SOS - Við erum að kafna úr myglu! Inga María Árnadóttir skrifar 2. febrúar 2016 14:37 Háskóla Íslands má líkja við splundraða legókubbaborg. Byggingar skólans, sem eru á þriðja tug, eru á víð og dreif um borgina. Oft þurfa nemendur að flakka á milli húsa til að sækja kennslustundir en aðrir, eins og t.a.m. hjúkrunarfræðinemar, eru afar lánsamir og hafa aðstöðu á einum stað. Nánar tiltekið í gamla Eirbergi, sem áður var heimavist hjúkrunarkvenna. Heppnir, en á sama tíma alveg stórkostlega óheppnir. Eirberg var teiknað árið 1952 og reist á sjötta áratugnum. Húsið er jafn gamalt ömmu gömlu sem hefur fengið tvo gerviliði og ígræddan gangráð á þessum tíma. Eirberg hefur hins vegar ekki fengið sambærilega yfirhalningu, heldur molnað niður og myglað eins og nesti sem gleymist í töskunni síðasta skóladaginn fyrir sumarfrí. Sérstakur antík-ilmur fyllir ganga Eirbergs. Þegar ég gegn um, fylli ég lungun af lofti og soga í mig stemninguna. Ég hugsa með mér hversu mikil þekking hefur skapast í þessu húsi og það hefur hvetjandi áhrif á mig. Þegar ég sit inni á lesstofu sé ég gömlu hjúkrunarkonurnar fyrir mér sitja við þessi sömu skrifborð, með þessi sömu lesljós. Lykt getur haft sérkennileg áhrif. Ég dýrkaði þetta umhverfi, allt þar til ég komst að því að það væri anganin af myglusvepp sem daglega fyllti vit mín, ekki angan af áratuga gamalli þekkingu og reynslu. Ég fíla hefðir og sögu, enda mikill sjarmi yfir þessari byggingu, allavega við fyrstu sýn. En nú eru nemendur hættir að nýta sér lesaðstöðuna og farnir að mæta sjaldnar í tíma sökum þessa. Margir kvarta undan síþreytu, einbeitingarleysi og stöðugum veikindum. Eins neitaði einn kennari að kenna framar í þessu húsnæði og því hafa sumir nemendur verið á vergangi þessa önnina. Hinn ágæti Tómas Guðbjartsson steig fram á síðasta ári og greindi frá þeim slæmu áhrifum sem myglan í skrifstofuhúsnæði Landspítalans hafði á heilsu hans. Fordómar eru víða gagnvart þessu heilsufarsvandamáli og hann segir að á þessum tíma hafi hann verið talinn vera þunglyndur og fúll. Ástandið í Eirbergi er afar sambærilegt því sem skapast hefur í húsnæði Landspítalans og er tilkomið vegna skorts á viðhaldi og nýbyggingu. Ég leyfi mér að fullyrða að margir nemendur í Eirbergi eru ansi langt niðri og fúlir á þessari stundu. Hvort það er beintengt við myglusveppinn eða brottnám kaffisjálfsalans, arfaslaka internettengingu og skipulagsleysi sem dæmi, er annað mál. Þó er á kristaltæru að málefni er varða Eirberg og deildirnar sem stunda þar nám hafa setið á hakanum allt of lengi. Ég gúddera alveg myglaðan ost en myglaðan húsakost læt ég ekki bjóða mér tvisvar. Hversu lengi á að kenna heilbrigðisvísindi í heilsuspillandi umhverfi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Háskóla Íslands má líkja við splundraða legókubbaborg. Byggingar skólans, sem eru á þriðja tug, eru á víð og dreif um borgina. Oft þurfa nemendur að flakka á milli húsa til að sækja kennslustundir en aðrir, eins og t.a.m. hjúkrunarfræðinemar, eru afar lánsamir og hafa aðstöðu á einum stað. Nánar tiltekið í gamla Eirbergi, sem áður var heimavist hjúkrunarkvenna. Heppnir, en á sama tíma alveg stórkostlega óheppnir. Eirberg var teiknað árið 1952 og reist á sjötta áratugnum. Húsið er jafn gamalt ömmu gömlu sem hefur fengið tvo gerviliði og ígræddan gangráð á þessum tíma. Eirberg hefur hins vegar ekki fengið sambærilega yfirhalningu, heldur molnað niður og myglað eins og nesti sem gleymist í töskunni síðasta skóladaginn fyrir sumarfrí. Sérstakur antík-ilmur fyllir ganga Eirbergs. Þegar ég gegn um, fylli ég lungun af lofti og soga í mig stemninguna. Ég hugsa með mér hversu mikil þekking hefur skapast í þessu húsi og það hefur hvetjandi áhrif á mig. Þegar ég sit inni á lesstofu sé ég gömlu hjúkrunarkonurnar fyrir mér sitja við þessi sömu skrifborð, með þessi sömu lesljós. Lykt getur haft sérkennileg áhrif. Ég dýrkaði þetta umhverfi, allt þar til ég komst að því að það væri anganin af myglusvepp sem daglega fyllti vit mín, ekki angan af áratuga gamalli þekkingu og reynslu. Ég fíla hefðir og sögu, enda mikill sjarmi yfir þessari byggingu, allavega við fyrstu sýn. En nú eru nemendur hættir að nýta sér lesaðstöðuna og farnir að mæta sjaldnar í tíma sökum þessa. Margir kvarta undan síþreytu, einbeitingarleysi og stöðugum veikindum. Eins neitaði einn kennari að kenna framar í þessu húsnæði og því hafa sumir nemendur verið á vergangi þessa önnina. Hinn ágæti Tómas Guðbjartsson steig fram á síðasta ári og greindi frá þeim slæmu áhrifum sem myglan í skrifstofuhúsnæði Landspítalans hafði á heilsu hans. Fordómar eru víða gagnvart þessu heilsufarsvandamáli og hann segir að á þessum tíma hafi hann verið talinn vera þunglyndur og fúll. Ástandið í Eirbergi er afar sambærilegt því sem skapast hefur í húsnæði Landspítalans og er tilkomið vegna skorts á viðhaldi og nýbyggingu. Ég leyfi mér að fullyrða að margir nemendur í Eirbergi eru ansi langt niðri og fúlir á þessari stundu. Hvort það er beintengt við myglusveppinn eða brottnám kaffisjálfsalans, arfaslaka internettengingu og skipulagsleysi sem dæmi, er annað mál. Þó er á kristaltæru að málefni er varða Eirberg og deildirnar sem stunda þar nám hafa setið á hakanum allt of lengi. Ég gúddera alveg myglaðan ost en myglaðan húsakost læt ég ekki bjóða mér tvisvar. Hversu lengi á að kenna heilbrigðisvísindi í heilsuspillandi umhverfi?
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun