Að snúa hlutum á hvolf og til baka aftur Teitur Guðmundsson skrifar 1. febrúar 2016 14:43 Það er merkilegt að fylgjast með vísindum og hversu fljótt við grípum boltann þegar koma góðar eða jafnvel slæmar fréttir sem eiga að hafa áhrif á líf okkar og líðan. Markaðurinn gerir svo sitt til að ýta þessum fréttum áfram og jafnvel nýta þær sér í hagnaðarskyni. Nýjasta afsprengi af slíku sem er að hrista vítamín og bætiefnaheiminn um þessar mundir er nálgun vísindamanna frá Bandaríkjunum sem birtu áhugaverða grein í Nature nýverið. Þar koma fram upplýsingar varðandi andoxunarefni og virkni þeirra sem eru vægast sagt áhugaverðar og þarfnast frekari skoðunar. Það vita allir sem hafa fylgst með umræðu um andoxunarefni að hún er iðulega á þeim nótum að þau séu nauðsynlegt til að vinna gegn svokölluðu oxunarálagi líkamans. En það er náttúruleg leið líkamans í efnaskiptum og við notkun súrefnis í þeim að búa til svokallaða „radikala“ en hugmyndafræðin á bak við þá byggir á því að þeir skaði líffæri, æðaþel, ýti undir öldrun og ýmislegt fleira og geti þannig haft sjúkdómsmyndandi áhrif. Það er því samkvæmt þessari kenningu mikilvægt að hafa eitthvert mótvægi við slíku álagi og til mikillar einföldunar má segja að það séu hin svokölluðu andoxunarefni sem fyrirfinnast í ýmsum náttúrulegum vörum í mismiklu magni. Algengt er að minnast á Bláber og Acai ber sem eiga að hafa mikla andoxunarvirkni til að tengja þetta saman en einnig í fæðubótarefnum í ofurskömmtum. Sölumennskan segir svo um að því meira sem við notum því betra hljóti það að vera fyrir heilsu okkar og haldi jafnvægi í líkamanum. Ekki hafa menn verið á eitt sáttir um þessar kenningar og töluvert verið skrifað og rannsakað þó almenningur heyri almennt eingöngu jákvæða hluti um andoxunarefnin svokölluðu og er hvattur til inntöku þeirra nær daglega í hinum ýmsu miðlum. Nýjustu upplýsingar segja að jafnvægið á milli oxunar og andoxara í líkamanum sé mikilvægt, en líklegt sé að háir skammtar af andoxunarefnum kunni að skemma fyrir frekar en hitt. Rökin fyrir þessu er að finna í rannsókn áðurgreindra vísindamanna þar sem skoðað var samhengið á milli myndunar krabbameins og þess þegar það dreifir sér eða myndar meinvörp eins og heitir á góðri íslensku. Þegar við tölum um krabbamein sem hefur dreift sér er iðulega um erfiðari sjúkdóm að ræða og líklegra að hann leggji mann að velli heldur en sá sem er staðbundinn og mögulega er hægt að skera burtu. Við vitum í dag að frumur sem dreifa sér frá upphaflegu krabbameini ná ekki endilega fótfestu þar sem ónæmiskerfið og líkaminn drepur þær áður og varnar meinvörpum með þeim hætti. Það gerir líkaminn að hluta með því að nota hina svokölluðu radikala og því má segja að í slíku ástandi sé beinlínis skaðlegt að nota andoxunarefni til inntöku og hindra þannig ónæmiskerfi viðkomandi hvað þetta snertir. Raunar sýndi rannsóknin beinlínis samhengi á milli inntöku andoxunarefna og aukningu á tíðni og stærð meinvarpa í músatilraunum. Vísindamennirnir álykta því að krabbameinssjúklingar sem noti andoxunarefni til inntöku aukalega við hefbundna fæðu geti mögulega haft verri horfur, sérstaklega með tilliti til meinvarpa. Það á vitaskuld eftir að gera frekari rannsóknir en hér er um að ræða mjög áhrifamikla grein í einu virtasta tímariti læknavísindanna og því óhætt að segja að með henni sé verið að grafa verulega undan markaðsöflunum í heimi andoxunarefnanna. Ekki eru öll kurl komin til grafar, en miðað við þessar niðurstöður mætti ráðleggja amk fólki sem er með krabbamein að vera ekki að auka neysluna á andoxunarefnum umfram það sem fyrirfinnst á náttúrulegan hátt í fæðunni. Mögulega gildir það sama um allann þorra almennings þó ekki sé hægt að fullyrða neitt slíkt á þessari stundu og verður spennandi að fylgjast með þessari þróun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Það er merkilegt að fylgjast með vísindum og hversu fljótt við grípum boltann þegar koma góðar eða jafnvel slæmar fréttir sem eiga að hafa áhrif á líf okkar og líðan. Markaðurinn gerir svo sitt til að ýta þessum fréttum áfram og jafnvel nýta þær sér í hagnaðarskyni. Nýjasta afsprengi af slíku sem er að hrista vítamín og bætiefnaheiminn um þessar mundir er nálgun vísindamanna frá Bandaríkjunum sem birtu áhugaverða grein í Nature nýverið. Þar koma fram upplýsingar varðandi andoxunarefni og virkni þeirra sem eru vægast sagt áhugaverðar og þarfnast frekari skoðunar. Það vita allir sem hafa fylgst með umræðu um andoxunarefni að hún er iðulega á þeim nótum að þau séu nauðsynlegt til að vinna gegn svokölluðu oxunarálagi líkamans. En það er náttúruleg leið líkamans í efnaskiptum og við notkun súrefnis í þeim að búa til svokallaða „radikala“ en hugmyndafræðin á bak við þá byggir á því að þeir skaði líffæri, æðaþel, ýti undir öldrun og ýmislegt fleira og geti þannig haft sjúkdómsmyndandi áhrif. Það er því samkvæmt þessari kenningu mikilvægt að hafa eitthvert mótvægi við slíku álagi og til mikillar einföldunar má segja að það séu hin svokölluðu andoxunarefni sem fyrirfinnast í ýmsum náttúrulegum vörum í mismiklu magni. Algengt er að minnast á Bláber og Acai ber sem eiga að hafa mikla andoxunarvirkni til að tengja þetta saman en einnig í fæðubótarefnum í ofurskömmtum. Sölumennskan segir svo um að því meira sem við notum því betra hljóti það að vera fyrir heilsu okkar og haldi jafnvægi í líkamanum. Ekki hafa menn verið á eitt sáttir um þessar kenningar og töluvert verið skrifað og rannsakað þó almenningur heyri almennt eingöngu jákvæða hluti um andoxunarefnin svokölluðu og er hvattur til inntöku þeirra nær daglega í hinum ýmsu miðlum. Nýjustu upplýsingar segja að jafnvægið á milli oxunar og andoxara í líkamanum sé mikilvægt, en líklegt sé að háir skammtar af andoxunarefnum kunni að skemma fyrir frekar en hitt. Rökin fyrir þessu er að finna í rannsókn áðurgreindra vísindamanna þar sem skoðað var samhengið á milli myndunar krabbameins og þess þegar það dreifir sér eða myndar meinvörp eins og heitir á góðri íslensku. Þegar við tölum um krabbamein sem hefur dreift sér er iðulega um erfiðari sjúkdóm að ræða og líklegra að hann leggji mann að velli heldur en sá sem er staðbundinn og mögulega er hægt að skera burtu. Við vitum í dag að frumur sem dreifa sér frá upphaflegu krabbameini ná ekki endilega fótfestu þar sem ónæmiskerfið og líkaminn drepur þær áður og varnar meinvörpum með þeim hætti. Það gerir líkaminn að hluta með því að nota hina svokölluðu radikala og því má segja að í slíku ástandi sé beinlínis skaðlegt að nota andoxunarefni til inntöku og hindra þannig ónæmiskerfi viðkomandi hvað þetta snertir. Raunar sýndi rannsóknin beinlínis samhengi á milli inntöku andoxunarefna og aukningu á tíðni og stærð meinvarpa í músatilraunum. Vísindamennirnir álykta því að krabbameinssjúklingar sem noti andoxunarefni til inntöku aukalega við hefbundna fæðu geti mögulega haft verri horfur, sérstaklega með tilliti til meinvarpa. Það á vitaskuld eftir að gera frekari rannsóknir en hér er um að ræða mjög áhrifamikla grein í einu virtasta tímariti læknavísindanna og því óhætt að segja að með henni sé verið að grafa verulega undan markaðsöflunum í heimi andoxunarefnanna. Ekki eru öll kurl komin til grafar, en miðað við þessar niðurstöður mætti ráðleggja amk fólki sem er með krabbamein að vera ekki að auka neysluna á andoxunarefnum umfram það sem fyrirfinnst á náttúrulegan hátt í fæðunni. Mögulega gildir það sama um allann þorra almennings þó ekki sé hægt að fullyrða neitt slíkt á þessari stundu og verður spennandi að fylgjast með þessari þróun.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun