Handbolti

Aron: Ekki landsliðsþjálfari fyrir sjálfan mig heldur fyrir þjóðina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Kristjánsson.
Aron Kristjánsson. Vísir/Getty
Aron Kristjánsson er hættur sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta en þetta kom fram á blaðamannfundi HSÍ í dag. Aron mætti á fundinn og fór yfir ákvörðun sína en það var hann sem nýtti sér uppsagnarákvæði í tveggja ára samningi sínum sem átti að renna út 2017.

„Þetta hefur verið upp og niður. Mikil meiðsli í upphafi míns tíma. Erum í erfiðleikum á Spáni en gott mót á EM í Danmörku," sagði Aron.

„Eftir mótið í Katar fórum við í naflaskoðun. Okkur fannst bilið ekki nægilega stutt. Tvær leiðir í boði. Annars vegar að yngja upp og breyta um taktískt skipulag. Svo hin leiðin, að blása nýju lífi í liðið og fara á eftir Ólympíudraumnum," sagði Aron.

Aron Kristjánsson á fundinum í dag.Vísir/Vilhelm
Varnarslys gegn Hvíta-Rússlandi

„Ég er ekki landsliðsþjálfari fyrir sjálfan mig heldur þjóðina," sagði Aron og hann ræddi uppbyggingaraðgerðir og innkomu Ólafs Stefánssonar. Afrekshópurinn og yngri landslið.

„Sú vinna fannst mér skila góðum árangri. Spilum vel í undankeppni EM. Þetta var allt á réttri leið," sagði Aron og fór líka yfir Evrópumótið í Póllandi þar sem íslenska liðið komst ekki upp úr sínum riðli í fyrsta sinn í meira en áratug.

„Undirbúningurinn fyrir Pólland góður og við ætluðum okkur að ná í góðan árangur. Stutt á milli þessu. Það kemur varnarslys gegn Hvíta-Rússlandi. Spiluðum góða sókn en vörnin bregst í þessum leik. Verður okkur að falli," sagði Aron og bætti við:

Gott að nýr þjálfari fái frið

„Sigur á Hvíta-Rússlandi hefði þýtt tvö stig í milliriðil. Hefðum við unnið svo Makedóníu í milliriðil værum við komnir í forkeppni ÓL. En við töpuðum fyrir Hvíta-Rússlandi og vorum með bakið upp við vegg gegn Króatíu. Brotnuðum í þeim leik," sagði Aron.

„Þá kemur þetta sjokk. Tók þá ákvörðun eftir leik að þetta væri orðið gott. Gott fyrir nýjan þjálfara að fá frið til að koma inn og byggja upp nýtt lið. Þó svo að einhverjir leikmenn séu komnir á síðari ár ferilsins eiga þeir nóg eftir. Við eigum marga góða leikmenn."


Tengdar fréttir

Aron hættir með landsliðið

Tilkynnt á blaðamannafundi í hádeginu í dag, þremur dögum eftir að Ísland féll úr leik á EM í Póllandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×