Óli Stef: Dagur eyðir ekki orku í eitthvað bull Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. febrúar 2016 13:00 Ólafur Stefánsson og Dagur Sigurðsson eru æskuvinir og fyrrverandi samherjar hjá Val og með landsliðinu. vísir/ernir/epa „Hvað á maður að segja? Þetta er alveg stórkostlegt afrek hjá Degi,“ segir Ólafur Stefánsson, besti handboltamaður þjóðarinnar frá upphafi, um æskuvin sinn og fyrrverandi samherja hjá Val og landsliðinu, Dag Sigurðsson. Eins og allir vita varð Dagur annar Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í gær þegar hann stýrði ungu þýsku landsliði til sigurs gegn Spáni í úrslitaleik EM í Póllandi.Sjá einnig:Dagur: Angela Merkel bauð okkur í kaffibolla Þýskaland vann síðast stóran titil árið 2007 þegar það varð heimsmeistari á heimavelli. Síðan þá hefur þessi stærsta handboltaþjóð heims ekki verið í baráttu um verðlaun á stórmótum og þá komst það ekki á Ólympíuleikana í Lundúnum 2012.Gleðilegt ár, eitthvað að frétta ? Frohes neues, gibt was neues? — Dagur Sigurdsson (@DagurSigurdsson) February 1, 2016 „Þjóðverjar eru búnir að vera í lægð síðan 2007. Það hefur ekkert gerst hjá þeim síðan þá en svo kemur Dagur inn og rífur þetta upp á einu ári,“ segir Ólafur við Vísi, en Dagur var fyrir mótið og á því í stórkostlegum meiðslavandræðum. „Það verður að líta yfir allt mótið hjá honum. Þetta er alveg þvílíkt afrek. Það vita allir að hann er þarna með B-liðið en dínamíkin í liðinu er svo mikið og möguleikarnir í framhaldinu miklir. Þetta er alveg ótrúlegt.“Dagur lyftir Evrópumeistaraskildinu.vísir/gettyFerilskráin talar sínu máli Dagur hefur náð miklum árangri síðan hann fór ungur að árum út í þjálfun í Japan. Hann lyfti grettistaki í austurrískum handbolta, bæði með Bregenz og landsliðið þar í landi, áður en hann gerði svo Füchse Berlín að einu besta liði Þýskalands og kvaddi það með Evrópumeistaratitli síðasta vor.Sjá einnig:„Athyglin sem Dagur fær á stigi sem maður skilur ekki“ „Þessi árangur hans núna kemur í rauninni ekkert á óvart. Það þarf bara að horfa yfir hans feril og hvernig hann hefur bætt sig. Ferilskrá hans talar sínu máli því hann nær árangri hvar sem hann stígur niður fæti. Þetta er bara eðlilegt framhald af því,“ segir Ólafur. „Það að þýska liðið var svona gott í riðlakeppninni var alveg stórkostlegt. Þá var liðið búið að ná frábærum árangri en allt umfram það var bara svakalegur bónus.“Ólafur og Dagur fagna Íslandsmeistaratitlinum 1995 með Val.vísir/brynjar gautiLeiðtogi frá 5. flokki Ólafur og Dagur þekkjast mjög vel, en þeir ólust upp saman hjá Val og voru hluti af einu besta handboltaliði Íslandssögunnar. Saman urðu þeir Íslandsmeistarar 1991 og svo fjögur ár í röð frá 1993-1996. Eitthvað sem aðeins Víkingi og Val hefur tekist að gera. Ólafur hrósar leiðtogahæfileikum Dags og bendir á leikhléin sem hann tók og hvernig hann stýrði þeim. Þar fannst honum einbeitingin skína úr andliti æskuvinar síns og það smitaðist út í leikmannahópinn.Sjá einnig:„Kraftaverkið í Kraká“ hjá Degi á pari við Dani 1992 og Grikki 2004 „Dagur hefur verið leiðtogi allt frá því hann mætti í fimmta flokkinn í Val. Hann var leikstjórnandi alla sína tíð og fór í þjálfun frekar snemma,“ segir Ólafur. „Dagur er búinn að þjálfa núna í einhver tíu ár og það hefur verið mikill stígandi á hans ferli. Heilindi eru hans stærsti kostur. Hann eyðir ekki mikilli orku í eitthvað bull og lætur ekki aðra soga úr sér orku.“ „Hann hefur líka þetta íslenska hugarfar að láta ekki menn sem hafa minna um málið að segja trufla sig því hann veit hvað hann vill og það einfaldar hlutina,“ segir Ólafur.Dagur lætur vel í sér heyra á hliðarlínunni.vísir/epaAlgjörlega maður mótsins Mikla athygli hefur vakið hvað Dagur er jákvæður á hliðarlínunni og hvernig hann fagnar hverju einasta marki eins og það sé það síðasta sem liðið skorar. Hann er svo ófeiminn við að hrósa sínum mönnum í hástert eftir hvern einasta leik þegar þeir standa sig vel. „Þessi aðferð er algjörlega málið. Við hrósum alltof lítið og gagnrýnum alltof mikið. Þó gagnrýni felist í því að rýna til gagns þá þarf að ýta undir þegar vel er gert og leyfa mönnum að upplifa það. Þessi jákvæða sálfræði er bara að sanna sig,“ segir Ólafur sem tók púlsinn á Degi í morgun. „Ég er búinn að vera að senda honum skilaboð yfir allt mótið. Hann svaraði mér í morgun og var greinilega kominn á fætur. Ætli hann sé ekki bara byrjaður að undirbúa Ólympíuleikana. Dagur er allavega algjörlega maður mótsins og þetta er frábært afrek. Það er eins og einhver sagði á Twitter: Við Íslendingar unnum þetta mót svo eftir allt saman,“ segir Ólafur Stefánsson EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Dagur, kunna Íslendingar að fagna? Íslenski landsliðsþjálfari Þýskalands þótti heldur rólegur í fögnuðinum eftir sigurinn á EM í Póllandi. 31. janúar 2016 23:30 33 prósent tapleikjanna gegn Íslandi Þýska handboltalandsliðið hefur unnið 28 af 36 leikjum sínum undir stjórn Dags Sigurðssonar. 1. febrúar 2016 06:30 „Stærstu þakkirnar fær Dagur Sigurðsson“ Fyrrverandi besti handboltamaður heims segir Dag lykilmanninn á bakvið árangur Þýskalands. 1. febrúar 2016 08:15 Dagur skálaði við þýsku þjóðina Tók sér kampavínsglas í hönd og skálaði fyrir Evrópumeistaratitli. 31. janúar 2016 19:19 Viðbrögðin á Twitter: Sænsk handboltagoðsögn hrósar Degi Helstu íþróttastjörnur Þýskalands voru að sjálfsögðu að fylgjast með leik Þýskalands og Spánar í úrslitum EM. 31. janúar 2016 18:45 Kanslarinn, forsetinn og ráðherra hrósa Degi og þýsku strákunum Dagur Sigurðsson er hlaðinn lofi um allt Þýskaland fyrir árangur handboltalandsliðsins á Evrópumótinu. 1. febrúar 2016 11:00 Fullkomið Dagsverk Dagur Sigurðsson fór með hálfgert B-landslið Þýskalands á EM í Póllandi en stóð uppi sem Evrópumeistari eftir magnaða frammistöðu gegn Spáni í úrslitaleiknum. Degi var víða hampað í Þýskalandi eftir sigurinn. 1. febrúar 2016 06:00 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira
„Hvað á maður að segja? Þetta er alveg stórkostlegt afrek hjá Degi,“ segir Ólafur Stefánsson, besti handboltamaður þjóðarinnar frá upphafi, um æskuvin sinn og fyrrverandi samherja hjá Val og landsliðinu, Dag Sigurðsson. Eins og allir vita varð Dagur annar Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í gær þegar hann stýrði ungu þýsku landsliði til sigurs gegn Spáni í úrslitaleik EM í Póllandi.Sjá einnig:Dagur: Angela Merkel bauð okkur í kaffibolla Þýskaland vann síðast stóran titil árið 2007 þegar það varð heimsmeistari á heimavelli. Síðan þá hefur þessi stærsta handboltaþjóð heims ekki verið í baráttu um verðlaun á stórmótum og þá komst það ekki á Ólympíuleikana í Lundúnum 2012.Gleðilegt ár, eitthvað að frétta ? Frohes neues, gibt was neues? — Dagur Sigurdsson (@DagurSigurdsson) February 1, 2016 „Þjóðverjar eru búnir að vera í lægð síðan 2007. Það hefur ekkert gerst hjá þeim síðan þá en svo kemur Dagur inn og rífur þetta upp á einu ári,“ segir Ólafur við Vísi, en Dagur var fyrir mótið og á því í stórkostlegum meiðslavandræðum. „Það verður að líta yfir allt mótið hjá honum. Þetta er alveg þvílíkt afrek. Það vita allir að hann er þarna með B-liðið en dínamíkin í liðinu er svo mikið og möguleikarnir í framhaldinu miklir. Þetta er alveg ótrúlegt.“Dagur lyftir Evrópumeistaraskildinu.vísir/gettyFerilskráin talar sínu máli Dagur hefur náð miklum árangri síðan hann fór ungur að árum út í þjálfun í Japan. Hann lyfti grettistaki í austurrískum handbolta, bæði með Bregenz og landsliðið þar í landi, áður en hann gerði svo Füchse Berlín að einu besta liði Þýskalands og kvaddi það með Evrópumeistaratitli síðasta vor.Sjá einnig:„Athyglin sem Dagur fær á stigi sem maður skilur ekki“ „Þessi árangur hans núna kemur í rauninni ekkert á óvart. Það þarf bara að horfa yfir hans feril og hvernig hann hefur bætt sig. Ferilskrá hans talar sínu máli því hann nær árangri hvar sem hann stígur niður fæti. Þetta er bara eðlilegt framhald af því,“ segir Ólafur. „Það að þýska liðið var svona gott í riðlakeppninni var alveg stórkostlegt. Þá var liðið búið að ná frábærum árangri en allt umfram það var bara svakalegur bónus.“Ólafur og Dagur fagna Íslandsmeistaratitlinum 1995 með Val.vísir/brynjar gautiLeiðtogi frá 5. flokki Ólafur og Dagur þekkjast mjög vel, en þeir ólust upp saman hjá Val og voru hluti af einu besta handboltaliði Íslandssögunnar. Saman urðu þeir Íslandsmeistarar 1991 og svo fjögur ár í röð frá 1993-1996. Eitthvað sem aðeins Víkingi og Val hefur tekist að gera. Ólafur hrósar leiðtogahæfileikum Dags og bendir á leikhléin sem hann tók og hvernig hann stýrði þeim. Þar fannst honum einbeitingin skína úr andliti æskuvinar síns og það smitaðist út í leikmannahópinn.Sjá einnig:„Kraftaverkið í Kraká“ hjá Degi á pari við Dani 1992 og Grikki 2004 „Dagur hefur verið leiðtogi allt frá því hann mætti í fimmta flokkinn í Val. Hann var leikstjórnandi alla sína tíð og fór í þjálfun frekar snemma,“ segir Ólafur. „Dagur er búinn að þjálfa núna í einhver tíu ár og það hefur verið mikill stígandi á hans ferli. Heilindi eru hans stærsti kostur. Hann eyðir ekki mikilli orku í eitthvað bull og lætur ekki aðra soga úr sér orku.“ „Hann hefur líka þetta íslenska hugarfar að láta ekki menn sem hafa minna um málið að segja trufla sig því hann veit hvað hann vill og það einfaldar hlutina,“ segir Ólafur.Dagur lætur vel í sér heyra á hliðarlínunni.vísir/epaAlgjörlega maður mótsins Mikla athygli hefur vakið hvað Dagur er jákvæður á hliðarlínunni og hvernig hann fagnar hverju einasta marki eins og það sé það síðasta sem liðið skorar. Hann er svo ófeiminn við að hrósa sínum mönnum í hástert eftir hvern einasta leik þegar þeir standa sig vel. „Þessi aðferð er algjörlega málið. Við hrósum alltof lítið og gagnrýnum alltof mikið. Þó gagnrýni felist í því að rýna til gagns þá þarf að ýta undir þegar vel er gert og leyfa mönnum að upplifa það. Þessi jákvæða sálfræði er bara að sanna sig,“ segir Ólafur sem tók púlsinn á Degi í morgun. „Ég er búinn að vera að senda honum skilaboð yfir allt mótið. Hann svaraði mér í morgun og var greinilega kominn á fætur. Ætli hann sé ekki bara byrjaður að undirbúa Ólympíuleikana. Dagur er allavega algjörlega maður mótsins og þetta er frábært afrek. Það er eins og einhver sagði á Twitter: Við Íslendingar unnum þetta mót svo eftir allt saman,“ segir Ólafur Stefánsson
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Dagur, kunna Íslendingar að fagna? Íslenski landsliðsþjálfari Þýskalands þótti heldur rólegur í fögnuðinum eftir sigurinn á EM í Póllandi. 31. janúar 2016 23:30 33 prósent tapleikjanna gegn Íslandi Þýska handboltalandsliðið hefur unnið 28 af 36 leikjum sínum undir stjórn Dags Sigurðssonar. 1. febrúar 2016 06:30 „Stærstu þakkirnar fær Dagur Sigurðsson“ Fyrrverandi besti handboltamaður heims segir Dag lykilmanninn á bakvið árangur Þýskalands. 1. febrúar 2016 08:15 Dagur skálaði við þýsku þjóðina Tók sér kampavínsglas í hönd og skálaði fyrir Evrópumeistaratitli. 31. janúar 2016 19:19 Viðbrögðin á Twitter: Sænsk handboltagoðsögn hrósar Degi Helstu íþróttastjörnur Þýskalands voru að sjálfsögðu að fylgjast með leik Þýskalands og Spánar í úrslitum EM. 31. janúar 2016 18:45 Kanslarinn, forsetinn og ráðherra hrósa Degi og þýsku strákunum Dagur Sigurðsson er hlaðinn lofi um allt Þýskaland fyrir árangur handboltalandsliðsins á Evrópumótinu. 1. febrúar 2016 11:00 Fullkomið Dagsverk Dagur Sigurðsson fór með hálfgert B-landslið Þýskalands á EM í Póllandi en stóð uppi sem Evrópumeistari eftir magnaða frammistöðu gegn Spáni í úrslitaleiknum. Degi var víða hampað í Þýskalandi eftir sigurinn. 1. febrúar 2016 06:00 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira
Dagur, kunna Íslendingar að fagna? Íslenski landsliðsþjálfari Þýskalands þótti heldur rólegur í fögnuðinum eftir sigurinn á EM í Póllandi. 31. janúar 2016 23:30
33 prósent tapleikjanna gegn Íslandi Þýska handboltalandsliðið hefur unnið 28 af 36 leikjum sínum undir stjórn Dags Sigurðssonar. 1. febrúar 2016 06:30
„Stærstu þakkirnar fær Dagur Sigurðsson“ Fyrrverandi besti handboltamaður heims segir Dag lykilmanninn á bakvið árangur Þýskalands. 1. febrúar 2016 08:15
Dagur skálaði við þýsku þjóðina Tók sér kampavínsglas í hönd og skálaði fyrir Evrópumeistaratitli. 31. janúar 2016 19:19
Viðbrögðin á Twitter: Sænsk handboltagoðsögn hrósar Degi Helstu íþróttastjörnur Þýskalands voru að sjálfsögðu að fylgjast með leik Þýskalands og Spánar í úrslitum EM. 31. janúar 2016 18:45
Kanslarinn, forsetinn og ráðherra hrósa Degi og þýsku strákunum Dagur Sigurðsson er hlaðinn lofi um allt Þýskaland fyrir árangur handboltalandsliðsins á Evrópumótinu. 1. febrúar 2016 11:00
Fullkomið Dagsverk Dagur Sigurðsson fór með hálfgert B-landslið Þýskalands á EM í Póllandi en stóð uppi sem Evrópumeistari eftir magnaða frammistöðu gegn Spáni í úrslitaleiknum. Degi var víða hampað í Þýskalandi eftir sigurinn. 1. febrúar 2016 06:00