Fimm bestu Super Bowl auglýsingar allra tíma Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. febrúar 2016 23:00 Þessi krúttlegi Darth Vader kom sterkur inn. Mynd/Skjáskot Nú styttist óðum í einn stærsta íþrótta- og sjónvarpsviðburð ársins þegar Carolina Panthers og Denver Broncos mætast í úrslitaleik NFL-deildarinnar, Super Bowl. Super Bowl snýst þó ekki bara um viðureign bestu liðanna í NFL. Tónlistarmenn keppast um að fá að spila í hálfleik og fyrirtæki borga milljarða fyrir að fá að auglýsa í hléum. Margir bíða með óþreyju yfir því að sjá auglýsingarnar og sumar þeirra hafa orðið algjörlega ódauðlegar í annálum auglýsingaheimsins.Apple - 1984Þessi auglýsing olli straumhvörfum í auglýsingaheiminum. Fáheyrt var að svo mikið væri lagt í auglýsingu en hún var rándýr og í leikstjórn leikstjórans fræga Ridley Scott. Auglýsingin hermir eftir 1984 eftir George Orwell og er ansi merkileg fyrir þær sakir að í henni sést ekki einu sinni í eina einustu Apple-vöru. 1979 - Coca ColaCoca Cola leggur gjarnan töluverðan pening í Super Bowl auglýsingar en frægasta auglýsing þeirra er væntanlega sú sem birtist árið 1979. Sumir segja að hún sé sú besta sem nokkru sinni hafi verið framleidd en boðskapurinn er í það minnsta fallegur. 1993 - McDonaldsLarry Bird og Michael Jordan keppa um Big Mac í skotkeppni. Þarf að segja meira? Pepsi - 1996Pepsi og Coca Cola hafa í gegnum tíðina verið í harðri samkeppni og þar eru Super Bowl auglýsingar engin undantekning. Þessi Pepsi-auglýsing segir frá Coca Cola-sölumanni sem freistast til þess að prófa Pepsi með klikkuðum afleiðingum. 2011 - VolkswagenÁður en að Volswagen-skandallinn fór illa með Volkswagen vörumerkið vakti þessi auglýsing mikla athygli árið 2011 þegar afar krúttlegur lítill Darth Vader reynir að nota The Force til þess að hreyfa hluti. NFL Ofurskálin Tækni Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Nú styttist óðum í einn stærsta íþrótta- og sjónvarpsviðburð ársins þegar Carolina Panthers og Denver Broncos mætast í úrslitaleik NFL-deildarinnar, Super Bowl. Super Bowl snýst þó ekki bara um viðureign bestu liðanna í NFL. Tónlistarmenn keppast um að fá að spila í hálfleik og fyrirtæki borga milljarða fyrir að fá að auglýsa í hléum. Margir bíða með óþreyju yfir því að sjá auglýsingarnar og sumar þeirra hafa orðið algjörlega ódauðlegar í annálum auglýsingaheimsins.Apple - 1984Þessi auglýsing olli straumhvörfum í auglýsingaheiminum. Fáheyrt var að svo mikið væri lagt í auglýsingu en hún var rándýr og í leikstjórn leikstjórans fræga Ridley Scott. Auglýsingin hermir eftir 1984 eftir George Orwell og er ansi merkileg fyrir þær sakir að í henni sést ekki einu sinni í eina einustu Apple-vöru. 1979 - Coca ColaCoca Cola leggur gjarnan töluverðan pening í Super Bowl auglýsingar en frægasta auglýsing þeirra er væntanlega sú sem birtist árið 1979. Sumir segja að hún sé sú besta sem nokkru sinni hafi verið framleidd en boðskapurinn er í það minnsta fallegur. 1993 - McDonaldsLarry Bird og Michael Jordan keppa um Big Mac í skotkeppni. Þarf að segja meira? Pepsi - 1996Pepsi og Coca Cola hafa í gegnum tíðina verið í harðri samkeppni og þar eru Super Bowl auglýsingar engin undantekning. Þessi Pepsi-auglýsing segir frá Coca Cola-sölumanni sem freistast til þess að prófa Pepsi með klikkuðum afleiðingum. 2011 - VolkswagenÁður en að Volswagen-skandallinn fór illa með Volkswagen vörumerkið vakti þessi auglýsing mikla athygli árið 2011 þegar afar krúttlegur lítill Darth Vader reynir að nota The Force til þess að hreyfa hluti.
NFL Ofurskálin Tækni Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira