Gætum lent í sömu vandræðum og Svíar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. janúar 2016 08:00 Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel. Vísir/Getty Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalandsmeistara Kiel og fyrrverandi landsliðsþjálfari, var eins og aðrir Íslendingar svekktur yfir gengi íslenska liðsins á EM í Póllandi. Eins og flestum ætti að vera kunnugt fóru strákarnir okkar heim með skottið á milli lappanna eftir riðlakeppnina. Sigur vannst á Noregi í fyrsta leik en síðan tapaði liðið gegn Hvíta-Rússlandi og Króatíu. Mikil vonbrigði. „Mér fannst leikurinn gegn Noregi mjög góður. Leikurinn gegn Hvíta-Rússlandi var ekki nógu góður og Króata-leikurinn var skelfilegur. Mér fannst varnarleikurinn ekki góður í neinum leiknum,“ segir Alfreð en þó að landsliðið hafi verið ánægt með varnarleikinn gegn Noregi þá var Alfreð ekkert sérstaklega hrifinn. „Hann var skástur þar en ekkert stórkostlegur samt. Norðmennirnir náðu ekki að nýta sér gallana á íslensku vörninni. Hvít-Rússaleikurinn var auðvitað ótrúlegur. Að skora 38 mörk og ná ekki að vinna. Það er eiginlega ekki hægt.“Vísir/GettyEkki að yngja bara til að yngja Landsliðsþjálfarinn fyrrverandi vill sjá leikmenn liðsins axla ábyrgð og sjá til þess að liðið komist á HM á næsta ári. „Við vorum auðvitað heppnir að enda í efri styrkleikaflokknum fyrir HM-umspilið. Þetta lið sem var í Póllandi þarf að rífa sig upp á rassgatinu og klára þá leiki. Við erum óneitanlega með svolítið gamalt lið en hvað svo? Við getum ekki bara yngt liðið til þess að yngja það. Þeir sem eiga einhver ár eftir þurfa að vera áfram en svo er óhjákvæmileg umbreyting á liðinu,“ segir Alfreð en hann vill síðan sjá breytingar á liðinu á HM í Frakklandi.Í fótspor Svíanna? „Einhvern tímann þarf að koma að því að Ólafur Guðmundsson og fleiri fái að axla meiri ábyrgð og sýna hvort þeir séu alvöru landsliðsefni eða ekki. Síðan erum við með yngri leikmenn sem margir hverjir eru efnilegir. Við erum hugsanlega að lenda í sömu vandræðum og Svíar á sínum tíma þegar Stefan Lövgren og félagar hættu allir á einu bretti. Kynslóðin sem kom á eftir þeim hafði aldrei fengið að spila og vissi ekki hvað landsliðið var.“ Alfreð hefur eflaust sínar skoðanir á því hvað eigi að gera í landsliðsþjálfaramálum núna en vildi ekki blanda sér í þá umræðu.Vísir/GettyAllt á réttri leið hjá okkur Heima fyrir stendur Alfreð í ströngu við að verja Þýskalandsmeistaratitilinn. Hann er með mikið breytt lið og missti til að mynda Aron Pálmarsson og Filip Jicha frá félaginu. Þrátt fyrir það er lið hans í öðru sæti og aðeins tveim stigum á eftir toppliði Rhein-Neckar Löwen. „Ég hef fulla trú á því að við verðum í baráttunni allt til enda,“ segir Alfreð sem er þegar farinn að horfa til framtíðar og meðal annars búinn að tryggja sér þýska landsliðsmarkvörðinn Andreas Wolff og svo eru efnilegustu leikmenn Svíþjóðar og Austurríkis á leiðinni, þeir Lukas Nilsson og Nikola Bilyk. „Þetta er allt á góðri leið hjá okkur.“ EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalandsmeistara Kiel og fyrrverandi landsliðsþjálfari, var eins og aðrir Íslendingar svekktur yfir gengi íslenska liðsins á EM í Póllandi. Eins og flestum ætti að vera kunnugt fóru strákarnir okkar heim með skottið á milli lappanna eftir riðlakeppnina. Sigur vannst á Noregi í fyrsta leik en síðan tapaði liðið gegn Hvíta-Rússlandi og Króatíu. Mikil vonbrigði. „Mér fannst leikurinn gegn Noregi mjög góður. Leikurinn gegn Hvíta-Rússlandi var ekki nógu góður og Króata-leikurinn var skelfilegur. Mér fannst varnarleikurinn ekki góður í neinum leiknum,“ segir Alfreð en þó að landsliðið hafi verið ánægt með varnarleikinn gegn Noregi þá var Alfreð ekkert sérstaklega hrifinn. „Hann var skástur þar en ekkert stórkostlegur samt. Norðmennirnir náðu ekki að nýta sér gallana á íslensku vörninni. Hvít-Rússaleikurinn var auðvitað ótrúlegur. Að skora 38 mörk og ná ekki að vinna. Það er eiginlega ekki hægt.“Vísir/GettyEkki að yngja bara til að yngja Landsliðsþjálfarinn fyrrverandi vill sjá leikmenn liðsins axla ábyrgð og sjá til þess að liðið komist á HM á næsta ári. „Við vorum auðvitað heppnir að enda í efri styrkleikaflokknum fyrir HM-umspilið. Þetta lið sem var í Póllandi þarf að rífa sig upp á rassgatinu og klára þá leiki. Við erum óneitanlega með svolítið gamalt lið en hvað svo? Við getum ekki bara yngt liðið til þess að yngja það. Þeir sem eiga einhver ár eftir þurfa að vera áfram en svo er óhjákvæmileg umbreyting á liðinu,“ segir Alfreð en hann vill síðan sjá breytingar á liðinu á HM í Frakklandi.Í fótspor Svíanna? „Einhvern tímann þarf að koma að því að Ólafur Guðmundsson og fleiri fái að axla meiri ábyrgð og sýna hvort þeir séu alvöru landsliðsefni eða ekki. Síðan erum við með yngri leikmenn sem margir hverjir eru efnilegir. Við erum hugsanlega að lenda í sömu vandræðum og Svíar á sínum tíma þegar Stefan Lövgren og félagar hættu allir á einu bretti. Kynslóðin sem kom á eftir þeim hafði aldrei fengið að spila og vissi ekki hvað landsliðið var.“ Alfreð hefur eflaust sínar skoðanir á því hvað eigi að gera í landsliðsþjálfaramálum núna en vildi ekki blanda sér í þá umræðu.Vísir/GettyAllt á réttri leið hjá okkur Heima fyrir stendur Alfreð í ströngu við að verja Þýskalandsmeistaratitilinn. Hann er með mikið breytt lið og missti til að mynda Aron Pálmarsson og Filip Jicha frá félaginu. Þrátt fyrir það er lið hans í öðru sæti og aðeins tveim stigum á eftir toppliði Rhein-Neckar Löwen. „Ég hef fulla trú á því að við verðum í baráttunni allt til enda,“ segir Alfreð sem er þegar farinn að horfa til framtíðar og meðal annars búinn að tryggja sér þýska landsliðsmarkvörðinn Andreas Wolff og svo eru efnilegustu leikmenn Svíþjóðar og Austurríkis á leiðinni, þeir Lukas Nilsson og Nikola Bilyk. „Þetta er allt á góðri leið hjá okkur.“
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira