„Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma“ Jakob Bjarnar skrifar 9. febrúar 2016 13:33 Heimsmaðurinn Atli Steinn segir dvölina á AdaM hótel hafa verið alveg einstaklega ánægjulega. visir/Brink/Rósa Lind Atli Steinn Guðmundsson, sem búsettur er úti í Noregi hvar hann starfar hjá NorSea group, leggur orð í belg umræðunnar um AdaM hótel en Ragnar Guðmundsson hótelstjóri liggur nú undir ámæli fyrir að hafa varað gesti við kranavatninu – en vill í sama mund selja þeim vatnsflöskur hótelsins á 400 krónur.Vísir greindi frá málinu í gær og vakti það verulega athygli. „Við áttum nú góðar stundir þarna á Hótel Adam yfir áramótin 2014 – ˈ15, fengum þokkalegasta herbergi hvað sem leið nöturlegum frásögnum á TripAdvisor og Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma,“ segir Atli Steinn á Facebooksíðu sinni, og siglir þar nokkuð á móti straumnum, en það að vilja vara við íslenska kranavatninu þykir á mörgum bæjum hálfgert guðlast.Neytendastofa er komin í málið og vill fá skýringar. Vísi hefur ekki enn tekist að ná tali af Ragnari, en Atli ber honum vel söguna. Og heldur áfram að lýsa reynslu sinni af dvöl sinni á AdaM hótel. „Vatnsflöskurnar voru ekki komnar til sögunnar þarna og ekki reyndi á gæði kranavatns þar sem ég drakk eingöngu áfengi á hótelinu. Fólk getur svo sem haft horn í síðu gamaldags innréttinga, mér fannst þær nú bara setja vissan svip á upplifunina, en það sem klárlega stóð upp úr var staðsetningin sem var alveg kjörin um áramót, verði var mjög stillt í hóf, sennilega einhver 90.000 kall fyrir fjórar nætur og þar af nýársnótt,“ skrifar Atli. Hann segir að líkt og á Hótel Leifi Eiríkssyni þarna rétt hjá fjórum árum áður vorum hann og kona hans Rósa Lind Björnsdóttir, einu Íslendingarnir á hótelinu yfir þessi áramót, sem Atli Steinn segir hressandi. „Lítið erlent barn í næsta herbergi bauð okkur súkkulaði og óskaði gleðilegs árs þegar við litum inn skömmu eftir miðnætti á nýársnótt að sækja vistir í næsta gleðskap en dagskráin var þéttpökkuð. Það er mér gleði að veita Hótel Adam mín bestu meðmæli, vatn á flöskum eður ei.“Við áttum nú góðar stundir þarna á Hótel Adam yfir áramótin 2014 – ˈ15, fengum þokkalegasta herbergi hvað sem leið nö...Posted by Atli Steinn Guðmundsson on 8. febrúar 2016 Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Atli Steinn Guðmundsson, sem búsettur er úti í Noregi hvar hann starfar hjá NorSea group, leggur orð í belg umræðunnar um AdaM hótel en Ragnar Guðmundsson hótelstjóri liggur nú undir ámæli fyrir að hafa varað gesti við kranavatninu – en vill í sama mund selja þeim vatnsflöskur hótelsins á 400 krónur.Vísir greindi frá málinu í gær og vakti það verulega athygli. „Við áttum nú góðar stundir þarna á Hótel Adam yfir áramótin 2014 – ˈ15, fengum þokkalegasta herbergi hvað sem leið nöturlegum frásögnum á TripAdvisor og Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma,“ segir Atli Steinn á Facebooksíðu sinni, og siglir þar nokkuð á móti straumnum, en það að vilja vara við íslenska kranavatninu þykir á mörgum bæjum hálfgert guðlast.Neytendastofa er komin í málið og vill fá skýringar. Vísi hefur ekki enn tekist að ná tali af Ragnari, en Atli ber honum vel söguna. Og heldur áfram að lýsa reynslu sinni af dvöl sinni á AdaM hótel. „Vatnsflöskurnar voru ekki komnar til sögunnar þarna og ekki reyndi á gæði kranavatns þar sem ég drakk eingöngu áfengi á hótelinu. Fólk getur svo sem haft horn í síðu gamaldags innréttinga, mér fannst þær nú bara setja vissan svip á upplifunina, en það sem klárlega stóð upp úr var staðsetningin sem var alveg kjörin um áramót, verði var mjög stillt í hóf, sennilega einhver 90.000 kall fyrir fjórar nætur og þar af nýársnótt,“ skrifar Atli. Hann segir að líkt og á Hótel Leifi Eiríkssyni þarna rétt hjá fjórum árum áður vorum hann og kona hans Rósa Lind Björnsdóttir, einu Íslendingarnir á hótelinu yfir þessi áramót, sem Atli Steinn segir hressandi. „Lítið erlent barn í næsta herbergi bauð okkur súkkulaði og óskaði gleðilegs árs þegar við litum inn skömmu eftir miðnætti á nýársnótt að sækja vistir í næsta gleðskap en dagskráin var þéttpökkuð. Það er mér gleði að veita Hótel Adam mín bestu meðmæli, vatn á flöskum eður ei.“Við áttum nú góðar stundir þarna á Hótel Adam yfir áramótin 2014 – ˈ15, fengum þokkalegasta herbergi hvað sem leið nö...Posted by Atli Steinn Guðmundsson on 8. febrúar 2016
Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54
Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08