Ferðamenn úti á ísnum á Jökulsárlóni: „Maður fær fyrir hjartað þegar maður sér fólk haga sér svona“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. febrúar 2016 19:50 Ferðamenn úti á ísnum á Jökulsárlóni í dag. mynd/gylfi blöndal „Ég kem nú ekki oft hingað með ferðamenn, kannski einu sinni í mánuði en nánast í hvert einasta skipti sé ég fólk þarna úti á jökunum og jafnvel með börn með sér,“ segir Gylfi Blöndal, verkefnastjóri hjá IceLimo Luxury Travel, sem tók meðfylgjandi mynd við Jökulsárlón í dag þar sem hann var á ferð með bandarískum ferðamönnum. Eins og sjá má á myndinni eru þó nokkrir ferðamenn úti á ísjökunum á lóninu en slíkt er háskaleikur en lónið jú jökulkalt. „Það er afskaplega erfitt og leiðinlegt að sjá þetta því maður fær fyrir hjartað þegar maður sér fólk haga sér svona en að sama skapi er erfitt að standa yfir fólki og skamma það, sérstaklega þegar maður er sjálfur að vinna og er að passa öryggi síns hóps,“ segir Gylfi sem kveðst 99 prósent viss um að ferðamennirnir hafi verið á eigin vegum. Leiðsögumenn sem hann þekki brýni fyrir sínum hópum að hætturnar leynist víða og að það sé til að mynda stórhættulegt að fara út á ísinn á Jökulsárlóni.Börn á hálum ís við Jökulsárlón í febrúar í fyrra.mynd/owen huntÖryggi ferðamanna hér á landi hefur verið mjög í umræðunni seinustu vikur og sérstaklega síðustu daga í kjölfar þess að kínverskur ferðamaður lét lífið í Reynisfjöru eftir að alda tók hann á haf út. Þá er þetta ekki í fyrsta skipti sem fluttar eru fréttir af ferðamönnum úti á jökunum á Jökulsárlóni. Fyrir um það bil ári var greint frá eftirlitslausum börnum sem voru hlaupandi um á ísnum við lónið og rætt við leiðsögumanninn Owen Hunt sem þar hafði verið á ferð með hóp af ferðamönnum. „Þennan klukkutíma sem við vorum þarna fóru líklega fimmtán manns út á ísinn,“ sagði Owen þá í samtali við Vísi. Þá stöðvaði hann sjálfur kínverska fjölskyldu á leið sinni út á ísinn með lítið barn. Þá er mörgum eflaust í fersku minni tónlistarmyndband kanadíska tónlistarmannsins Justin Bieber við lagið I'll Show You. Myndbandið er allt tekið upp hér á landi og vakti mikla athygli en söngvarinn baðar sig meðal annars í Jökulsárlóni. Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, sagði þá í samtali við Vísi að þó að hegðun Bieber væri ekki til fyrirmyndar þá væri myndbandið engu að síður frábær landkynning. Ferðamennska á Íslandi Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Ferðaþjónustufyrirtæki tekur Reynisfjöru út sem áfangastað „Eins og staðan er núna þá er ekki boðlegt að fara með fólk þangað,“ segir Jakob Guðjohnsen hjá Superjeep.is. 13. febrúar 2016 13:40 Banaslys við Jökulsárlón: Bátnum var bakkað yfir konuna Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á banaslysi við Jökulsárlón sem varð í lok ágúst er á lokastigi. 5. nóvember 2015 12:36 Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12 Ferðamaður hætt kominn í sprungu á Sólheimajökli Rússneskur ferðamaður féll í gegnum ís á bólakaf í jökulsprungu í dag. Leiðsögumaður sem kom honum til bjargar segir að illa hefði geta farið. 11. febrúar 2016 22:21 Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón "Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. 20. febrúar 2015 10:57 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
„Ég kem nú ekki oft hingað með ferðamenn, kannski einu sinni í mánuði en nánast í hvert einasta skipti sé ég fólk þarna úti á jökunum og jafnvel með börn með sér,“ segir Gylfi Blöndal, verkefnastjóri hjá IceLimo Luxury Travel, sem tók meðfylgjandi mynd við Jökulsárlón í dag þar sem hann var á ferð með bandarískum ferðamönnum. Eins og sjá má á myndinni eru þó nokkrir ferðamenn úti á ísjökunum á lóninu en slíkt er háskaleikur en lónið jú jökulkalt. „Það er afskaplega erfitt og leiðinlegt að sjá þetta því maður fær fyrir hjartað þegar maður sér fólk haga sér svona en að sama skapi er erfitt að standa yfir fólki og skamma það, sérstaklega þegar maður er sjálfur að vinna og er að passa öryggi síns hóps,“ segir Gylfi sem kveðst 99 prósent viss um að ferðamennirnir hafi verið á eigin vegum. Leiðsögumenn sem hann þekki brýni fyrir sínum hópum að hætturnar leynist víða og að það sé til að mynda stórhættulegt að fara út á ísinn á Jökulsárlóni.Börn á hálum ís við Jökulsárlón í febrúar í fyrra.mynd/owen huntÖryggi ferðamanna hér á landi hefur verið mjög í umræðunni seinustu vikur og sérstaklega síðustu daga í kjölfar þess að kínverskur ferðamaður lét lífið í Reynisfjöru eftir að alda tók hann á haf út. Þá er þetta ekki í fyrsta skipti sem fluttar eru fréttir af ferðamönnum úti á jökunum á Jökulsárlóni. Fyrir um það bil ári var greint frá eftirlitslausum börnum sem voru hlaupandi um á ísnum við lónið og rætt við leiðsögumanninn Owen Hunt sem þar hafði verið á ferð með hóp af ferðamönnum. „Þennan klukkutíma sem við vorum þarna fóru líklega fimmtán manns út á ísinn,“ sagði Owen þá í samtali við Vísi. Þá stöðvaði hann sjálfur kínverska fjölskyldu á leið sinni út á ísinn með lítið barn. Þá er mörgum eflaust í fersku minni tónlistarmyndband kanadíska tónlistarmannsins Justin Bieber við lagið I'll Show You. Myndbandið er allt tekið upp hér á landi og vakti mikla athygli en söngvarinn baðar sig meðal annars í Jökulsárlóni. Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, sagði þá í samtali við Vísi að þó að hegðun Bieber væri ekki til fyrirmyndar þá væri myndbandið engu að síður frábær landkynning.
Ferðamennska á Íslandi Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Ferðaþjónustufyrirtæki tekur Reynisfjöru út sem áfangastað „Eins og staðan er núna þá er ekki boðlegt að fara með fólk þangað,“ segir Jakob Guðjohnsen hjá Superjeep.is. 13. febrúar 2016 13:40 Banaslys við Jökulsárlón: Bátnum var bakkað yfir konuna Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á banaslysi við Jökulsárlón sem varð í lok ágúst er á lokastigi. 5. nóvember 2015 12:36 Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12 Ferðamaður hætt kominn í sprungu á Sólheimajökli Rússneskur ferðamaður féll í gegnum ís á bólakaf í jökulsprungu í dag. Leiðsögumaður sem kom honum til bjargar segir að illa hefði geta farið. 11. febrúar 2016 22:21 Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón "Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. 20. febrúar 2015 10:57 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtæki tekur Reynisfjöru út sem áfangastað „Eins og staðan er núna þá er ekki boðlegt að fara með fólk þangað,“ segir Jakob Guðjohnsen hjá Superjeep.is. 13. febrúar 2016 13:40
Banaslys við Jökulsárlón: Bátnum var bakkað yfir konuna Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á banaslysi við Jökulsárlón sem varð í lok ágúst er á lokastigi. 5. nóvember 2015 12:36
Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12
Ferðamaður hætt kominn í sprungu á Sólheimajökli Rússneskur ferðamaður féll í gegnum ís á bólakaf í jökulsprungu í dag. Leiðsögumaður sem kom honum til bjargar segir að illa hefði geta farið. 11. febrúar 2016 22:21
Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón "Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. 20. febrúar 2015 10:57