Heilmikil árstíðabundin sveifla á hæð Hvannadalshnjúks Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2016 11:24 Hvannadalshnjúkur er 2.109,6 metrar á hæð samkvæmt opinberum mælingum. Vísir Hvannadalshnjúkur, hæsti tindur landsins, var síðast mældur árið 2011 og var þá í samræmi við mælinguna örlagaríku árið 2005 þar sem í ljós kom að hann var níu metrum lægri en áður var talið. Fjallað er um ferð leiðsögumannsins Einars Rúnars Sigurðssonar leiðsögumanns upp á Hvannadalshnjúk síðastliðinn sunnudag í Morgunblaðinu í dag en um var að ræða 281. ferð hans á tindinn. Einar segist í samtali við Morgunblaðið telja að tindurinn hafi náð sinni fyrri hæð, 2.119 metrum, og tilefni sé til að mæla tindinn upp á nýtt. Síðast mæling hafi verið gerð eftir mikið hlýindaskeið og í lok sumars. Það vakti mikla athygli árið 2005 þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, tilkynnti á tröppum Stjórnarráðsins að Hvannadalshnjúkur væri orðinn 2.110 metrar hæð.Vísir/Teitur Tindurinn „lækkaði“ um 9 metra árið 2005 Það vakti mikla athygli árið 2005 þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, tilkynnti á tröppum Stjórnarráðsins að Hvannadalshnjúkur væri orðinn 2.110 metrar hæð, 2.109,6 metrar svo allri nákvæmni sem gætt, en áður hafði hann verið talinn 2.119 metrar á hæð. Þetta var mikið áfall fyrir ýmsa því þetta þýddi að hnjúkurinn var orðinn lægri en hæsti tindur Svíþjóðar, Kebnekaise, sem er 2.111 metrar á hæð. Haft var eftir Magnúsi Guðmundssyni við það tilefni árið 2005 að stefnt yrði að því að mæla hnjúkinn ítarlega á tíu ára fresti. Vísir setti sig í samband við Landmælingar Íslands sem sagði að vissulega hefði verið talað um að mæla tindinn á tíu ára fresti á sínum tíma en það kostaði sitt og væri mikið fyrirtæki. Tímarnir hefðu breyst og það þyrfti að forgangsraða. Síðast þegar hæð hnjúksins var mæld með leysigeisla var í júlí árið 2010 og þá var hún í samræmi við mælinguna árið 2005. Grunnstöðvakerfi Íslands mælt í sumar kki hefur verið rætt innan landmælinga að ráðast í ítarlega mælingu á Hvannadalshnjúk á næstunni. Í sumar ætla Landmælingar að ráðast í mælingar á öllu grunnstöðvakerfi Íslands því landið er að reka í sundur. Er slík mæling gerð á um tíu árar fresti til að fylgjast með landreki og hæðarbreytingum á landinu. Um er að ræða landrek um sentímetra í hvora áttina á ári og ris og sig um tvo sentímetra á ári. Ef til mælinga kæmi á hæð Hvannadalshnjúkar yrði það væntanlega gert í sumar. Árstíðasveifla á hæð Hvannadalshnjúkar Hjá Veðurstofu Íslands fengust þau svör að heilmikil árstíðasveifla sé á hæð Hvannadalshnjúkar. Á veturna hleður snjó ofan á hnúkinn. Hann þjappast svo saman og bráðnar og lækkar þannig að hæðin getur verið breytileg um marga metra. Veðurstofan segir að ekki hafi verið unnið úr gögnum vegna hæðar tindsins síðan 2011 en hins vegar er Veðurstofan komin með nýjar gervihnattamælingar frá árunum 2012 og 2013 þannig að væntanleg er ný tala. Hornafjörður Fjallamennska Hvannadalshnjúkur Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira
Hvannadalshnjúkur, hæsti tindur landsins, var síðast mældur árið 2011 og var þá í samræmi við mælinguna örlagaríku árið 2005 þar sem í ljós kom að hann var níu metrum lægri en áður var talið. Fjallað er um ferð leiðsögumannsins Einars Rúnars Sigurðssonar leiðsögumanns upp á Hvannadalshnjúk síðastliðinn sunnudag í Morgunblaðinu í dag en um var að ræða 281. ferð hans á tindinn. Einar segist í samtali við Morgunblaðið telja að tindurinn hafi náð sinni fyrri hæð, 2.119 metrum, og tilefni sé til að mæla tindinn upp á nýtt. Síðast mæling hafi verið gerð eftir mikið hlýindaskeið og í lok sumars. Það vakti mikla athygli árið 2005 þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, tilkynnti á tröppum Stjórnarráðsins að Hvannadalshnjúkur væri orðinn 2.110 metrar hæð.Vísir/Teitur Tindurinn „lækkaði“ um 9 metra árið 2005 Það vakti mikla athygli árið 2005 þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, tilkynnti á tröppum Stjórnarráðsins að Hvannadalshnjúkur væri orðinn 2.110 metrar hæð, 2.109,6 metrar svo allri nákvæmni sem gætt, en áður hafði hann verið talinn 2.119 metrar á hæð. Þetta var mikið áfall fyrir ýmsa því þetta þýddi að hnjúkurinn var orðinn lægri en hæsti tindur Svíþjóðar, Kebnekaise, sem er 2.111 metrar á hæð. Haft var eftir Magnúsi Guðmundssyni við það tilefni árið 2005 að stefnt yrði að því að mæla hnjúkinn ítarlega á tíu ára fresti. Vísir setti sig í samband við Landmælingar Íslands sem sagði að vissulega hefði verið talað um að mæla tindinn á tíu ára fresti á sínum tíma en það kostaði sitt og væri mikið fyrirtæki. Tímarnir hefðu breyst og það þyrfti að forgangsraða. Síðast þegar hæð hnjúksins var mæld með leysigeisla var í júlí árið 2010 og þá var hún í samræmi við mælinguna árið 2005. Grunnstöðvakerfi Íslands mælt í sumar kki hefur verið rætt innan landmælinga að ráðast í ítarlega mælingu á Hvannadalshnjúk á næstunni. Í sumar ætla Landmælingar að ráðast í mælingar á öllu grunnstöðvakerfi Íslands því landið er að reka í sundur. Er slík mæling gerð á um tíu árar fresti til að fylgjast með landreki og hæðarbreytingum á landinu. Um er að ræða landrek um sentímetra í hvora áttina á ári og ris og sig um tvo sentímetra á ári. Ef til mælinga kæmi á hæð Hvannadalshnjúkar yrði það væntanlega gert í sumar. Árstíðasveifla á hæð Hvannadalshnjúkar Hjá Veðurstofu Íslands fengust þau svör að heilmikil árstíðasveifla sé á hæð Hvannadalshnjúkar. Á veturna hleður snjó ofan á hnúkinn. Hann þjappast svo saman og bráðnar og lækkar þannig að hæðin getur verið breytileg um marga metra. Veðurstofan segir að ekki hafi verið unnið úr gögnum vegna hæðar tindsins síðan 2011 en hins vegar er Veðurstofan komin með nýjar gervihnattamælingar frá árunum 2012 og 2013 þannig að væntanleg er ný tala.
Hornafjörður Fjallamennska Hvannadalshnjúkur Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira