Leyndarmálið um velgengni? Ragnheiður Aradóttir skrifar 13. febrúar 2016 07:00 Markþjálfun hefur á undanförnum árum fest sig í sessi í íslensku atvinnulífi. Upphaflega var hún fyrst og fremst nýtt fyrir stjórnendur og ákvarðanatökuaðila en er nú einnig nýtt á flestum sviðum samfélagsins. Markþjálfun hefur fyrir margt löngu sannað sig erlendis og dæmi eru um að leiðandi stórfyrirtæki í heiminum nýti markþjálfun fyrir alla sína stjórnendur. Aðferðafræðin byggir á krefjandi spurningum sem markþjálfinn spyr (viðskiptavininn) markþegann. Hlutverk markþjálfans er að bera hag markþegans fyrir brjósti og starfa af fullum heilindum að því að hann nái markmiðum sínum og fái sem mest út úr samvinnunni. Fullur trúnaður ríkir alltaf á milli markþjálfa og markþega sem er lykillinn að því að markþeginn getur rætt hvaðeina sem honum býr í brjósti. Markþjálfunin er ekki sálfræðileg ráðgjöf og er heldur ekki ætluð sem viðskiptaráðgjöf. Hún miðar að því að markþeginn finni sjálfur svörin og lausnirnar, enda er hann þá líklegastur til að framkvæma. Það má því ramma þetta inn í gildi Félags markþjálfa á Íslandi. Þau eru; kjarkur, styrkur og árangur. Hafi markþeginn kjark til að horfast í augu við sjálfan sig og áskoranir sínar, langanir og þrár, þá fær hann styrk frá markþjálfanum sínum til að finna leiðir til að vinna með áskoranirnar, leiðir til breyta löngunum og þrám í veruleika og ná árangri. Oft veit markþegi ekki hvers hann er megnugur og uppgötvar því „nýjar víddir“ sem hann óraði ekki fyrir að ná eða vissi ekki að hann langaði að ná. Oftast má því skipta markþjálfun í „transactional“” markþjálfun eða verkefnatengda markþjálfun og hinsvegar „transformationa“ markþjálfun eða umbreytingarmarkþjálfun sem miðar að þróun og breytingu á einstaklingnum sjálfum. Umbreyting frá því hver þú ert í hver þú gætir orðið. Oft fer þetta tvennt saman. Kannski mætti segja að markþjálfun sé því leyndarmálið að velgengni! Félag markþjálfa á Íslandi hefur stækkað ört undanfarin misseri enda hefur markþjálfum á Íslandi fjölgað mikið og námið nú kennt í þremur skólum hérlendis. Félagið sem fagnar í ár 10 ára starfsafmæli sínu, heldur nú í fjórða skipti Markþjálfadaginn sem er ráðstefna um markþjálfun og hefur dagurinn jafnframt stækkað mikið og verður í ár haldinn þann 17. febrúar á Hilton hótelinu í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Aradóttir Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Markþjálfun hefur á undanförnum árum fest sig í sessi í íslensku atvinnulífi. Upphaflega var hún fyrst og fremst nýtt fyrir stjórnendur og ákvarðanatökuaðila en er nú einnig nýtt á flestum sviðum samfélagsins. Markþjálfun hefur fyrir margt löngu sannað sig erlendis og dæmi eru um að leiðandi stórfyrirtæki í heiminum nýti markþjálfun fyrir alla sína stjórnendur. Aðferðafræðin byggir á krefjandi spurningum sem markþjálfinn spyr (viðskiptavininn) markþegann. Hlutverk markþjálfans er að bera hag markþegans fyrir brjósti og starfa af fullum heilindum að því að hann nái markmiðum sínum og fái sem mest út úr samvinnunni. Fullur trúnaður ríkir alltaf á milli markþjálfa og markþega sem er lykillinn að því að markþeginn getur rætt hvaðeina sem honum býr í brjósti. Markþjálfunin er ekki sálfræðileg ráðgjöf og er heldur ekki ætluð sem viðskiptaráðgjöf. Hún miðar að því að markþeginn finni sjálfur svörin og lausnirnar, enda er hann þá líklegastur til að framkvæma. Það má því ramma þetta inn í gildi Félags markþjálfa á Íslandi. Þau eru; kjarkur, styrkur og árangur. Hafi markþeginn kjark til að horfast í augu við sjálfan sig og áskoranir sínar, langanir og þrár, þá fær hann styrk frá markþjálfanum sínum til að finna leiðir til að vinna með áskoranirnar, leiðir til breyta löngunum og þrám í veruleika og ná árangri. Oft veit markþegi ekki hvers hann er megnugur og uppgötvar því „nýjar víddir“ sem hann óraði ekki fyrir að ná eða vissi ekki að hann langaði að ná. Oftast má því skipta markþjálfun í „transactional“” markþjálfun eða verkefnatengda markþjálfun og hinsvegar „transformationa“ markþjálfun eða umbreytingarmarkþjálfun sem miðar að þróun og breytingu á einstaklingnum sjálfum. Umbreyting frá því hver þú ert í hver þú gætir orðið. Oft fer þetta tvennt saman. Kannski mætti segja að markþjálfun sé því leyndarmálið að velgengni! Félag markþjálfa á Íslandi hefur stækkað ört undanfarin misseri enda hefur markþjálfum á Íslandi fjölgað mikið og námið nú kennt í þremur skólum hérlendis. Félagið sem fagnar í ár 10 ára starfsafmæli sínu, heldur nú í fjórða skipti Markþjálfadaginn sem er ráðstefna um markþjálfun og hefur dagurinn jafnframt stækkað mikið og verður í ár haldinn þann 17. febrúar á Hilton hótelinu í Reykjavík.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun