggja framleiðslu til langrar framtíðar.Olíuvinnslupallurinn Golíat fékk leyfi norskra stjórnvalda í vikunni til að hefja olíuvinnslu á nyrstu olíulind heims norðan heimskautsbaugs í Barentshafi.Þá sjá íbúar Norður-Noregs fram á aukin umsvif því þetta ferlíki er að hefja olíuvinnslu í Barentshafi, úr nyrstu olíulind heims. Þetta er Golíat, 65 þúsund tonna fljótandi vinnslupallur, í eigu ítalska olíufélagsins ENI og norska Statoil, en stjórnvöld gáfu í vikunni leyfi til þess að vinnsla mætti hefjast úr Golíat-olíulindinni. Jafnframt lýsti Statoil því yfir það hefði ákveðið að hefja uppbyggingu Johan Castberg-svæðisins, sem er enn norðar, og er stefnt að því að vinnsla hefjist þar árið 2022. Hins vegar hætti Statoil við að leggja olíuleiðslu til lands og byggja nýja olíuhöfn í Norður-Noregi heldur verður olíunni dælt upp í fljótandi vinnsluskip á hafi úti. Náttúruverndarsamtök Noregs brugðust við með því að efna til mótmæla við Stórþingið í gær, föstudag. Varaformaður samtakanna, Silje Ask Lundberg, sagði úthlutun leyfanna fáránlega. Þetta væru gleðipillur olíuiðnaðarins, verið væri að efna til losunarveislu til framtíðar, aðeins mánuði eftir loftlagsráðstefnuna í París.Borpallur við bryggju í olíuhöfninni á Ågotnesi við Bergen. Leiguverð á borpöllum hefur hrapað.Stöð 2/Egill Aða.lsteinsson Bensín og olía Noregur Tengdar fréttir Fresta olíuhöfn í Norður-Noregi Lagning neðansjávarleiðslu frá nýfundnum olíulindum í Barentshafi til lands í Norður-Noregi , ásamt byggingu nýrrar olíuhafnar við Honningsvåg, er of dýr. 30. júní 2014 11:30 Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. 5. nóvember 2013 18:30 Lágt olíuverð ógnar nýjum vinnslusvæðum Noregs Yfir helmingur nýrra olíusvæða, sem áformað er að vinna á landgrunni Noregs, stendur ekki undir sér, miðað við núverandi olíuverð. 10. nóvember 2015 20:00 Tökum þátt því við höfum trú á Jan Mayen-svæðinu Olíumálaráðherra Noregs, sem sagður er ætla að búa til íslenskt olíuævintýri, segir að rannsóknir á Jan Mayen-svæðinu verði mun erfiðari en á olíusvæðum Noregs. 13. nóvember 2014 20:15 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Norsk stjórnvöld úthlutuðu í vikunni 56 nýjum sérleyfum til olíuleitar í lögsögu Noregs, allt frá Norðursjó og norður fyrir heimskautsbaug. Tvær aðrar fréttir af nýrri olíuvinnslu í Barentshafi benda til þess að olíuiðnaðurinn telji olíuverðlækkun ekki vara til framtíðar. Þetta hljómar eins og hrein öfugmæli. Á sama tíma og olíuverð fer undir þrjátíu dollara á tunnuna, - borpallar og olíuþjónustuskip liggja verkefnalaus og stöðugar fréttir berast af uppsögnum í norska olíugeiranum, - þá úthlutar olíumálaráðherrann Tord Lien nýjum sérleyfum í tugatali upp með öllum Noregsströndum í einu stærsta útboði sem um getur í olíusögu landsins. Á svæðum í Norðursjó voru gefin út 27 ný sérleyfi, í Noregshafi 24 sérleyfi og í Barentshafi 5 sérleyfi. Olíumálaráðherrann fagnaði þessum mikla áhuga olíufélaganna og sagði að aðgangur að nýjum og aðlaðandi vinnslusvæðum væri hornsteinn í stefnu stjórnvalda til að tryggja framleiðslu til langrar framtíðar.Olíuvinnslupallurinn Golíat fékk leyfi norskra stjórnvalda í vikunni til að hefja olíuvinnslu á nyrstu olíulind heims norðan heimskautsbaugs í Barentshafi.Þá sjá íbúar Norður-Noregs fram á aukin umsvif því þetta ferlíki er að hefja olíuvinnslu í Barentshafi, úr nyrstu olíulind heims. Þetta er Golíat, 65 þúsund tonna fljótandi vinnslupallur, í eigu ítalska olíufélagsins ENI og norska Statoil, en stjórnvöld gáfu í vikunni leyfi til þess að vinnsla mætti hefjast úr Golíat-olíulindinni. Jafnframt lýsti Statoil því yfir það hefði ákveðið að hefja uppbyggingu Johan Castberg-svæðisins, sem er enn norðar, og er stefnt að því að vinnsla hefjist þar árið 2022. Hins vegar hætti Statoil við að leggja olíuleiðslu til lands og byggja nýja olíuhöfn í Norður-Noregi heldur verður olíunni dælt upp í fljótandi vinnsluskip á hafi úti. Náttúruverndarsamtök Noregs brugðust við með því að efna til mótmæla við Stórþingið í gær, föstudag. Varaformaður samtakanna, Silje Ask Lundberg, sagði úthlutun leyfanna fáránlega. Þetta væru gleðipillur olíuiðnaðarins, verið væri að efna til losunarveislu til framtíðar, aðeins mánuði eftir loftlagsráðstefnuna í París.Borpallur við bryggju í olíuhöfninni á Ågotnesi við Bergen. Leiguverð á borpöllum hefur hrapað.Stöð 2/Egill Aða.lsteinsson
Bensín og olía Noregur Tengdar fréttir Fresta olíuhöfn í Norður-Noregi Lagning neðansjávarleiðslu frá nýfundnum olíulindum í Barentshafi til lands í Norður-Noregi , ásamt byggingu nýrrar olíuhafnar við Honningsvåg, er of dýr. 30. júní 2014 11:30 Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. 5. nóvember 2013 18:30 Lágt olíuverð ógnar nýjum vinnslusvæðum Noregs Yfir helmingur nýrra olíusvæða, sem áformað er að vinna á landgrunni Noregs, stendur ekki undir sér, miðað við núverandi olíuverð. 10. nóvember 2015 20:00 Tökum þátt því við höfum trú á Jan Mayen-svæðinu Olíumálaráðherra Noregs, sem sagður er ætla að búa til íslenskt olíuævintýri, segir að rannsóknir á Jan Mayen-svæðinu verði mun erfiðari en á olíusvæðum Noregs. 13. nóvember 2014 20:15 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fresta olíuhöfn í Norður-Noregi Lagning neðansjávarleiðslu frá nýfundnum olíulindum í Barentshafi til lands í Norður-Noregi , ásamt byggingu nýrrar olíuhafnar við Honningsvåg, er of dýr. 30. júní 2014 11:30
Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. 5. nóvember 2013 18:30
Lágt olíuverð ógnar nýjum vinnslusvæðum Noregs Yfir helmingur nýrra olíusvæða, sem áformað er að vinna á landgrunni Noregs, stendur ekki undir sér, miðað við núverandi olíuverð. 10. nóvember 2015 20:00
Tökum þátt því við höfum trú á Jan Mayen-svæðinu Olíumálaráðherra Noregs, sem sagður er ætla að búa til íslenskt olíuævintýri, segir að rannsóknir á Jan Mayen-svæðinu verði mun erfiðari en á olíusvæðum Noregs. 13. nóvember 2014 20:15