Að vinna með atvinnulífinu en ekki gegn því Andrés Magnússon skrifar 10. febrúar 2016 07:00 Samkeppniseftirlit hafa mikilvægu hlutverki að gegna í öllum þeim ríkjum sem líta á virka samkeppni sem helsta drifkraft atvinnulífsins. Þetta á við um öll ríki í okkar heimshluta, báðum megin Atlantsála, enda er samkeppnislöggjöf mjög þróuð í þeim ríkjum öllum, ekki hvað síst í Bandaríkjunum. Íslensk samkeppnislöggjöf er í öllum aðalatriðum sambærileg evrópskri löggjöf á þessu sviði, enda er það ein forsendan fyrir því að innri markaður Evrópska efnahagssvæðisins virki. Hin lagalega umgjörð samkeppnismála hér á landi er því að flestu leyti sambærileg og í þeim löndum sem við berum okkur að jafnaði saman við, þó þar séu óheppilegar undantekningar sem þarf að laga. Af þessari lýsingu mætti því ætla að framkvæmd samkeppnislaga og -reglna sé í öllum aðalatriðum sambærileg á Íslandi og í nágrannalöndum okkar. Margt bendir til að svo sé ekki. Sá munur snýr einkum og sér í lagi að því hvernig Samkeppniseftirlitið hér á landi hagar samskiptum sínum við forsvarsmenn í atvinnulífinu. Þau samskipti virðast vera með öðrum hætti í mörgum nágrannalanda okkar. Fullyrða má að allur þorri atvinnurekenda hafi það að leiðarljósi að virða lög og reglur í hvívetna. Það á ekki hvað síst við um samkeppnislög, enda geta brot á þeim lögum haft í för með sér víðtækar fjárhagslegar afleiðingar sem og orðsporshnekki fyrir fyrirtæki og forsvarsmenn þeirra. Forsvarsmenn fyrirtækja verða því að geta sótt leiðbeiningar til Samkeppniseftirlitsins um „hvað má og hvað má ekki“, án þess að slíkt hafi einhverjar sérstakar afleiðingar í för með sér eða feli í sér viðurkenningu á meintu broti.Veigra sér við að gagnrýna Því miður upplifa forsvarsmenn fyrirtækja viðhorf Samkeppniseftirlitsins oft þannig, að eftirlitið líti á það sem sitt hlutverk að vinna gegn atvinnulífinu en ekki með því. Í mörgum tilfellum ríkir því fullkomið vantraust í atvinnulífinu í garð eftirlitsins. Forsvarsmenn fyrirtækja veigra sér við að gagnrýna störf eftirlitsins, af ótta við að kalla yfir sig það sem kalla mætti hefndaraðgerðir. Forsvarsmenn Samkeppniseftirlitsins tjá sig gjarnan með þeim hætti í fjölmiðlum að verið sé að sá fræjum tortryggni í garð þeirra sem atvinnurekstur stunda. Það skyldi þó ekki vera að þessi vinnubrögð Samkeppniseftirlitsins á Íslandi endurspeglist í mismunandi viðhorfi almennings í Danmörku annars vegar og á Íslandi hins vegar eins og hún birtist í nýlegri könnun Festu – samfélagsábyrgð fyrirtækja. Í þeirri könnun var leitað eftir viðhorfi almennings til fyrirtækja og áhrifa þeirra á samfélagið. Munurinn milli þessara landa er sláandi mikill eins og sést á meðfylgandi samanburði. Þátttakendur voru spurðir um hvort þeir teldu að áhrif fyrirtækja á íslenskt samfélag væru jákvæð eða neikvæð. Samtök verslunar og þjónustu hafa innan sinna vébanda stóran hóp fyrirtækja, stórra, meðalstórra og lítilla. Ekkert þessara fyrirtækja dregur í efa mikilvægi samkeppnislöggjafar fyrir samfélagið í heild sinni enda þrífast þau sem slík í skjóli samkeppnisreglna. Það er hins vegar algerlega óviðunandi staða að búa við tortryggni samkeppnisyfirvalda og oft og tíðum grímulausar ásakanir þeirra um að fyrirtækin viðhafi samkeppnislagabrot. Því ástandi verður að linna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Samkeppniseftirlit hafa mikilvægu hlutverki að gegna í öllum þeim ríkjum sem líta á virka samkeppni sem helsta drifkraft atvinnulífsins. Þetta á við um öll ríki í okkar heimshluta, báðum megin Atlantsála, enda er samkeppnislöggjöf mjög þróuð í þeim ríkjum öllum, ekki hvað síst í Bandaríkjunum. Íslensk samkeppnislöggjöf er í öllum aðalatriðum sambærileg evrópskri löggjöf á þessu sviði, enda er það ein forsendan fyrir því að innri markaður Evrópska efnahagssvæðisins virki. Hin lagalega umgjörð samkeppnismála hér á landi er því að flestu leyti sambærileg og í þeim löndum sem við berum okkur að jafnaði saman við, þó þar séu óheppilegar undantekningar sem þarf að laga. Af þessari lýsingu mætti því ætla að framkvæmd samkeppnislaga og -reglna sé í öllum aðalatriðum sambærileg á Íslandi og í nágrannalöndum okkar. Margt bendir til að svo sé ekki. Sá munur snýr einkum og sér í lagi að því hvernig Samkeppniseftirlitið hér á landi hagar samskiptum sínum við forsvarsmenn í atvinnulífinu. Þau samskipti virðast vera með öðrum hætti í mörgum nágrannalanda okkar. Fullyrða má að allur þorri atvinnurekenda hafi það að leiðarljósi að virða lög og reglur í hvívetna. Það á ekki hvað síst við um samkeppnislög, enda geta brot á þeim lögum haft í för með sér víðtækar fjárhagslegar afleiðingar sem og orðsporshnekki fyrir fyrirtæki og forsvarsmenn þeirra. Forsvarsmenn fyrirtækja verða því að geta sótt leiðbeiningar til Samkeppniseftirlitsins um „hvað má og hvað má ekki“, án þess að slíkt hafi einhverjar sérstakar afleiðingar í för með sér eða feli í sér viðurkenningu á meintu broti.Veigra sér við að gagnrýna Því miður upplifa forsvarsmenn fyrirtækja viðhorf Samkeppniseftirlitsins oft þannig, að eftirlitið líti á það sem sitt hlutverk að vinna gegn atvinnulífinu en ekki með því. Í mörgum tilfellum ríkir því fullkomið vantraust í atvinnulífinu í garð eftirlitsins. Forsvarsmenn fyrirtækja veigra sér við að gagnrýna störf eftirlitsins, af ótta við að kalla yfir sig það sem kalla mætti hefndaraðgerðir. Forsvarsmenn Samkeppniseftirlitsins tjá sig gjarnan með þeim hætti í fjölmiðlum að verið sé að sá fræjum tortryggni í garð þeirra sem atvinnurekstur stunda. Það skyldi þó ekki vera að þessi vinnubrögð Samkeppniseftirlitsins á Íslandi endurspeglist í mismunandi viðhorfi almennings í Danmörku annars vegar og á Íslandi hins vegar eins og hún birtist í nýlegri könnun Festu – samfélagsábyrgð fyrirtækja. Í þeirri könnun var leitað eftir viðhorfi almennings til fyrirtækja og áhrifa þeirra á samfélagið. Munurinn milli þessara landa er sláandi mikill eins og sést á meðfylgandi samanburði. Þátttakendur voru spurðir um hvort þeir teldu að áhrif fyrirtækja á íslenskt samfélag væru jákvæð eða neikvæð. Samtök verslunar og þjónustu hafa innan sinna vébanda stóran hóp fyrirtækja, stórra, meðalstórra og lítilla. Ekkert þessara fyrirtækja dregur í efa mikilvægi samkeppnislöggjafar fyrir samfélagið í heild sinni enda þrífast þau sem slík í skjóli samkeppnisreglna. Það er hins vegar algerlega óviðunandi staða að búa við tortryggni samkeppnisyfirvalda og oft og tíðum grímulausar ásakanir þeirra um að fyrirtækin viðhafi samkeppnislagabrot. Því ástandi verður að linna.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun